Dagur - 18.01.1985, Síða 16

Dagur - 18.01.1985, Síða 16
Akureyri, föstudagur 18. janúar 1985 Leíkhúsmatseðillinn )) afgreiddur öll kvöld, Sem ^ S^mr ^erSem* ■ I# Það hefur ríkt hálfgert vandræðaástand á lögreglustöðinni undanfarna daga. Hcimilisköttur nokkur hefur gert sig þar heimakominn og hreiðrað um sig í besta sófanum. Hafa lögreglumenn því orðið að láta sér nægja minni þæg- indi. Kötturinn sem hér um ræðir gæti því allt eins heitið Högni hrekkvísi. Hann er sannkallaður högni, stór og mikill, grár og hvítur og þeir sem kann- ast við kauða geta vitjað hans á lögreglustöðinni. Mynd: ESE Akureyri: Enn er samdráttur í byggingariönaöi - Aðeins byrjað á 30 íbúðum á síðasta ári Samdráttur I byggingariðnað- inum á Akureyri hélst á árinu 1984, en þá var aðeins byrjað á 30 íbúðum, 5 í einbýli, 15 í raðhúsum og 10 í fjölbýlishús- um. Þetta er þó ívið meira en árið 1983, því þá var aðeins byrjað á 22 íbúðum, 9 einbýlis- húsum, 13 raðhúsíbúðum en engri íbúð í fjölbýlishúsi. Ef miðað er við fyrri ár var byrjað á íbúðum sem hér segir: 241 árið 1978, 187 árið 1979, 165 árið 1980, 56 árið 1981, 97 árið „Klár með aflamarkinu“ - segir Kristján Ásgeirsson hjá Höfða hf. - Ég er klár með aflamarkinu. Að vísu hef ég ekki séð hvaða kvaðir fylgja sóknarmarkinu en miðað við það sem maður hefur heyrt þá er aflamarkið mun fýsilegri kostur fyrir Leikklúbburinn Saga tekur þátt í norrænu leikverki Leikklúbbnum Sögu á Akur- eyri hefur verið boðin þátttaka í miklu hópverkefni leiklistar- klúbba á Norðurlöndum í til- efni af Ári æskunnar. Er stefnt að því að 10 til 15 unglingar frá Akureyri auk stjórnenda taki þátt í þriggja til flmm vikna sýningarferð um Norðurlöndin í júlímánuði nk. - Þetta er ótrúlega skemmti- legt verkefni en jafnframt mjög stórt í sniðum, sagði Hermann Sigtryggsson, æskulýðsfulltrúi Akureyrar er hann var spurður um þessa ferð. Það er leikklúbb- urinn Ragnarok í Humlebæk í Danmörku sem sjá mun um framkvæmd þessa mikla leiklist- arverkefnis en þátttakendur verða frá öllum Norðurlöndun- um. Hvert Norðurlandanna mun sjá um ákveðinn þátt í leikverk- inu „Hringrásin" sem enn er ver- ið að semja og hefur leikklúbbn- um Sögu verið úthlutað verkefn- inu „Fólk“. Allir leikendurnir, 70 til 80 talsins munu síðan taka þátt í lokaþætti verksins en sá þáttur fjallar um dauðann en í heild fjallar verkið um hringrás lífsins. Norræna ráðherranefndin hef- ur styrkt þetta verkefni í heild en ljóst er að unglingarnir frá Akur- eyri þurfa sjálfir að kosta tals- verðu til. Eins fer það eftir því hve vel gengur að safna fé á Norðurlöndunum, hvort komið verður með leikverkið hingað en ef af því verður, munu ungling- arnir sýna í Reykjavík og á Ak- ureyri. Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri á Akureyri mun aðstoða við þetta mikla verkefni og sömu- leiðis Þráinn Karlsson, leikari, en óvíst er hver leikstýrir íslenska hlutanum. Stefnt er að því að tveir Akureyringar fari utan til samæfingar með fulltrúum hinna Norðurlandanna um mánaða- mótin febrúar og mars. - ESE okkur, sagöi Kristján Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri Höfða hf. á Húsavík er við ræddum við hann um þessi mál. Kristján sagðist ekki í vafa um að aflamarkið væri betri kostur fyrir þá sem þyrftu að tryggja að hráefni bærist sem jafnast og þéttast að landi. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefði svo sem ekki sett fram neinar kröfur um að Höfði hf. veldi aflamark en það væri ljóst að það yrði fyrir valinu. - Hvenær svarið þið ráðuneyt- inu? - Þegar við fáum gögnin í hendurnar. Reglugerðin er nú ekki komin ennþá en vonandi kemur þetta áður en fresturinn rennur út, sagði Kristján Ásgeirs- son. Það er af togurum Höfða hf. að frétta að Kolbeinsey ÞH land- aði á þriðjudag 120 tonnum af ágætum þorski á Húsavík og á miðvikudag var verið að Ianda rækju úr Júlíusi Havsteen ÞH, um 20 tonnum. Þetta er í annað sinn á árinu sem togarinn landar hjá Fiskiðjusamlaginu. í fyrra skiptið var aflinn 24 tonn af rækju en togaranum var sem kunnugt er breytt til rækjuveiða í mars á síðasta ári. - ESE 1982 og síðan 22 árið 1983 og 30 á síðasta ári. íbúðir í byggingu í ársbyrjun 1984 voru 188 en voru til saman- burðar 374 árið 1981 og 340 árið 1979. Það segir sína sögu um frekari samdrátt að í árslok voru ekki nema 119 íbúðir í byggingu, hafði fækkað um tæplega 70 á ár- inu. 99 íbúðir voru fullgerðar á síðasta ári á móti 192 árið 1979. Samtals voru í byggingu á árinu 1984, mismunandi á veg komnar, 218 íbúðir, en þær voru yfir 500 árin 1979 og 1980. Jón Geir Ágústsson, bygginga- fulltrúi á Akureyri, segist álíta að um 400 manns vanti í bæinn til þess að fólksfjölgun hefði orðið með eðlilegum hætti síðustu tvö árin. Yfir 200 iðnaðarmenn hafi flutt á brott, en megnið af íbúð- um þeirra sé í leigu. - HS Kjaradeila: Verkfræðingar kröfuharðir „Það er búið að Ijúka öllum kjarasamningum hjá Akureyr- arbæ nema við verkfræðinga,“ sagði Örn Gústafsson formað- ur kjarasamninganefndar Ak- ureyrarbæjar í stuttu spjalli við Dag. „Það slitnaði upp úr saminga- viðræðum okkar við verkfræðing- ana en ég á von á því að það verði tekið til við samningavið- ræður í næstu viku. Þeir setja fram mjög miklar kauphækkun- arkröfur sem eru verulega úr takti við það sem aðrir hafa fengið. Hér er um sterka viðmiðunar- stétt að ræða sem gerir það að verkum að manni finnst erfitt að sætta sig við það að þeir fái mun meiri kauphækkanir en aðrir hafa fengið, að menn sem eru með einna hæstu launin hjá bænum komi og fái verulega mikið hærra en allir aðrir,“ sagði Örn. gk-. Við megum víst ekki gleyma því á hvaða breidd- argráðu við erum á jarðar- kringlunni. Þess vegna er Majorkatíð úr sögunni í bili, en nú tekur við norð- austanstrekkingur næstu 4-5 daga, að sögn veður- fræðings Veðurstofunnar í morgun. Það getur orðið allhvasst og éljagangur fylgir í nokkrum mæli. Frá herradefld: Uffl íþróttaskór Kappklæðnaður Jogging íþróttaföt. Leðurjakkar. Dúnstakkar. Don Cano úlpur. Herraterelynebuxur. Herragallabuxur Wrangler. Herraflauelsbuxur Wrangler. Leðurbindi, hvít og svört. Ferðatöskur í úrvali. íþróttatöskur. Snyrtitöskur. Skjalatöskur. Póstsendum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.