Dagur - 18.01.1985, Side 10

Dagur - 18.01.1985, Side 10
10 - DAGUR - 18. janúar 1985 tilkostnað við að sækja mjólkina. Og það eru mörg dæmi um það hér í sveit og nærsveitum, að mjólk er sótt um langan veg, en í litlu magni hverju sinni. Pannig sagði mér einn þingeyskur mjólkurbílstjóri, að hann þyrfti að sækja nokkra lítra af mjólk inn í dalbot í sinni sveit, sem í sjálfu sér væri í lagi í góðri færð, en stund- um vildi það brenna við að bíllinn eyddi fleiri lítrum af olíu en mjólkur- magninu næmi. Þetta er aðeins eitt dæmið af mörgum. Hvaða vit er í svona skipulagsleysi? Það er ekki hægt að reka íslenskan landbúnað eins og neytendum komi ekki við hvernig það er gert. Þeir borga og með betra skipulagi má lækka fram- leiðslukostnaðinn. Já, gagnrýni hefur verið hellt yfir íslenskan landbúnað, og oft á tíðum hefur hún verið óraunhæf, þannig að ástæða hefur verið til að taka hana óstinnt upp. Fyrir vikið hafa málin ekki verið rædd og úrbóta hefur ekki verið leitað. Einhverju sinni hafði Gylfi Gíslason um það orð, að ís- lenskur landbúnaður væri dragbítur á hagvöxtinn. Það var fyrir einum tuttugu árum og fjarri sannleikanum þá. En það getur verið að það eigi við núna, einfaldlega vegna þess að bændur hafa ekki áttað sig á breytt- um aðstæðum í þjóðfélaginu. Þeir hafa ekki gert sér grein fyrir augljós- um göllum í framleiðslukerfinu, sem neytendur eru farnir að sjá.“ 0 Hugsunarháttur- inn að breytast - Þú minntist áðan á afasystkini þín, sem voru baráttujaxlar fyrir sósíal- ismanum á sínum tíma. Hvað um þig? „Já, sennilega hefur föðurafi minn verið kommi og þess vegna hafa sveitungar okkar talið sjálfsagt að pabbi væri það líka. Og það má vel vera að hann hafi ekki mótmælt því, þó ekki væri til annars en stríða sveit- ungum sínum ögn. Og ég hef svo sem fengið á mig kommastimpilinn líka. Ég er líkur pabba að þessu leyti, á það til að vera svolítið stríðinn. Þá tala ég gjarnan þvert um hug minn til að vera í andstöðu við þá sem ég ræði við, - og hér í sveit var algengast að hitta gegnsósa fram- sóknarmenn. Þá lék maður sig stund- um komma, en nú er ekkert varið í að vera kommi lengur. Það gefur ekki tilefni til skemmtilegra um- ræðna. En ég er ekki flokkspólitísk- ur, kýs þann fiokk sem mér fellur við hverju sinni. Þeir eru misjafnlega góðir finnst mér á hverjum tíma. En hugsunarhátturinn í þessum efnum er að breytast til sveita. Opn- ari fjölmiðlun hefur orðið til þess að menn eru upplýstari. Menn lesa líka meira og ferðast, þannig að víðsýnin eykst. Sveitafólk er ekki lengur mat- að á einhæfu fæði, enda tæki það ekki við því. Nú leyfa menn sér að hugsa eins og þá iangar til. Hér áður fyrr fæddust menn inn í sinn flokk og yfirgáfu hann aldrei. Og gömlu mennirnir í mínu ungdæmi, ljómandi góðir og skemmtilegir karlar, voru heilt yfir einsýnir í þessum efnum. Guð var Flokkurinn og KEA og þú skalt ekki aðra guði hafa, var þeirra fyrsta boðorð. En nú er að vaxa upp ný kynslóð, sem hefur áttað sig á því, að fleiri geta gert bændum gott en kaupfélögin, þó þau séu nauðsynleg líka.“ 0 Pú œttir að fara á þing Svei mér þá Jón minn, ég held það væri réttast fyrir þig að fara á þing,“ skaut Jóhanna, eða „Jóka“ eins og hún er oftast kölluð, inn í orð bónda síns. „Já, ætli ég stofni þá ekki bara svínaflokkinn,“ sagði Jón og hló við. Jóka er uppalin á mölinni, en er nú svínahirðir í sveit. Hvernig eru umskiptin? „Það er Þingeyingur í mér, því ég er fædd á Þórshöfn, en ég flutti nokk- urra mánaða til Akureyrar og þar hef ég búið lengst af síðan, uppalin „Þorpari“. Ég hef því alið minn aldur á mölinni, þar til ég flutti hingað. Ég kann vel við mig í sveitinni. Mér finnst að vísu fulllangt í bæinn og erf- iðast átti ég með að venjast myrkr- inu.“ - Hvernig datt þetta í þig, að kú- venda svona? „Það datt ekkert í mig, því mér datt aldrei í hug að flytja í sveit til frambúðar. Koma mín hingað hafði engan annan tilgang í upphafi en að ná Jóni í bæinn. En ég er löngu hætt við það, því rótgrónir bændur þrífast ekki á mölinni. Hann er fastur hér á sinni þúfu. Og ég uni mér vel.“ - Ertu húsmóðir eða bóndi? „Hvort tveggja. Við skiptum með okkur inni- sem útiverkum, enda eiga útiverkin mun betur við mig. Ég hugsa mest um svínin, enda eru þau ólíkt skemmtilegri skepnur heldur en kjúklingarnir. Þó kemur fyrir, að ég er pínulítið smeyk við þau stærstu.“ Jóka á tvo syni frá fyrra hjóna- bandi, Sverri og Arnar Árnasyni, og Jón og Þórgunnur áttu tvö börn, Sunnu og Eirík. Eiríkur og Arnar voru heima við, báðir 10 ára gamlir og sækja Sólgarðsskóla. Auk þess eru þeir fjárhirðar fyrir Eirík afa og skila því hlutverki með sóma. Jafn- framt eru þeir liðléttingar við önnur bústörf, sjá m.a. um að safna eggjun- um undan hænunum, svo eitthvað sé nefnt. f svínahúsinu á Arnarfelli voru um 200 hausar, gyltur og grísir á mis- munandi aldri. Það tekur um hálft ár að ala grísina í sláturstærð. í kjúkl- ingahúsinu voru um 5 000 hálfsmán- aðargamlir ungar, sem verða komnir innpakkaðir í plast í verslanir í byrj- un mars. Þar að auki eru um 1 500 varphænur í Arnarfelli. Þá eru þau Jón og Jóhanna komin með vísi að bændaskógi, því í sumar gróðursettu þau 1 000 plöntur og annað eins ætla þau að gróðursetja í sumar. - GS. Arnar Ámason með verðandi svínasteik. Eiríkur Jónsson heilsar upp á myndarlegt svín sem verður komið í kæliborð einhverrar verslunarinnar innan fárra Svínin eru ólíkt skemmtilegri skepnur heldur en kjúklingarnir, segir Jóka. daga.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.