Dagur - 13.02.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 13.02.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 13. febrúar 1985 Sovésk kvikmyndahelgí í Borgarbíói Um næstu helgi sýnir Borgarbíó 3 sovéskar úrvalsmyndir. Stríðssaga föstudaginn 15. febrúar kl. 18.00. Mimino laugardaginn 16. febrúar kl. 17.00. Hótelið - fjallgönguniaðiirinn sem fórst sunnudaginn 17. febrúar kl. 17.00. Myndirnar eru um óskyld efni en eiga þaö allar sameiginlegt að hafa unnið til margvíslegra verðlauna, enda eru Rússar í fremstu röð kvikmyndagerðarmanna. Flugmálastjórn Útboð Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í innréttingu flugstöðvar á Húsavíkurflugvelli. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum vorum 2. hæð, fiug- turninum Reykjavíkurflugvelli, á umdæmisskrif- stofu vorri Akureyrarflugvelli svo og hjá Tækni- þjónustunni hf., Garðarsbraut 18, Húsavík, frá þriðjudeginum 12. febrúar nk. gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri Reykjavík- urflugvelli þriðjudaginn 5. mars nk. kl. 11.00. Áskilið er að taka hvaða tilboði sem berst eða hafna öllum. Flugmálastjórn. Stjórnarkjör Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar hefur ákveðið að kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir næstu 2 starfsár fari fram að viðhafðri allsherjar- atkvæðagreiðslu í samræmi við lög félagsins og reglugerð ASÍ. Framboðslistum skal skila til skrifstofu félagsins, Brekkugötu 4, Akureyri, eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 28. febrúar 1985. Hverjum lista skulu fylgja meðmæli 25 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 9. febrúar 1985. Sjómannafélag Eyjafjarðar. Verkalýðsfélagið Eining Stjórnarkjör ( samræmi við lög félagsins fer kjör stjórnar, vara- stjórnar og trúnaðarmannaráðs, varamanna í trúnaðarmannaráð, endurskoðenda og vara- manna þeirra' fram að viðhafðri allsherjarat- kvæðagreiðslu. Hér með er auglýst eftir framboðslistum til ofan- greindra starfa og skal þeim skilað til skrifstofu félagsins í Skipagötu 12 á Akureyri eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 22. febrúar. Á hverjum lista skulu vera nöfn 7 manna í aðal- stjórn, 5 í varastjórn, 28 í trúnaðarmannaráð (valdir með tilliti til búsetu, sbr. félagslög) og 28 til vara, 2ja endurskoðenda og eins til vara. - Þá skulu fylgja hverjum lista meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 12. febrúar 1985. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar. Ungmennafélagið Vorboðinn og Kvenfélagið Hjálpin halda árshátíð sína í Sólgarði föstudaginn 15. febrúar nk. Borðhald hefst stundvfslega kl. 21.00. Hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dansi. Miðar seldir I Vanabyggð 15 (eftir kl. 18). Miðaverð kr. 600,- Undirbúningsnefnd. Iðjufélagar Fræðslufundur um lífeyrissjóðamál verður haldinn á Hótel KEA laugardaginn 16. febrúar kl. 13.30. Frummælendur: Frá Lífeyrissjóði Iðju: Heimir Ingimarsson. Frá Lífeyrissjóði KEA: Bragi Jóhannsson. Frá Lífeyrissjóði verksmiðja SÍS: Garðar Áðalsteinsson. Frjálsar umræður og fyrirspurnir. Fræðslunefnd Iðju. Sýning fimmtudag 14. febrúar kl. 20.30. Sýning laugardag 16. febrúar kl. 20.30. Allra síðustu sýningar. Miðasala í Turninum í göngugötu alla virka daga kl. 14-18. Miðasala í leikhúsinu laugardaga frá kl. 14 og alla sýningardaga frá kl. 18.30 og fram að sýningu. Sími 24073. Leikfélag Akureyrar „Ég er gull og gerseml" KAUPUM HREINAR LÉREFTS- TUSKUR ^ pob) PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR Frá kjörbúðum KEA: TQboð verður næstu daga í öUum matvörubúðum félagsins á ávaxtagrautum frá Mjólkursamsölunni. ★ Sérkynning verður í kjörbúðinni Sunnuhlíð 12 fímmtudaginn 14. febrúar frá kl. 2-6 e.h. og Kjörmarkaði KEA Hrísalundi föstudaginn 15. febrúar frá kl. 2-6 e.h. Tilboðsafsláttur - Kynnmgarafsláttur. #Xjörbúðir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.