Dagur - 18.01.1985, Síða 9

Dagur - 18.01.1985, Síða 9
8 - DAGUR - 18. janúar 1985 18. janúar 1985 - DAGUR - 9 „Ég held að bœndur verði alvarlega að fara að skoða sinn gang, því ég er viss um að núver- andi framleiðslu- og sölukerfi í landbúnað- inum gengur ekki til lengdar. Það er komið í hnút og á þann hnút verður höggvið einn góðan veðurdag af lög- gjafarsamkundu okkar Islendinga. Og efbœnd- ur hafa þá ekki áttað sig á breyttum viðhorf- um, já, ansi er ég þá hrœddur um að höggið geti orðiðþeim þungt.“ Ég er kominn í heimsókn fram í Arnarfell í Saurbæjarhreppi, til þeirra Jóns Eiríkssonar og Jóhönnu Friðfinnsdóttur, og það var Jón sem hafði orðið í innganginum. Hann er fæddur og uppalinn í Arnarfelli, sonur Eiríks Björnssonar, fyrrum bónda þar, og Klöru Jónsdóttur, sem er frá Arnarstöðum, næsta bæ við Arnarfell. Þetta er náttúrlega frekar flókin saga, eins og flest ættartengsl á íslandi, og þó. Langafi Jóns í móð- urætt, Sigfús Jónsson, bjó á Arnar- stöðum og þá var Arnarfell ekki til. Síðar var jörðinni skipt milli Jóns Vigfússonar og Frímanns Karlesson- ar, sem nefndi nýbýli sitt Arnarfell. Þá flutti til Eyjafjarðar frá Horni í Skorradal Björn nokkur Eiríksson, bróðir Elísabetar Eiríksdóttur og þeirra Sveðjustaðasystkina, sem bjuggu á Akureyri; Élísabet senni- lega kunnust fyrir barnakennslu, en þau systkini þóttu róttæk og skeiegg í baráttunni fyrir brautargengi sósíal- ismans. Björn keypti Dvergsstaði í Hrafnagilshreppi, en skipti síðan á þeirri jörð og Arnarfelli við Frímann Karlesson. En Björn var ekki lengi í Arnarfelli, hann bjó þar einungis í fjögur ár, en keypti þá Hlíðarenda við Akureyri. Én þessi fjögur ár dugðu Eiríki syni hans til að ná ást- um heimasætunnar á Arnarstöðum, svo hann varð eftir og hóf búskap á Arnarfelli. Hann var löngum valinn til trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, var m.a. oddviti um árabil, en er nú flutt- ur til Akureyrar. 0 Þótti snemma erfiður „Við erum sex systkinin, 5 strákar og 1 stelpa, og fjögur okkar eru fædd hér heima á Arnarfelli, því þá var ljósmóðir hér í sveitinni og það tíðk- aðist ekki að fara á sjúkrahús til að fæða börn. Sigrún Hjálmarsdóttir í Villingadal tók á móti tveim eldri systkinum mínum, en hún var í árs- leyfi þegar ég fæddist. Þá var leitað til Rósu Jónsdóttur í Hvassafelli, en hún hafði verið hér ljósmóðir í ára- tugi á undan Sigrúnu. Þetta var 1. júlí 1949, en þá hefur ekki árað eins vel og núna, að minnsta kosti hefur vorað seint, því ár voru í foráttuvexti og illfærar þegar þetta var. En um síðir tókst að koma ljósmóðurinni heim í Arnarfell, en það gekk í dæmalausu basli að koma mér í heiminn. Á endanum varð að ná í lækni til Akureyrar, ég man nú ekki lengur hver það var - hef líklega gleymt að spyrja hann að nafni! - en hann gat bjargað málum. En ekki mátti það seinna vera, því mömmu hafði nær blætt út. Síðan hafa for- eldrar mínir gjarnan haft á orði, að ég hafi snemma verið erfiður! Systk- ini mín komu í heiminn hávaðalaust, en fæst okkar hafa ílenst í sveitinni. Það er aðeins ég og svo Örnólfur bróðir minn, sem býr í Hólakoti, en þá jörð hafði pabbi keypt og nytjað með Arnarfelli, enda er Árnarfell lít- il jörð, aðeins um 30 ha.“ - Ætlaðir þú þér alla tíð að verða bóndi? „Nei, ekkert frekar, þetta æxlaðist nú bara svona,“ svarar Jón. „Ég er þriðji í röð minna systkina og þau tvö sem eldri eru fóru snemma að heim- an, þannig að það kom af sjálfu sér að ég gekk í fjósverkin. Það var sko ekki af neinni hugsjón! Þegar ég var að mannast var það fátítt að bændasýnir hér um slóðir tækju við búum feðra sinna, en eftir 1970 batnaði afkoma bænda og dæm- ið fór að snúast við. En ég ákvað að hleypa heimdraganum og brá mér til Noregs með Braga nágranna mínum á Æsustöðum. Þar ætluðum við okk- ur að kynnast því hvernig bændur hefðu það. Við höfðum samband við ráðningarskrifstofu og þegar við kom- um út vorum við ráðnir á stundinni sinn á hvort búið. Fyrir tilviljun lenti ég á hænsnabúi og þar kviknaði fyrst sú hugmynd í hugskoti mínu að fara út í hænsnarækt. Þegar ég kom heim aftur fór ég nú að hugsa minn gang; hvað ég ætti nú að verða, eins og sagt er. Þá ákvað ég að fara í Bændaskólann á Hólum frekar en að gera ekki neitt. Og ég gat samið um það við skólastjórann, að taka tveggja ára námsefni fyrir á einum vetri, því ég nennti ómögu- lega að hangsa þar í tvo vetur. Það var ekki óalgengt að þetta væri gert, en til þess að slíkt fengist þurftu menn helst að hafa stúdentspróf. En ég hafði ekki annað en mína barna- skólakunnáttu, en ég held að ég hafi flotið inn fyrir Noregsdvölina. Þeir sem hespuðu skólann af á einum vetri voru náttúrlega kallaðir vetr- ungar og þeir áttu að mæta til skóla hálfum mánuði fyrr en aðrir. En ég vissi ekkert af því og varð því af þess- ari aukakennslu. En það kom ekki að sök. Ég bætti mér það upp og náði ágætu prófi um vorið. Þetta var því strangur vetur, ekki síst vegna þess að ég náði mér í konu samhliða nám- inu. Gallinn var bara sá, að hún var á Akureyri. En ég lét það nú ekki á mig fá og braust iðulega þangað í ófærð og snarvitlausum veðrum. Konan hét Þórgunnur Lárusdóttir, mikill kvenkostur, en krabbameinið tók hana frá mér fyrir rúmum fjórum árum.“ 0 Teningunum kastað - Eftir veruna á Hólum, var þá framtíðin ráðin? „Nei, þá var ég enn ráðvilltur. Mér datt í hug að fara í iðnnám, en það varð ekkert úr því. Þá var pabbi löngu orðinn þreyttur á kúabú- skapnum, enda var hann í tímafrek- um sveitarstjórnarstörfum samhliða búskapnum. Það varð svo úr að ég tók við kúabúinu, en hann hélt áfram með fjárbúið. Ég byrjaði með helvítis látum, enda ungur og taldi mér alla vegi færa. Ég var líka metnaðarfullur og mátulega vitlaus til að setja mér það markmið, að verða stærsti mjólkur- framleiðandinn í hreppnum. Mér tókst það og varð náttúrlega voða- lega montinn með það afrek! En það varð mér dýrt. Ég þurfti að vera að ungann úr sólarhringnum, enda var ég fljótt kominn með 80 hausa í fjós, þar af um 50 mjólkandi kýr. Þó voru básarnir í fjósinu ekki nema 32. Ég þurfti því að færa kýmar margsinnis á milli bása þegar mjólkað var og svo þurfti að heyja heil lifandi ósköp til að fæða alla þessa munna. Þar að auki byggði ég stórt íbúðarhús á þessum árum. Þetta var meira en hryggurinn á mér þoldi. Ég var orð- inn bakveikur og loks var svo komið að ég gat ekki einu sinni mjólkað kýrnar. Vonandi verður þessi reynsla mín einhverjum til varnaðar. Á sama tíma var Þórgunnur farin að kenna krabbameinsins og við þurftum oft að vera langdvölum frá búinu. Niðurstaðan varð sú að ég fargaði kúnum. Það hafði líka áhrif á mig, að þá var sífellt verið að hamra á offram- leiðslu í landbúnaði, ekki síst í mjólkurframleiðslu. Ég vissi að vísu að ég gat alltaf selt mjólkina, hún yrði alltaf sótt til mín á meðan ríkj- andi framleiðslu- og sölufyrirkomu- lag gengur. Þetta gengur með niður- greiðslum og útflutningsbótum, en mér fannst ég vera eins og þurfa- lingur að framleiða afurðir upp á slíkt.“ 0 Teningunum kastað aftur - Bóndi en enginn bústofn, hvað gerðir þú þá? „Til að byrja með vissi ég ekki hvern djöfulinn ég ætti að gera, en loks varð hænsnfuglinn ofan á. Ég var lítils háttar byrjaður með varphænur með kúabúinu, en síðan bætti ég einnig við mig kjúklingaeldi og nú erum við að byggja upp svínabú. Ég segi við, vegna þess að ég og Jóhanna rugluðum saman reytum okkar fyrir rúmum tveim árum og göngum sam- an að búskapnum. Þetta fer glettilega vel saman skal ég segja þér, svínin og hænsnin. Til að byrja með var ég í mesta basli með úrganginn úr kjúklingunum. Það var ekki hægt að koma honum í jörð yfir vetrarmánuðina og þá var ég að reyna að losa mig við hann í ána. En hrafninn bar þetta út um allt og þetta var mér til mestu leiðinda. En nú kemur innmaturinn úr kjúkl- ingunum í góðar þarfir sem fóður fyrir svínin, þau éta hann upp til agna, og þau sjá líka fyrir þeim varp- hænum sem drepast; éta þær með fiðri og öllu saman, en hrækja að vísu fótunum út úr sér. Ég er ánægður með þessi umskipti; hænsnaræktin á ágætlega við mig og þetta er ekki sama átaksvinnan og kúabúskapurinn. Eftir tvær aðgerðir á bakinu er ég orðinn nokkuð góður, enda hef ég lært að lifa með þessu.“ - Var auðvelt að skipta um bú- grein? „Nei, það get ég ekki sagt. Ég gerði þetta á slæmum tíma, því þá var verið að takmarka mjólkurfram- leiðsluna og kýr seldust ekki nema á niðurskurðarverði. Ég þurfti því að taka lán til enduruppbyggingarinnar og þau eru ekki auðfengin. Fugla- og svínabændur sitja nefnilega ekki við sama borð og þeir bændur sem stunda hefðbundnar búgreinar. Þeir fá óafturkræfa styrki fyrir ræktanir, girðingar, hlöður og súgþurrkanir. En kjúklingabændur fá ekki neitt og þeir sem eru í svínaræktinni fá ein- ungis styrki til að byggja haughús. 0 Gengur ekki til lengdar Þetta finnst mér svolítið þversagna- kennt, á sama tíma og bændur eru hvattir til að draga saman seglin í hefðbundnu greinunum og fara út í nýjar búgreinar. Til þess að það sé hægt þurfa bændur að fá fjármagn og tækifæri til að afla sér þekkingar. En bændur, þessir einu og sönnu, virðast hafa ætlað sér að búa áfram í sínum fílabeinsturni, því það er fyrir náð og miskunn sem fulltrúar aukabúgrein- anna fá að vera áheyrnarfulltrúar á stéttarsambandsþingum. Þetta hefur m.a. leitt til þess, að kjötframleiðsl- an hefur í auknum mæli færst til fjár- sterkra aðila, sem sett hafa upp „verksmiðjuframleiðslu“ í þéttbýli. Mér finnst eðlilegra að kjötfram- leiðslan verði áfram til sveita, en það tekst ekki nema bændur fari að átta sig á breyttum aðstæðum. Núverandi kerfi var gott hér í eina tíð, en það sem var einu sinni gott, þarf ekki að vera það um aldir. Eins og ég sagði þér í upphafi, verða bændur að fara að hugsa sinn gang. Nú skilst mér að hver íslend- ingur borði 43 kg af dilkakjöti að meðaltali á ári. Það er dýrt að fram- leiða þetta kjöt, en til þess að Iand- inn geti keypt það er það greitt niður. Og ekki nóg með það. Um- framframleiðsla er umtalsverð, en það kjöt er flutt til annarra landa og utlendingum greitt stórfé fyrir að borða það. En þrátt fyrir það hefur okkur tekist að hafa fugla- og svína- kjötið á samkeppnisfæru verði við niðurgreidda kjötið. Það á að hætta öllum niðurgreiðslum og fella niður kjarnfóðurskattinn jafnframt því að draga úr útflutningsbótum. Neytend- ur eiga að fá að kaupa það kjöt sem þeir vilja, á því verði sem það kostar að framleiða það. Það gæti líka orðið til þess að bændur leituðu eftir hag- kvæmari leiðum til að framleiða dilka- og nautakjöt, þannig að þeir geti boðið það á lægra verði. Það væri vel.“ Fósturbræðurnir Arnar og Eiríkur með upprennandi kjúklinga. Jón Eiríksson og Jóhanna Friðfínnsdóttir í Arnarfelli. 0 Kjarnfóður- skatturinn óréttlátur - Eruð þið sáttir við kjarnfóður- skattinn? „Það er nú enn ein vitleysan. Af hverju eiga fugla- og svínabændur að greiða svo og svo mikið í kjarnfóður- skatt, sem að hluta til rennur til að greiða niður dýra kjötið. Slíkt gengur ekki til lengdar í lýðfrjálsu landi. Slíkt er ekki annað en opinber þjófnaður, en lögverndaður. Og þá tók nú fyrst steininn úr þegar Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, tók sig til á dögunum og hækkaði kjarn- fóðurskatt okkar um helming, en á sama tíma lækkaði hann kjarnfóður- skatt hefðbundnu búgreinanna um þriðjung. Þessi aukna skattheimta af okkur á sennilega að renna til að greiða kúabændum eitt þúsund krón- ur í verðlaun, fyrir að drepa kálfa sína í karinu. Þannig ætlar ráðherr- ann að minnka nautakjötsfjallið. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að það séu þeir daufdumbar á Alþingi, að þeir láti þetta viðgangast. Ég held að þingmenn okkar séu margir hverj- ir orðnir langþreyttir á því „kerfi“ sem forysta bænda hefur haldið í heljargreipum allt of lengi. Þess vegna trúi ég því að það verði höggv- ið á þennan hnút fyrr en síðar. Og ég er hræddur um að bændur verði ekki tilbúnir til að standa þetta högg af sér. Þess vegna hvet ég þá til að skoða sinn gang. Neytendur hafa sýnt þolinmæði, en þjóðfélagið er að breytast. Fjölmiðlun og þjóðfélags- umræður eru opnari en áður var og ný kynslóð er að taka völdin. Von- andi tekst henni að sníða vankantana af skipulagsmálum landbúnaðarins, bændum og neytendum til heilla.“ 0 Danskir bændur - Nú er stundum sagt, að þið séuð „danskir bændur“, þar sem þið alið ykkar gripi mestmegnis á dönsku fóðri, sem kostar gjaldeyri. „Já, það er alveg rétt, en þetta er bábilja. Það kostar um það bil 3 fóð- ureiningar að framleiða kílógramm af kjúklingakjöti og um 5 fóðurein- ingar að framleiða sömu þyngd af svínakjöti - já og þyrfti færri fóður- einingar ef við fengjum að kynbæta svínastofninn með því að flytja inn sæði. En það megum við ekki. Þessar tölur er hægt að margfalda með þremur til fjórum til að fá fóðurein- ingaþörfina til að framleiða kíló af dilkakjöti. Og ekki fæst þetta allt úr innlendu hráefni, þótt féð sé fóðrað að stærstum hluta á heyi. Áburður- inn er að nokkru leyti innfluttur, heyvinnuvélarnar eru innfluttar og sömu sögu er að segja um eldsneytið sem þær þurfa. Girðingarefni er líka innflutt og margt fleira sem til hefð- bundins búskapar þarf. Þar að auki kemur kindakjötið allt á markað einu sinni á ári. Fyrir það þarf því miklar geymslur, sem eðlilega nýtast illa yfir árið, svo ekki sé nú talað um öll sláturhúsin, sem einungis eru nýtt í örfáar vikur. Þar að auki er dilka- kjötið framleitt á uppblásnu landi í sumum landshlutum og ef til vill er það versti ókosturinn af mörgum slæmum. Áburðurinn er niðurgreiddur og ég veit ekki betur en Landgræðslan og Vegagerðin fái hann á niður- greiddu verði til þess er kjarnfóður- skatturinn einnig notaður og mér þykir það nú hart, ef fugla- og svína- bændur eiga að greiða niður upp- græðslu á því landi sem rollurnar eyðileggja. Það er að vísu alveg rétt, við not- um mikið af innfluttu kjarnfóðri í svínin og fuglana, en þessu væri hægt að breyta með því að byggja upp fóð- urblöndunarstöðvar. Það væri nær að nota kjarnfóðurskattinn til þess. Þá gætum við að stórum hluta notað innlent hráefni og af því þarf ekki að greiða kjarnfóðurskatt. Slíkt hefur verið reynt í nokkru magni syðra og eiga kollegar mínir þar því kost á ódýrara fóðri en ég. KEA hefur byggt hér blöndunarstöð, en þar er eingöngu blandað kúafóður, hvernig sem á því stendur.“ 0 Að mörgu að hyggja - íslenskur landbúnaður hefur verið gagnrýndur hart á undanförnum árum, en talsmenn bænda hafa jafn- vel ekki talið þá gagnrýni svara verða. Er ef til vill eitthvað hæft í henni? „Bændur eru í eðli sínu sjálfstæðir menn, sem kunna því illa að verið sé að ráðskast með þeirra málefni. En þeir mega líka passa sig á því, að vera ekki of íhaldssamir, því þá er hætt við að þeir glati sínu sjálfstæði. Mér finnst það til dæniis ekki stór- mennskulegt af þeim bændum sem stunda hefðbundnar búgreinar, að þiggja styrk frá okkur fugla- og svínabændum. Það hefði einhvern tíma verið kölluð ölmusa. Ég kynnt- ist ýmsu athyglisverðu í norskum landbúnaði og hafði um það orð eftir að ég kom heim, að við gætum ýmis- legt af þeim lært. Þessu var illa tekið. Sveitungar mínir spurðu mig, hvort ég héldi að bændur væru svo vitlausir að þeir gætu ekki séð um sín skipu- lagsmál sjálfir. Ekki sé ég ástæðu til að gera lítið úr greind bænda, þó vissulega séu búskussar innan um, sem draga landbúnaðinn niður í meðalmennskuna og skemma fyrir þeim sem standa sig vel. Slíkir menn ættu að gera eitthvað annað en að búa. Þegar ég var í Noregi var verið að endurskipuleggja landbúnaðinn þar. Einkum var horft til þess að miða framleiðsluna við markaðinn. Það þótti til dæmis ekki ráðlegt að reka mjólkurbú inni í afdölum eða fjárbú á landlitlum jörðum nærri kaup- stöðum. En slíkt er að gerast enn þann dag í dag á íslandi. Hér er verið að veita fé til að byggja mjólkurbú inni í afdölum, sem skapar mikinn Framhald á næstu síðu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.