Dagur - 13.02.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 13.02.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 13. febrúar 1985 khtfí * „Þetta námskeið var haldið á vegum Björgunarhunda- sveitar íslands og Björgunar- skóla Landssambands hjálp- arsveita skáta. Við fengum góða fyrirgreiðslu hjá Lands- virkjun sem lét okkur hafa aðstöðu við Laxárvirkjun Hundarnir voru geymdir í holum sem grafnar voru í snjóinn. og Landhelgisgæslan sá um að flytja þá hunda til Akureyrar sem komu í þetta námskeið að sunnan. Almannavarnir sáu síðan um að koma hundun- um norður í Laxárdal.“ - Þetta sagði Smári Sigurðsson formaður Hjálparsveitar skáta á Akureyri er við ræddum við hann um þjálfunarnámskeið fyrir leit- arhunda sem haldið var á dög- unum. Um var að ræða leit í snjóflóðum. Smári er eigandi annars tveggja hunda frá Akur- eyri sem voru á þessu námskeiði, einn hundur var úr Aðaldal en 13 komu að sunnan. Við spurðum Smára hvernig þessum námskeið- um væri háttað. „Hundarnir eru flokkaðir í þrjá flokka eftir getu, a-, b- og c- flokka. Hundar reyna fyrst við c- flokkinn, og prófið sem þarf að leysa í þeim flokki er að finna mann sem er grafinn einn metra niður í snjó, á svæði sem er 50x50 metrar að stærð. í þessu tilfelli má ráða hvernig hundurinn leitar svæðið, það má teyma hann um eða láta hann lausan. Það kemur í ljós í c-flokknum hvort hundurinn á einhverja möguleika á að ná árangri í snjóflóðaleit, og ef hæfileikarnir eru fyrir hendi er hægt að reyna við b-próf en það felst í því að finna tvo menn sem grafnir eru á tveggja metra dýpi á svæði sem er 100x100 metrar og hundurinn verður að fara kerfisbundið um svæðið. A-prófið felst svo í því að finna einn mann og einn hlut á svæði sem er 150x150 metrar og leita þarf kerfisbundið. Hundar sem eru í a- og b-flokki eru á út- kallsskrá hjá Almannavörnum. Þess má geta að allir norðlensku hundarnir á námskeiðinu náðu b- prófinu og geta reynt við a-prófið að ári, en 7 hundar náðu ein- hverjum áfanga á námskeiðinu." - Á námskeiðinu voru tveir Norðmenn sem sáu um þjálfun- ina, og við spurðum Smára hvernig námskeiðið hefði gengið fyrir sig. „Þetta var ansi strembið. Nám- skeiðið stóð yfir í 8 daga og það var farið á fætur kl. 7 á morgnana og tíminn til kl. 8 notaður til að hreyfa hundana. Klukkan 9 var fyrirlestur og kl. 10.30 var lagt af stað frá Laxárvirkjun upp á Hóis- sand þar sem verklega hlið nám- skeiðsins fór fram. Síðan var ver- ið við snjóflóðaleit og mokstur fram eftir degi og komið til baka rétt fyrir kvöldmat. Dagskránni hvern dag lauk síðan með fyrir- lestri. Þegar við komum á svæðið þar Hundamir þjálfaðir í leit í snjóflóðum Hér hefur hundurinn fundið lykt af manni í snjónum og það er byrjað að grafa . . . . . . maðurinn hefur verið grafinn upp og hundurinn fagnar honum. I „kaffistofu“ á Hólssandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.