Dagur - 13.02.1985, Síða 1

Dagur - 13.02.1985, Síða 1
GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI TÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS MARGAR GERÐIR 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 13. febrúar 1985 18. tölublað ■ m wms l|l neytinu - varðandi það hvers vegna rafmagn til húshitunar er dýrara á Akureyri „Ég skrifaði iðnaðarráðuneyt- inu vegna þessa máls í október og er margbúinn að rekast í þessu síðan. Ég hef talað við ráðuneytisstjóra og hann hefur talað við ráðherra, en ég hef engin svör fengið,“ segir Svan- björn Sigurðsson rafveitustjóri á Akureyri, en rafmagnsverð til húshitunar á Akureyri er talsvert hærra en á svæði RARIK og nokkrum öðrum stöðum. í bréfi sínu til ráðuneytisins sagði Svanbjörn m.a. að Rafveitu Akureyrar hefðu borist ábend- Vigdís í leikhúsferð til Akureyrar Forsetinn okkar, Vigdís Finn- bogadóttir, mun koma til Akur- eyrar á laugardaginn til að sjá sýningu Leikfélags Akureyrar á „Ég er gull og gersemi“. Höfund- ur verksins og leikstjóri, Sveinn Einarsson, verður væntanlega einnig með í ferðinni og sömu sögu er að segja um Gísla Al- freðsson, þjóðleikhússtjóra. Einnig eru líkur til að bandarísku sendiherrahjónin komi í leikhús- ferð til Akureyrar, en á laugar- daginn er síðasta sýning á „Ég er gull og gersemi“. - GS ingar og kvartanir frá viðskipta- vinum sínum vegna þessa mis- munar. Hann nefndi í bréfinu að á Siglufirði, þar sem eins hagar til og á Akureyri, að heitt vatn nægir ekki til hitunar allra íbúðarhúsa, sé rafmagnsverðið niðurgreitt af ríkinu. Peir sem kaupa rafmagn frá RARIK til húshitunar, og íbúar á Reyðarfirði, Vestmannaeyjum og þeir á Siglufirði sem það gera, fá rafmagnið niðurgreitt, og greiða í dag 0,96 kr. á kwst. mið- að við 32.800 kwst. ársnotkun, en það er sú rafmagnsnotkun sem talið er að vísitölufjölskylda noti til húshitunar. Akureyringar sem nota rafmagn til húshitunar greiða hins vegar 1,21 kr. kwst. miðað við sömu notkun, og á árs- grundvelli munar þarna 8.200 krónum. íbúar í Gerðahverfi II á Akur- eyri, í Furulundi og á nokkrum býlum í bæjarlandinu notast við rafmagn til hitunar hýbýla sinna, og eiga þess ekki kost að fá heitt vatn vegna þess að ekki var lagt fyrir því á sínum tíma. Þarf varla mörg orð til þess að benda á það misrétti sem þessir rafmagns- kaupendur eru beittir. Ríkið greiðir niður rafmagn til húshit- unar til RARIK, Orkubús Vest- fjarða, Reyðarfjarðar, Vest- mannaeyja og íbúa á Siglufirði sem eins er ástatt fyrir og á Akur- eyri, þeirra sem ekki eiga þess kost að fá hitaveitu í hús sín. Og engin svör fást frá ráðuneytinu hvers vegna Akureyringar sitja ekki við sama borð. gk-. Þegar sólar nýtur við er alveg upplagt að viðra sig og hestana - og ekki er verra að hafa svona fínan skeiðvöl! eins og frosin Leirutjörnin er. Alynd: KGA. Efnistaka úr Syðri-Flóa Mývatns: Dómur veröi ekki kveðinn upp fyrirfram - segir í yfirlýsingu 202 Mývetninga Náttúruverndarráði hefur ver- ið send svohljóðandi yfirlýsing frá 202 íbúum Mývatnssveitar: „Við undirritaðir íbúar Mý- vatnssveitar viljum ekki úti- loka kísilgúrnám úr Syðri-Flóa Mývatns. Við teljum að vís- indalegar rannsóknir sem fram munu fara hljóti að gefa til kynna áhrif efnistöku þar. Aður en nokkrar niðurstöður Skákþing Akureyrar: Áskell nær öruggur með tltilinn Askell Kárason hefur nú því sem næst tryggt sér sigur á Skákþingi Akureyrar 1985 og titilinn Skákmeistari Akur- eyrar. Þegar tveim umferðum er ólokið hefur Áskell hlotið 6,5 vinninga eða 1,5 v. meira en næsti keppandi sem er Pálmi R. Pétursson. Síðustu umferðir á skákþing- inu hafa verið æsispennandi. Á fimmtudag lauk öllum skákum með jafntefli, Pálmi-Kári, Arn- ar-Áskell og Jón Garðar-Gylfi. Á föstudag vann svo Kári bið- skákina gegn Jóni Garðari. f áttundu umferðinni sem tefld var á sunnudag, skákaði Áskell helstu keppinautum sínum lag- lega. Vann Pálma og á sama tíma tapaði Kári fyrir Gylfa og Jón Garðar vann Arnar. Staðan er því sú að Áskell er með 6,5 v., Pálmi er með 5 v., Kári er með 4,5 v., Gylfi með 3 v. og þeir Jón Garðar og Arnar með 2,5 v. hvor. f B-flokki vann Sigurjón Sig- urbjörnsson öruggan sigur. Vann alla andstæðinga sína með yfirburðum. Sigurjón teflir því t A-flokki að ári. Sjá nánar skákskýringar Kára Elísonar bls. 4. - - ESE liggja fyrir teljum við ekki tímabært að kveða upp úr með hvort þaðan skuli numinn kís- ilgúr eða ekki. Við teljum ástæðu til að hvetja Náttúru- verndarráð og aðra sem hafa látið þetta mál til sín taka að fella ekki dóm um efnistökuna fyrirfram,“ segir í yfirlýsingu Mývetninganna. Að sögn Árna Pálssonar, eins af aðstandendum undirskriftalist- ans, var farið út í þessa söfnun undirskrifta vegna þeirrar um- ræðu sem verið hefur um þessi mál undanfarið. Árni benti á að undir þetta skrifuðu 202 af kosn- ingabærum mönnum, sem síðast þegar kosið var hafi verið um 350. Því væri ljóst að meirihluti íbúanna væri þessarar skoðunar. Mönnum fyndist ekki hægt að segja af eða á fyrr en búið væri að rannsaka þetta á vísindalegan hátt. Áður hefur komið fram undirskriftalisti með 60 nöfnum þar sem efnistöku úr Syðri-Flóa er alfarið mótmælt. „Það ætti náttúrlega að vera búið að rannsaka þetta fyrir löngu, en verksmiðjan er búin að starfa í um 18 ár. Við vitum það að það eru ekki til upplýsingar um það núna hvort eigi að fara í Syðri-Flóa. Það eru heldur ekki til upplýsingar sem segja að það sé allt í lagi. Það verður að skoða málið og taka síðan ákvarðanir á grundvelli þess sem kemur í ljós. Verksmiðjunnar vegna á ekki að þurfa að fara í Syðri-Flóa á þeim tíma sem tekur að rannsaka þetta. Við viljum helst að um- ræðunni eins og hún hefur verið verði hætt þangað til niðurstöður liggja fyrir og menn hætti að dæma þetta svona fyrirfram,“ sagði Árni að lokum. Eyjafjörður: Síld - og ekkeit annað Þegar fiskifræðingar á Árna Friðrikssyni voru við athuganir á Eyjafirði fyrir nokkru, rákust þeir á mikið af eins árs sfld, en Eyjafjörðurinn er mikilvæg uppeldisstöð fyrir sumargots- sfldina, þótt lítið veiðist af henni í firðinum. Það mun hins vegar hafa vakið athygli fiskifræðinganna að lítið sem ekkert fannst af öðrum fiski- tegundum í firðinum. Kemur það heim og saman við það sem fiski- menn í Eyjafirði hafa orðið áþreifanlega varir við. HS Enqin svör frá ráðu-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.