Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 18.01.1985, Blaðsíða 3
18. janúar 1985 - DAGUR - 3 Hannes Hólmstdnn við Dómkirkjuhomið Eflaust minnast landsmenn atriðis úr áramótaskaupinu fúllrar minningar, þar sem Hannes Hólmsteinn var að læðast fyrir Dómkirkjuhornið á meðan úti- fundur BSRB-manna stóð við Alþingishúsið. Þar var hann sem fréttamaður Valhallarútvarpsins og var ýmist að koma fyrir hornið, eða þá að fara fyrir það aftur á bak. Ólíkt meiri húmor var í kvæðinu sem ég rakst á í NV - blaði alla- balla í Norðurlandskjördæmi vestra. Áramótaskaupið var undir kvennastjórn að þessu sinni og þótti fúlt. Það er svo sem í lagi þó þær hertaki Alþingi og sveitarstjórnir blessaðar og komi þar öllu á kaldan klaka, en áramótaskaupið gátu þær sko látið í friði! (Nú verð ég laminn í næsta kaffitíma.) En hér kemur kvæðið um hann Hannes „frjálshyggna“ Gissurarson: Við dómkirkjuhornið er dulítið skjól og dolfallinn maður í skjólinu hjarir með opið í hálsinn í októbersól, uppglennta skjáina og titrandi varir, hrollandi í bitru á helfrosnum tám, hnýttur af kulda með rennsli úr nefi, dofinn í krikum og dofinn í hnjám, djúpt oní vösum er krókloppinn hnefi. Pað gustar um Hannes H. Gissurarson á gægjum við hornið að snapa eftir fréttum. í svip hans er spurning og veikburða von um Valhallarsigur á Béesserrbé-stéttum. Hann leynist í skugga, hann vokir, hann veit það er vissast að taka ekki áhættu neina svo fjarri öllum vinum í frjálshyggjusveit, þeim Friedman og Hayek og Davíð og Steina. þá hefur nú kvenfólkið hertekið vöruflutningabransann líka, ef marka má þessa mynd sem ég rakst á í myndasafninu á dögunum. Og þó. Við nán- ari eftirgrennslan kom í Ijós að þær Hildur Kristófersdóttir og Regína Sigur- óladóttir entust ekki í starfinu nema eina nótt, rétt á meðan þær voru að forða skjölum Iðnaðarbankans frá brunanum í Sjallanum forðum daga. Vígi svindkircmm Enn ætla ég að bæta vísum í blönd- una og ætti hún þá að vera orðin sæmilega sterk. Þessar vísur eru eftir Kristján frá Djúpalæk eftir því sem best er vitað. Hann vann um tíma hjá svonefndu „setuliði“, en það lið gekk að almennri verkamannavinnu hjá KEA, oftast við skipaafgreiðslu. Kristján lét fjúka margar lausavísur á þessum árum, til að stytta mönnum stundir og létta geðið. Bifröst hét hér vörubílastöð og heitir enn, en er nú orðin deild í KEA. Um þá sem þar störfuðu orti Kristján þessa vísu: Nafnið Bifröst valið var, vígi svindlaranna. Stýrir heimskur Helgi þar hópi glæpamanna. Bifreiðastjórar á Stefni fengu líka sinn skammt, því um þá gerði Krist- ján þessa vísu: Vörubílastöðin Stefnir stendur Polli hjá. Ökuþórar illa gefnir aka henni frá. Og ekki sluppu þeir hjá Pétri og Valdimar, því um Valda gerði Krist- ján þessa vísu: Heima ætti höfuðstór í hálfvitanna röðum. Vindi blásinn viskusljór Valdi á Hallgilsstöðum. Margar fleiri vísur mun Kristján hafa gert, en þeim hefur ekki verið haldið til haga. Ef einhverjir kunna þær þá mættu þeir gjarnan hafa samband við mig. Úr bókviti malar hans krambúðarkvörn í kapítalistanna gullpyngjur digrar, en gott er að hafa af guðshúsi vörn ef gerast þau ósköp að jafnréttið sigrar. En Hannes minn Hólmsteinn, þótt kenning sé klár mun Kristur ei taka neitt mark á þeim orðum, og uppi þú verður jafn einmana og smár og eitt sinn á dómkirkjuhorninu forðum. THbod - Tfflboð á inniskóm kvenna Litur: Ljósbrúnn. Kr. 655,- Teg. 55A/198. Litur: Ljósdrapp. Kr. 549,- Teg. PUW/45. Litur: Ljósdrapp. Kr. 655,- Teg. 25/05. Litur: Hvítur m/korksóla. Kr. 290,- Litur: Ljósdrapp m/korksóla. Kr. 549,- Teg. 40/258. Litur: Blár m/korksóla. Kr. 449,- Teg. 55A/11. Litur: Hvíturm/korksóla. Kr. 549,- Sendum í póstkröfu. SÍMI 21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.