Dagur - 13.02.1985, Side 7

Dagur - 13.02.1985, Side 7
13. febrúar 1985 - DAGUR - 7 sem leitin frá fram var byrjað á því að grafa holur til þess að geyma hundana í. Síðan var farið að grafa grafir sem nota átti við sjálfa leitina og einhver fór í gröf- ina hverju sinni. Einn og einn hundur var síðan tekinn í einu og látinn leita.“ - Pað yrði of langt mál að fara að útskýra það hér í hverju þjálf- um hundanna er fóigin, en þar er um geysimikið starf að ræða, og er jafnvel talið að hlutur manns- ins sé um 70% þegar allt er talið. Þarna er um mikla samæfingu manns og hunds að ræða, en hundarnir finna menn í snjóflóði á lyktinni. Sem fyrr sagði voru tveir hund- ar á námskeiðinu frá Akureyri og eru þeir í eigu Smára Sigurðsson- ar og Þórarins Ágústssonar. Þeir sjá alveg um hundana, þjálfa þá og annast á allan hátt. Við spurð- um Smára hvort þetta væri ekki mikið fyrirtæki. „Jú það má segja það. Maður þarf að hafa aðstöðu til að halda hundinn og bíl til þess að geta farið með hann í á milli staða. Þeir éta 1,5-2 kg af kjöti á dag, og það er mikil vinna að þjálfa hundana.“ - Nú átt þú hund í b-flokki. Segjum svo að það falli snjó- skriða í Hlíðarfjalli og þar sé fólk undir, er 100% öruggt að hund- urinn myndi finna þetta fólk? „Það á að vera nokkuð öruggt og það á í sjálfu sér ekki að skipta miklu máli hversu djúpt fólkið er í snjónum. Lyktin af því leitar upp og hundurinn finn- ur hana og hundur í góðri þjálfun á að ná góðum árangri.“ gk-. Skólabygging í Reykjahlíö Vegna greinar Sigurðar Þórisson- ar í Degi hinn 4. febrúar um skóla í Reykjahlíð óska undirrit- aðir eftir að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum. Allt frá 1977 hefur verið rætt um það af fullri alvöru í skóla- nefnd og sveitarstjórn Skútu- staðahrepps að nauðsynlegt væri að gera úrbætur í húsnæðismál- um skólans í Reykjahlíð. Frá ár- inu 1978 hefur á hverju hausti verið sótt um fjárveitingu til þessa verkefnis og frá árinu 1980 hefur Alþingi veitt undirbúnings- fjárveitingu til verksins. Árin 1978-1982 sat Sigurður Þórisson í sveitarstjórn Skútu- staðahrepps. Hinn 15. október 1979 var eftirfarandi bókun samþykkt í sveitarstjórn: „Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er sammála um að brýnt sé að fá á fjárlögum næsta árs fjárveitingu til undir- búnings að byggingu skólahúss og verði henni varið til hönnunar einnar hliðstæðu grunnskóla í Reykjahlíðarþorpi, þannig að um áfangaskiptingabyggingu verði að ræða. Sveitarstjórn legg- ur áherslu á að fyrsti áfangi geti svo fljótt sem auðið er fullnægt þörfum skólahalds með svipuðu sniði og nú er og vill stefna að því að geta tekið þann áfanga í notkun haustið 1981.“ í maí 1981 er samþykkt að ráða Svan Einarsson arkitekt til hönnunar grunnskólans í Reykjahlíð. Haustið 1981 leggur sveitar- stjórn áherslu á það við fjárveit- inganefnd að fá framkvæmdafé til skólabyggingar í Reykjahlíð. 3. september 1982 var sameig- inlegur fundur með skólanefnd ásamt fulltrúum kennara, sveitar- stjórn, fræðslustjóra og arkitekt. Þar lýstu m.a. skólastjóri, fræðslustjóri og arkitekt hússins þeirri skoðun sinni að út frá kennslufræðilegu sjónarmiði væri æskilegt að byggja kjarnabygg- ingu sem 1. áfanga, en hún myndi fullnægja þörfinni næstu ár mið- að við eðlilega þróun. Sigurður Helgason fulltrúi í menntamálaráðuneytinu og Hákon Torfason deildarstjóri gerðu á vegum ráðuneytisins greinargerð, dagsetta 2. nóvem- ber 1983, um skólamál í hreppn- um eftir að báðir höfðu komið í sveitina og rætt við heimamenn og kynnt sér núverandi húsnæðis- mál skólanna. í þeirri greinar- gerð stendur m.a.: „Árið 1971 var byggt einbýiishús til skóla- halds í Reykjahlíð á vegum sveit- arfélags og ríkis. Hefur þar síðan verið kennt yngri börnum úr Reykjahlíðarhverfi og nágrenni. Þetta húsnæði hefur bætt úr brýn- ustu þörf, en er engan veginn nein framtíðarlausn vegna þess að það er byggt sem íbúðarhús- næði. Við þetta hús hefur nú ver- ið tengd laus kennslustofa. Þá framkvæmd hefur sveitarsjóður kostað." Síðar í greinargerðinni segir: „Niðurstaða okkar er svohljóð- andi: 1. Ljóst er að við núverandi aðr stæður er ekki hægt að upp- fylla þær kröfur sem löggjaf- inn gerir um kennslu á skyldu- námsstigi. 2. Lagt er til að ráðuneytið sam- þykki það skipulag sem heimamenn eru sammála um, það er að áfram verði kennt á tveimur stöðum í sveitinni, í Skútustaðaskóla og í nýjum skóla í Reykjahlíð. Skólarnir verði undir einni. stjórn og nemendum skipt milli þeirra eftir aðstæðum hverju sinni. 3. Gerð hefur verið húsrýmis- áætlun fyrir 60 nemenda skóla í Reykjahlíð og fylgir hún þessari frásögn. Sé hún borin saman við tillöguteikningu kemur í ljós að hlutfall ríkis- sjóðs í þeirri byggingu yrði 39%. Hins vegar má benda á að húsrýmisáætlun er nokkuð rýmri en tillöguteikningin og með endurskoðun á henni mætti aðlaga hana betur að húsrýmisáætluninni og þannig auka prósentuhlutfall ríkis- sjóðs. 4. Til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst er nauðsynlegt að fé verði veitt á fjárlögum fyrir árið 1984 til hins nýja skóla- húss.“ Samkvæmt þessari niðurstöðu hefur sveitarstjórn falið arkitekt- inurn að endurvinna þessa teikn- ingu þannig að nákvæmlega sé fylgt þeim normareglum sem menntamálaráðuneytið setur og er sú vinna nú á lokastigi. Rétt þykir að fram komi að nú eru í Reykjahlíðarskóla 44 nem- endur á aldrinum 6-10 ára. Þrátt fyrir að sveitarstjórn léti byggja lausa kennslustofu á eigin kostn- að árið 1983 svarar það húsrými sem nú er til staðar til 4,0 m: á hvern nemanda en var árið 1982 10,2 m: á hvern nemanda að meðaltali í grunnskólum landsins. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps. Skólanefnd. Skólastjóri. Kennarafulltrúar. Hákon Björnsson forstjóri Kísiliðjunnar: Til Starra í Garði Þann 28. janúar sl. birti Dagur viðtal við mig sem virðist hafa far- ið fyrir brjóstið á Starra bónda í Garði, eins og fram kom í grein hans sem birtist í Degi þann 4. febrúar sl. í þessari grein sinni leggur Starri fyrir mig nokkrar spurning- ar. Ég hef ekki áhuga á að stunda þrætubókarlist við Starra í blöðum, en tel þó rétt að upplýsa eftirfarandi atriði. í samtali Dags við mig var réttilega eftir mér haft að ég teldi til vera fámennan hóp manna sem „iða í skinninu eftir að koma á ófriði". Er Dagur ræddi við mig var ég nýbúinn að lesa svohljóð- andi yfirlýsingu: „í tilefni af því að nú standa yfir viðræður milli iðnaðar- ráðuneytis og Náttúruverndar- ráðs um endurnýjun námaleyf- is til handa Kísiliðjunni við Mývatn, vilja undirrituð vara þá aðila, sem þessum málum ráða til lykta, alvarlega við því að haga leyfisveitingunni á þann veg að hún feli í sér möguleika, hvað þá veiti beina heimild til að Kísiliðjan hefji kísilgúrnám í Syðri-Flóa, þ.e. sunnan Teigasunds. Lífríki Mývatns og Laxár er talið einstætt í sinni röð, og það á heimsvísu. Sérkenni þess felast ekki síst í því hve vatnið er grunnt og sólarljósið nær að hafa mikil áhrif á lífríki botnsins. Sé Syðri-Flói dýpkaður væru sérkenni þessa lífríkis þurrkuð út. Slíkt má aldrei ske. Ef koma á til slíkra óhæfuverka munu af því hljótast mikil átök og ófrið- ur, sem fleiri munu blanda sér í en aðeins þeir sem búa á Lax- ár- og Mývatnssvæðinu. Við sem skrifum nöfn okkar undir þetta bréf, og áreiðanlega fjöldi annarra, munum verja Syðri-Flóa fyrir kísilgúrnámi, hvað sem það kostar.“ Ég tel að þeir sem semja slíkan texta og hvetja aðra til að sam- þykkja hann hljóti að iða í skinn- inu eftir ófriði. Starri ræður svo hvort hann tekur þessi orð til sín. Ennfremur vil ég upplýsa Starra um það að ég hef vitneskju um að nokkrir þeirra sem undir framangreinda yfirlýsingu skrif- uðu töldu sig vera að skrifa undir ósk um að fram færu rannsóknir á áhrifum kísilgúrnáms á lífríki Mývatns, en eins og sjá má á textanum er þar hvergi á rann- sóknir minnst. Hákon Björnsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.