Dagur - 18.01.1985, Page 4

Dagur - 18.01.1985, Page 4
4 - DAGUR - 18. janúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Búseturöskun og eignaupptaka Sú gífurlega búseturöskun sem orðin er og virðist fara vaxandi er stórkostlegt áhyggjuefni öllum þeim sem eitthvað hugsa um þessi mál. Þessi þróun hófst í byrjun þessa áratug- ar og er sífellt að koma bet- ur og betur í ljós. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári fækkaði um 41 í ekki stærri bæ en Ólafsfjörður er, sem er mikil blóðtaka. Árið 1983 varð fólksfækkun á Akur- eyri í fyrsta skipti í eina þrjá áratugi og líkur eru á að enn hafi fækkað á síð- asta ári, eða a.m.k. ekki orð- ið fjölgun. Mörg ár á undan hafði Akureyri haft fólksfjölgun yfir landsmeðaltali, eða um eitt og hálft prósent á ári. Ef allt hefði verið með felldu hefði því fjölgað á Akureyri um 400 manns á síðustu tveimur árum. Með öðrum orðum má segja að Akureyri hafi misst 400 manns og þar með orðið af miklum tekjum og veltu, sem nemur líklega á annað hundrað milljónum króna þessi tvö ár. Margar samverkandi ástæður eru fyrir þessari óheillavænlegu þróun. Samdráttur í efnahagskerf- inu hefur leikið lands- byggðina verr en höfuð- borgarsvæðið. Þegar launa- skriðið var stöðvað hafði það meiri áhrif úti á landi, þar sem sjaldgæfara er að menn geti einhverju ráðið um tekjur sínar og hlutfalls- lega fleiri stunda launastörf heldur en á höfuðborgar- svæðinu, þar sem meira er um það að menn geti ráðið tekjum sínum með sjálf- stæðum atvinnurekstri. Á sama tíma og efnahagsráð- stafanirnar voru gerðar kom til samdráttur í sjávar- útvegi og landbúnaði, sem einnig verka miklum mun meira á landsbyggðinni. Þessi öfugþróun hefur haft þau áhrif að verðmæti fasteigna á landsbyggðinni hafa stórlega rýrnað í verði. Má jafnvel segja að um hálfgerða eignaupptöku sé að ræða, því það þýðir lítið fyrir stjórnvöld að bera það á borð að um óhjákvæmi- lega þróun sé að ræða. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þá stefnu sem þessi mál taka með markvissri stjórnun, m.a. í efnahags- og gengismálum. Það sem meira er: Breytt stefna í þessum málum kæmi allri þjóðinni til góða því þjóð- flutningar á einn stað á landinu, eins og nú er stað- reynd, eru óhagkvæmir frá öllum sjónarmiðum. Spurningin er sú, í hvert óefni þessi mál þurfi að komast til þess að stjórn- völd taki loks við sér og hefjist handa? Verður þá ekki of seint í rassinn gripið? Það er þegar orðið of seint fyrir þá sem hafa þurft að selja fasteignir sín- ar á hálfvirði, undir kostn- aðarverði, og flytjast búferl- um gegn vilja sínum. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en eignaupptöku. Henni verður að linna. Það er með öllu vonlaust að lýsa þeiri stemmningu sem ríkti í Sjallanum í gær. Það var Mezzo- forte sem framdi þar gjörning á öllum viðstöddum, enginn gat setið kyrr. Klukkan átta byrjuðu tónleikar fyrir „alla unglinga bæjarins", og það var sannarlega stuð á mannskapnum. Klukkan tíu tóku við tónleikar fyrir 18 ára og eldri, og ekki var fjörið minna þá. Fimm klukkustunda stanslitl- ir tónleikar með Mezzoforte eru stórkostlegri upplifun en orð fá lýst - við skulum prófa að kíkja á myndirnar. - KGA Myndir: KGA.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.