Dagur - 13.02.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 13.02.1985, Blaðsíða 3
13. febrúar 1985 - DAGUR - 3 „lslandsgangan“ Á haustþingi SKI sem haldið var á Egilsstöðum 9.-11. nóv. sl. var ákveðið að koma á allt að 5 trimmgöngum fyrir al- menning sem kölluðust einu nafni íslandsgangan og væri hver þeirra a.m.k. 20 km að lengd. Ákveðið var að mót þessi færu fram á eftirtöldum stöðum árið 1985. 16/2 á Egilsstöðum, Skógargang- an 20 km. 9/3 á Akureyri, Lambagangan 20 km. 23/3 í Reykjavík, Þingvallagangan 42 km. 13/4 í Ólafsfirði, Lava Lopp- et 10-20-40 km. 4/5 á Isafirði, Fossavatnsgangan 24 km. Þátttaka í íslandsgöngunni gefur stig og eru þau reiknuð út eftir röð keppenda í hverju göngu- móti fyrir sig skv. reglugerð SKÍ um stigaútreikning í göngu. Samanlögð stig þátttakenda úr þrem þessara göngumóta ráða úrslitum um röð hans í íslands- göngunni. Sigurvegari hlýtur íslandsbik- arinn sem er farandgripur en auk þess skulu verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sæti i' eftirtöldum flokkum. Sovésk kvikmyndavika Um næstu helgi verða sýndar I Borgarbíói þrjár sovéskar úr- valsmyndir um óskyldustu efni, en allar eiga myndirnar það sameiginlegt, að hafa unn- ið til margvíslegra verðlauna á kvikmyndahátíðum. Á föstudaginn kl. 18.00 verður sýnd myndin „Stríðssaga“. Fyrstu atriði myndarinnar gerast í stríði, en að öðru leyti gerist myndin á fyrstu árunum eftir stríðslok. Myndin fjallar um seinni heims- styrjöldina og áhrif hennar á al- þýðufólk, sem mun vera nokkuð óvenjulegt í sovéskri kvikmynda- gerð. Á laugardaginn kl. 17 verður síðan sýnd myndin Mimino, sem fjallar um þyrluflugmann í Grús- íu, sem ákveður að halda til Moskvu til að gerast þotuflug- maður. Á sunnudaginn kl. 17.00 veður siðan sýnd myndin Hótelið - Fjallgöngumaðurinn sem fórst. Myndin fjallar um Glebsky lög- regluforingja, sem kemur til fjallahótels og verður þar veður- tepptur. Þá fara að gerast ýmsir einkennilegir atburðir á hótelinu, sem tengjast verum frá öðrum plánetum. Tjónabílar til sölu Óskum eftir tilboðum í eftirtalda skemmda bíla: Toyota Tercel ........ árg. ’80 Honda Prelude ........ árg. ’79 Galant ............... árg. ’79 Galant ............... árg. ’79 Bílarnir verða til sýnis á Bifreiðaverkstæðinu Vík- ingi sf. miðvikudag og fimmtudag 13. og 14. febr. Tilboð skilist á skrifstofu Sjóvá Glerárgötu 20 fyrir kl. 12 f.h. föstudaginn 15. febrúar. Réttur er áskil- inn til að taka hvaða tilboði sem er og hafna öllum. Sjóvá-umboðið Glerárgötu 20, Akureyri, sími 22244. Aðalfundur KA verður haldið miðvikudag 20. febrúar nk. kl. 20.30 í KA-miðstöðinni Lundarskóla. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Fyrirhugaðar byggingarfram- kvæmdir á félagssvæðinu. KA-félagar hvattir til að fjölmenna, Stjórnin. LETTIR b Aðalfundur Hestamannafélagsins Léttis verður haldinn sunnudaginn 24. febrúar nk. í Fálagsmiðstöð- inni Lundarskóla og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stofnun kvennadeildar Léttis. Kaffiveitingar. Félagar mætum vel og stundvíslega. v Stjórn Léttis. Aðalfundur Iþrottadeildar Léttis verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar nk. í Lundarskóla kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórn Í.D.L. Konur 17-34ra ára. Konur 35 ára og eldri. Kaflar 17-34ra ára. Karlar 35 ára og eldri. Þátttökutilkynningu skal senda til viðkomandi skíðaráða en einnig má tilkynna skráningu í síma á viðkomandi stöðum sem hér segir: Á Egilsstöðum í síma 97-1353. Á Akureyri í símum 96-22722 og 96-22930. í Reykjavík í símum 91-45473, 91-68700, 91-39372. í Ólafsfirði í símum 96-62456 96-62270, 96-62134. Á ísafirði í símum 94-3092, 94-4162. Skráningu í allar göngurnar í heild má einnig tilkynna til Trimmnefndar SKÍ, Hafnarstræti 81, Akureyri, sími 96-22722. Skíðaskólinn í Hiíðarfjalli Skíðanámskeiðin hefjast nk. mánudag. Innritun og upplýsingar í símum 22930 og 22280. Félag Harmonikuunn- enda við Eyjafjörð Sunnudagskaffi FHUE verður haldið í Lóni Hrísalundi 17. febrúar kl. 14.00. Fjölbreytt dagskrá, allir velkomnir. Kaffinefnd. ADtfyrir skíöafóik Góð skiði gera gæfumuninn. Þessi frönsku svigskíði eru af- bragð annarra. Það vita m.a. keppendur ó síðustu Vetrar-Ólym- píuleikum. Fóanleg í lengdum fyrir börn jafnt sem fullorðna. Franskir svigskíðaskór. Trappeur skór í úrvali og við allra hæfi — fyrir börn, dömur og herra — ! stærðum sem hlaupa ó hólf- um numerum. Vestur-þýskar öryggisbindingar. Mjög heppilegar fyrir byrj- endur. Hagstætt verð. ■______ artex Gönguskíðaskór í stærðum fyrir börn og fullorðna. Skíðaóburður sigurvegaranna. Swix göngu- og svigskiða- óburðinum fylgja nókvæmar leiðbeiningar ó íslensku um notkun. Tryggið rennslið. Notið SWIX. ________________________ Skiðagleraugu i sérflokki. Vorum að taka upp skíðagalla ábörn og fullorðna, mjög ódýra. Einnig stakar skíðabuxur á fullorðna. SÍMI (96)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.