Dagur - 13.02.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 13.02.1985, Blaðsíða 9
13. febrúar 1985 - DAGUR - 9 Róbert Agnarsson HSÞ-b og Halldór Áskelsson Þór í baráttu í úrslitaleik Bautamótsins um síðustu helgi. Þeir verða báðir í sviðsljósinu í Laugardals- höll um helgina. Bikarmót SKI: Guðrún vann svigkeppnina Fyrsta bikarmótið í alpagrein- um fullorðinna var haldið í Bláfjöllum um helgina, og var keppt í svigi og stórsvigi karla og kvenna. í stórsvigi kvenna sigraði Snædís Úlriksdóttir R. á 145,58 sek. önnur Tinna Traustadóttir A. á 146,77 og þriðja Signe Viðarsdóttir A. á 146,86. í svig- inu sigraði Guðrún H. Kristjáns- dóttir A. á 200,18 sek. önnur var Bryndís Viggósdóttir R. á 200,49 og Signe Viðarsdóttir A. þriðja á 202,43 sek. í stórsvigi karla sigraði Guð- mundur Jóhannsson I. á 136,99 sek. Árni Þór Árnason R. annar á 137,37 og Ólafur Harðarson A. þriðji á 139,93. Guðmundur sigr- aði einnig í svigi, fékk tímann 1.47,38 mín. annar Helgi Geir- harðsson R. á 1.53,01 og þriðji Rúnar I. Kristjánsson Á. á 1.57,95 mín. Biynjar bestur Um helgina var haldið punkta- mót unglinga 15-16 ára í Hlíð- arfjalli, svokallað Pepsímót. Þátttakendur voru víðs vegar af landinu. Úrslit urðu sem hér segir: Stórsvig stúlkna: Sek. Kristín Jóhannsdóttir A 140,51 KA-Þór - í Akureyrarmótinu á fimmtudag Fyrri leikur Þórs og KA í Ak- ureyrarmóti meistaraflokks karla í handknattleik verður háður ■ Höllinni nk. fímmtu- dagskvöld, og hefst hann kl. 20.30. Rólegt hefur verið hjá þessum liðum að undanförnu og eiga þau ekki að leika í 2. deildinni fyrr en um aðra helgi,.en þá fara þau bæði til Reykjavíkur. KA leikur þá gegn HK og Fram, en Þór gegn Haukum og Fylki. Guðrún Þorsteinsdóttir D 141,08 Helga Sigurjónsdóttir A 141,85 Gréta Björnsdóttir A 141,86 Gúnda Vigfúsdóttir A 142,43 Svig stúlkna: Sek. Kristín Ólafsdóttir R 95,02 Gréta Björnsdóttir A 95,95 Helga Sigurjónsdóttir A 96,30 Kristín Jóhannsdóttir A 96,46 Sigrún Sigurðardóttir í 98,69 Svig drengja: Sek. Brynjar Bragason A 90,11 Valdemar Valdemarsson A 94,89 Eiríkur Haraldsson R 98,13 Kristinn Grétarsson í 99,15 Birkir Sveinsson ÚÍA 103,44 Stórsvig drengja: Sek. Brynjar Bragason A 141,80 Valdemar Valdemarsson A 144,88 Einar Hjörleifsson D 149,75 Sveinn Rúnarsson R 149,95 Birkir Sveinsson ÚÍA 152,08 Brynjar Bragason sigraði því tvö- falt í drengjaflokki og hafði mikla yfirburði í báðum greinum. Annars er óhætt að segja að hlutur Akureyringa í heildina á þessu móti hafi verið mjög góður, 3 gull, 3 silfur og 2 brons. 3 lið að norðan í 1. deildinni íslandsmótinu í innanhúss- knattspyrnu verður fram hald- ið um næstu helgi, og þá verð- ur leikið í 1. og 3. deild karla, og meistaraflokki kvenna. Leikið verður í Laugardalshöll á föstudag, laugardag og sunnudag. Þrjú lið frá Norðurlandi leika í 1. deild karla, Þór, KA, og HSÞ-b, en þar er riðlaskiptingin þessi: A-riðill: Valur, FH, Víkingur, KA. B-riðill: ÍBK, UBK, HSÞ-b, Fylkir. C-riðill: Þróttur, Víðir, Fram, KR. D-riðill: ÍBÍ, ÍA, Þór, UMFS. Þau lið sem hafna í neðstu sæt- um riðlanna falla í 2. deild, en efstu liðin komast í úrslit og leika öll innbyrðis. Jóhann í leikbann Ungur piltur í 3. flokki Þórs í handknattleik, Jóhann Sam- úelsson, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann í íslands- mótinu. Jóhanni lenti saman við einn leikmann KA í 2. umferð riðla- keppni íslandsmótsins, og fékk rauða spjaldið fyrir að dangla í leikmann KA. Dómarar leiksins kærðu síðan og dómstóll HSÍ kvað upp þennan harða dóm. Jóhann er einn af bestu leik- mönnum 3. flokks Þórs sem hef- ur tryggt sér rétt til að leika í úr- slitakeppni íslandsmótsins og leikina verður hann að taka út í íslandsmótinu. Hann tekur út leikbann í leik Þórs og KA um næstu helgi, og verður síðan að sitja hjá í 1. leik úrslitanna. í 3. deild eru þrjú lið frá Norð- urlandi, Tindastóll, Reynir Á. og Magni. Þar er einnig leikið í 4 riðlum, neðstu liðin falla, en efstu liðin leika úrslitakeppni þannig að tvö og tvö leika fyrst og sigurvegararnir úr þeim leikjum hreinan úrslitaleik. Sama fyrirkomulag verður í meistaraflokki kvenna en þar er leikið í fjórum riðlum. Þór Akur- eyri er í riðli með Hveragerði, KR, Selfossi og Víði, en KA leikur í riðli með Fylki, ÍA og ÍBÍ. Öruggur >igur hjá sigu Aku reyri Akureyringar unnu öruggan sigur í bæjakeppni I íshokký milli Reykjavíkur og Akureyr- ar sem haldin var á Melavelli í Reykjavík um helgina, úrslit 3:1. Eftir fyrstu lotuna var staðan 1:0 fyrir Akureyri eftir mark Kristjáns Óskarssonar, og Garð- ar Jónasson bætti öðru marki við í næstu lotu. í síðustu lotunni skoraði síðan hvort lið eitt mark, Rúnar Arason fyrir Akureyri og Hannes Sigurjónsson fyrir Reykjavík. Akureyringar höfðu nokkra yfirburði í leiknum, en Sveinn Kristdórsson (Sveinn bakari) sem stóð í marki Reykjavíkur varði mjög vel og kom í veg fyrir stærri sigur Akureyringanna. Að sögn Guðmundar Péturs- sonar hjá Skautafélagi Akureyrar er áformað að halda íslandsmót í íshokký á Akureyri um aðra helgi, og yrði þá um tvo leiki að ræða á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Úr bæjakeppni Akureyrar og Reykjavíkur á sl. vetri. Þá unnu Reykvikingar en nú var sigur Akureyringa ekki í hættu. Gísli áfram hjá Tindastóli Viö sögðum frá því í síöustu viku að Gísli Björnsson mark- vörður Tindastóls á Sauðár- króki hygðist jafnvel skipta um félag og leika með KS í 2. deildinni í sumar. Gísli mun nú hafa ákveðið sig, og varð niðurstaða hans sú að fara hvergi og leika áfram í marki Tindastóls. Eru Tindastólsmenn örugglega ánægðir með þá niður- stöðu, því nóg hefur liðið misst af mannskap samt. Eru margir leik- menn farnir frá liðinu, og hefur heyrst að Árni Stefánsson þjálf- ari liðsins og fyrrum landsíiðs- markvörður muni verða útileik- maður í sumar. 1—X—2 Einar Pálmi Árnason. „Ógeðs- legur seðiir Einar Pálmi Árnason varð sig- urvegari í getraunaleik Dags á sl. ári. Hann fylgir West Ham að málum, og við buðum hon- um upp á „kokteilseðil“ þar sem fínna má leiki úr 5. um- ferð FA-bikarsins, 1. deild, 2. deild og með fylgir einn leikur úr 3. deild. „Þetta er nú ógeðslegasti seðillinn sem ég hef séð í lang- an tíma,“ sagði Einar er við lásum honum leiki seðilsins. „Það eru þarna alls kyns lið sem ómögulegt er að reikna út en ætli maður láti sig ekki bara hafa það.“ Fyrstu 5 leikirnir eru bikar- leikir, en hér kemur spá Ein- ars Pálma: Ipswich-Sheff.Wed x Luton-Watford 1 Southampton-Bamsley 1 York-Liverpool 2 A.Villa-Arsenal 2 Stoke-WBA x Birmingh.-Man.City 1 Carlisle-Leeds x Charlton-Sheff. Utd. 1 N.County-Portsmouth x Wolves-Grimsby 1 Hull-Bradford 1 Guðjón með 3 rétta Guðjón H. Sigurðsson spá- tnaður síðustu viku var al- veg steinhissa þegar hann fór yfír úrsllt síðustu leikja. Hann hefur verið með 11 rétta undanfarnar vikur en í „spá- mannsgalla“ Dags gekk allt á móti honum og útkoman varð ekki nema 3 réttir. Hann er því úr leik og getur einbeitt sér að öðrum hlutum. Nú fer að styttast i þessu hjá okkur. Eftir næstu helgi eiga aðeins 5 eftir að spreyta sig og að því loknu hefst úr- slitakeppnin. Guðmundur Frímannsson heldur efsta sæt- inu með 10 rétta, Hinrik Þór- hallsson er með 9 rétta, Sig- urður Pálsson með 6 rétta c.g síðan eru nokkrir snillingar með 5 rétta. 1—X—2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.