Dagur - 23.01.1985, Side 7

Dagur - 23.01.1985, Side 7
iRDEILD RAUÐA LANDS 60 ÁRA kross deildin annist það að veita móttöku og skjóta skjólshúsi yfir fólk sem flytja þarf af hættusvæð- um. Gleggsta dæmið hér um er skipulag Rauða kross íslands á móttöku Vestmanneyinga nótt- ina sem eldgosið hófst í Vest- mannaeyjum. Til slíkrar móttöku hafa verið skipulagðir fimm stað- ir á svæði deildarinnar og tilbúnir til starfa í þessum stöðvum eru um 65 manns. Á stríðsárunum og síðar hefur Akureyrardeildin í samvinnu við Rauða kross íslands annast fjár- safnanir. 1939 söfnuðust rúmlega 11.000 krónur í samvinnu við Norræna félagið til styrktar Finnlandi vegna styrjaldarinnar þar. 1944 fór fram fata- og fjár- söfnun til Noregs. 1945 Dan- merkursöfnun, fjársöfnun til bág- staddra íslendinga heima og heiman og söfnun til lýsisgjafa handa börnum í Mið-Evrópu og árið eftir var enn safnað til lýsis- gjafa og til bágstaddra í Finn- landi og Mið-Evrópu. 1948 Siglu- víkursöfnun vegna bruna. 1951 vegna snjóflóðanna á Neskaup- stað. 1981 var safnað til hjálpar- starfs í Afríku. Fjáröflun í þessu sambandi er rétt að geta þess að allt það fé sem Rauði kross íslands hefur til af- nota til þessarar starfsemi sinnar er fengið frá almenningi. Fyrstu árin sem Akureyrardeild Rauða kross íslands starfaði var fjár afl- að með samkomuhaldi, kvik- myndasýningum, leiksýningum og dansleikjum og komst um tíma sú hefð að deildin héldi dansleik á gamlárskvöld og hygg ég að slíkur dansleikur hafi síðast verið haldinn á gamlárskvöld 1945. Einnig var stofnað til tomb- ólu eða hlutaveltu í nokkur skipti og einnig aflað fjár með merkja- sölu sem börn barnaskólanna hafa annast á öskudaginn nær eða alveg óslitið frá 1941. Nú síð- ustu árin hafa fengist drjúgar tekjur af ' peningaspilakössum Rauða kross íslands sem settir hafa verið upp á mörgum fjöl- sóttum stöðum víða um landið. við“ og lofaði Jakob Frímanns- son kaupfélagsstjóri þá að annast afgreiðslu bílsins á þeim grund- velli, að hann legði til bílstjóra á bílinn að degi til án endurgjalds og bensín til sveitaferða gegn því að sveitafólkið þyrfti ekki að greiða fyrir þjónustu bílsins. í janúar 1944 kom annar sjúkrabíll deildarinnar í bæinn, var reyndar ekki nýr. Það ár tók Zophonías Árnason, síðar yfir- tollvörður við akstri bílsins. Það ár voru fluttir 196 sjúklingar, þar af 80 ferðir utanbæjar, en halli á rekstri bílsins 5.822,48 krónur. 1946 kom nýr sjúkrabíll sem deildin keypti en hann reyndist of stór og óhentugur. í september það ár tekur lög- reglan að sér akstur sjúkrabíls- ins. í janúar 1952 kemur nýr sjúkrabíll og er sagt í fundargerð 11. janúar 1952: „Bíllinn mun að vísu ekki bæta úr hinum erfiðu vetrarferðum, því að til þeirra dygði ekki annað en sterkur trukkur.“ Bíllinn er geymdur í slökkviliðsstöðinni en lögreglu- þjónar annast akstur. Eftir 1952 Akureyrardeild Rauða krossins fékk nýja sjúkrabifreið árið 1981. Myndin er frá afhendingu bifreiðarinnar: söfnun til nauðstaddra í Pó- dalnum. 1952 Hollandssöfnun. 1953 Grikklandssöfnun og söfnun til fólksins á Heiði eftir bruna og til fólksins að Auðnum í Svarfaðardal vegna snjóflóða. 1954 söfnun til fólksins á Sand- hólum eftir bruna og 1955 söfnun vegna snjóflóða í Svarfaðardal og Skíðadal. 1956 Ungverjalands- söfnun, einnig Alsírsöfnun og Pakistansöfnun. 1965 safnað fyrir blóðbankabíl og 1968 Vietnam- söfnun og Biafrasöfnun. 1973 Vestmannaeyjasöfnun og 1974- 1975 safnað til kaupa neyðarbíls í samvinnu við Blaðamannafélag íslands og einnig fjársöfnun Rekstur sjúkrabíla Vorið 1931 gaf Rauði kross ís- lands Akureyrardeildinni sjúkrabíl og var Bifreiðastöð Ak- ureyrar falin geymsla og akstur bílsins og „ákveðið að taka sama gjald fyrir bifreið þessa og tekið væri nú hér í bænum", en frá því vorið 1935 og til ársloka 1936 annaðist Andrés G. ísfeld akstur sjúkrabifreiðarinnar, en síðan Helgi Schiöth þar til vorið 1939 að BSA var á ný falið að annast reksturinn. í janúar 1941 er skráð í fundargerð „að oft hefði dregist svo klukkutímum saman að geta fengið bílinn af stað þótt líf lægi er samið um afnot af ferðafé- lagsbíl til vetrarflutninga. 1957 kemur enn nýr sjúkrabíll. 1966 er keypt talstöð í sjúkrabíl- inn. 1968 keyptur nýr bíll og eru í honum súrefnistæki. Það ár tekur slökkviliðið við rekstri bíls- ins og hefur annast hann með miklum ágætum síðan. 1973 var samið við Flugbjörgunarsveitina um aðgang að björgunarbíl þeirra ef á þyrfti að halda. í des- ember 1973 er tekinn í notkun nýr sjúkrabíll. Pann 27. ágúst 1974 var sam- þykkt á stjórnarfundi að þiggja sjúkrabíl sem Blaðamannafélag- ið vill safna til og gefa. Síðar 23. janúar 1985 - DAGUR - 7 samþykkti deildin að fela Guð- mundi Blöndal, framkvæmda- stjóra sínum, að stjórna söfnun til bílsins hér norðanlands. Það varð strax í upphafi að samkomu- lagi milli Blaðamannafélagsins og Akureyrardeildar Rauða kross- ins að keyptur yrði bíll af gerð- inni Range Rover og að bíllinn yrði vel búinn sem fullkominn neyðarbíll, en ekki sérstaklega sem hjartabíll og þóttust menn í þessu atriði draga lærdóm af reynslunni í Reykjavík. Árið 1981 annaðist Akureyrar- deildin kaup á fjórum nýjum sjúkrabílum af fullkomnustu gerð beint frá framleiðanda í Texas. Við þessi kaup spöruðust allmiklir peningar. Einn þessara bíla var keyptur gagngert fyrir Akureyrardeildina, en hinir voru fyrir Patreksfjörð, Grundarfjörð og Blönduós. Nú er í pöntun nýr sjúkrabíll sem væntanlegur er í apríl. Bíllinn er af Mercedes Benz gerð, yfirbyggður í Noregi og er hinn vandaðasti að allri gerð og verða í honum nokkrar nýjungar sem kynntar verða í fyrsta skipti hér á landi. Sjúkrabíllinn hér á Akureyri er sem sagt eign Akureyrardeildar Rauða kross íslands og deildin stendur undir rekstrarkostnaði a.ö.l. en því að bærinn veitir bílnum húsaskjól á slökkvistöð- inni og starfsmenn slökkviliðsins, sem annast aksturinn, hljóta sín laun frá bænum. Akureyrardeildin hefur lagt kapp á að sjúkraflutningamenn séu vel undir það búnir að stunda starf sitt og hafa allir starfandi sjúkraflutningamenn á slökkvi- stöðinni farið á sjúkraflutninga- námskeið og nú eigum við Akur- eyringar jafnbest menntuðu sjúkraflutningamenn á landinu. Árið 1953 hófst söfnun í sjúkraflugvélarsjóð og árið eftir gaf Slysavarnafélag íslands flug- vél sem átti að vera að hálfu eign Akureyrardeildar Rauða kross- ins og að hálfu eign Slysavarna- deildarinnar hér á Akureyri og áttu þessi félög að annast rekstur- inn. Síðar kom í ljós að ekki var grundvöllur fyrir því að reka þessa vél og var hún því seld 1955 og söluverðið lagt í sjúkraflugvél- arsjóð. 1958 keyptu Akureyrar- deild Rauða kross íslands og kvennadeild Slysavarnafélags ís- lands á Akureyri sjúkraflugvél en bræðurnir Tryggvi og Jóhann Helgasynir borguðu síðan helm- ing kaupverðsins gegn því að þeir rækju vélina fyrir eigin reikning næstu 5 ár enda væru sjúkraflutn- ingar þá ávallt látnir sitja fyrir öðru. Lokaorð Hér að framan hefur verið stiklað á stóru úr sextíu ára sögu Akureyrardeildarinnar. Sú starf- semi sem nú ber hæst í starfinu eru sjúkraflutningarnir og skyndihjálparkennslan sem áður er minnst á, en auk þess starfar innan deildarinnar hópur sem kallar sig sjúkravini og annast heimsóknarjjjónustu til aldraðra og sjúkra sem einangrast hafa. Um leið annast sjúkravinir ýmsar útréttingar fyrir fólkið, svo sem matarinnkaup, bókasafnsferðir, upplestur og fleira. Árið 1981 keypti Akureyrar- deildin átta sjúkrarúm af full- komnustu gerð og lánar í heima- hús fyrir milligöngu hjúkrunar- fræðings. Leiga á rúmunum er engin og stendur deildin að öllu leyti undir þessum rekstri. Verið er að innrétta kennslusal í hús- næði deildarinnar, en námskeiða- hald er orðinn umfangsmikill þáttur í starfinu. Fyrirhugað er að halda framhaldsnámskeið fyr- ir sjúkraflutningamenn, hið fyrsta sinnar tegundar á landinu, nám- skeið fyrir verðandi sumarbarn- fóstrur, námskeið um önnun aldraðra í heimahúsum og nám- skeið fyrir verðandi skyndihjálp- arkennara. Auk þess hefur Akur- eyrardeildin aðstoðað deildir við kaup á sjúkrabifreiðum en segja má að miklar upplýsingar liggi nú fyrir hjá deildinni um þau mál og hafa menn verið sendir til ná- grannalanda á vegum deildarinn- ar til að kynna sér sjúkrabílamál. í tilefni af 60 ára afmæli Akur- eyrardeildarinnar sem var fyrsta og eina deildin innan Rauða kross íslands allt til 1940 að Skagafjarðardeildin var stofnuð, verður aðalfundur Rauða kross íslands haldinn á Akureyri í maí næstkomandi. Sjúkrahótel Akureyrardeildar RKÍ var starfrækt frá ársbyrjun '11 í Skólastíg 5 fyrir 13 einstakl- inga. Nýting sjúkrahótelsins var þó svo léleg að rekstri var hætt í feb. '19. í samvinnu við Félags- málastofnun Akureyrar rak deildin fjölskylduheimili eða sambýli í þessu húsnæði frá 1. mars '19 til ágúst ’81.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.