Dagur - 13.02.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 13.02.1985, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 13. febrúar 1985 ÞJÓNUSTA FYRIR r r m m HAÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Eiríkur Bóasson á skrifstofu meindýraeyðis með hund sem þar var í vörslu, en hann mun hafa verið sóttur skömmu eftir að myndin var tekin. Mynd: gk-. Hafa þurft að svæfa hundana „Það hefur komið fyrir að við höfum ekki haft nein önnur úr- ræði en að svæfa þá hunda sem ekki hafa verið sóttir til okkar, vegna þess að við höfum alls enga aðstöðu til þess að hafa þá hér,“ sagði Eiríkur Bóasson hjá meindýraeyði á Akureyri í samtali við Dag. Þeir hundar sem finnast á flækingi í bænum og eru ómerkt- ir, eru fluttir til geymslu hjá meindýraeyði í Gróðrarstöðinni. Þar er reyndar engin aðstaða til þess að hafa þessa hunda, en þó hefur það verið gert. „Við reynum að hafa hundana hérna í 3-4 daga, en ef þeirra hefur ekki verið vitjað að þeim tíma liðnum eins og komið hefur fyrir höfum við ekki haft nema um eitt að velja. Við viljum leggja áherslu á að fólk sem held- ur hunda í bænum og hefur leyfi fyrir þeim, hafi á þeim hálsól með númeri hundsins, því þá erum við ekki í neinum vand- ræðum með að láta fólkið vita þegar við fáum hundinn til okkar,“ sagði Eiríkur. gk-. „Rás 2“ norður um land í næstu viku „Það er svo til öruggt að út- sending Rásar 2 mun heyrast víða um Norðurland og austur á firði á fimmtudag eða föstu- dag í næstu viku,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson forstöðu- maður Rásar 2 er Dagur ræddi við hann í gær. Þorgeir sagði að í næstu viku væri áformað að taka í notkun Síldveiði í Eyjafirði: Veiði leyfð á 50 tonnum Nýlega var veitt leyfi til þess að veiða 50 tonn af síld á Eyja- firði. Var leyfið veitt Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. hf. en trillukörlum við Eyjafjörð falið að sjá um veið- arnar. Að sögn Kristjáns Jónssonar, verksmiðjustjóra hefur lítið veiðst af þessari síld enn sem komið er. Leiðangursmenn á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni fundu þessa síld á dögunum við fjörur á svæðinu frá Skjaldar- vík að Hauganesi og einnig var talsvert um þessa síld, 19 cm og stærri allt inn á Poll. Síldin virðist því hafa fært sig úr stað á síðustu dögum. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns verður síldin soðin niður ef hún veiðist og hún síðan seld á innanlandsmarkað. - ESE Útibú KS í Varmahlíð stækkað: „Tvær i einu - Við sláum tvær flugur í einu höggi með þessu. Bætum að- stöðuna fyrir verslun með olíu- vörur stórlega auk þess sem önnur verslunaraðstaða og þá einkum og sér í lagi fyrir ferða- menn batnar mikið. Þetta sagði Ólafur Friðriksson, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki er hann var spurður um stækkun útibús Kaupfélags Skagfirðinga í Viðbótin sem er 125 fermetrar verður tekin í notkun í þessum mánuði. Helstu breytingarnar eru þær að veitinga- og snyrti- aðstaða er flutt í viðbótarrýmið í suðurhluta útibúsins en síðan verður opnuð olíu- og bensínaf- greiðsla þar sem veitingarekstur- inn var áður. Auk kaupfélagsins hefur Olíufélagið tekið þátt í þessum breytingum. - ESE Útibú K.S. í Varmahlíð. þrjá senda. Er einn þeirra á Hnjúkum við Blönduós, einn á Vaðlaheiði og sá þriðji á Gagn- heiði. Með tilkomu þessara senda bætast A.-Húnvetningar í hóp hlustenda Rásar 2, einnig Akur- eyringar og Eyfirðingar og send- irinn á Vaðlaheiði mun einnig þjóna sveitunum þar fyrir austan. Þannig ætti að heyrast í Rás 2 í Mývatnssveit og einnig austur til Húsavíkur. Sendirinn á Gagn- heiði mun þjóna Héraði, en Þorgeir sagði óvíst yfir hversu stórt svæði sá sendir myndi ná. Það er ljóst að Skagfirðingar verða að bíða eitthvað eftir að heyra í Rás 2, og einnig er hætt við að sum svæði önnur á Norð- urlandi verði útundan í fyrstu. Þorgeir sagði að FM-sending Rásar 2 væri þannig uppbyggð að ekki væri hægt að komast hjá því að einhver svæði yrðu útundan til að byrja með, en þegar búið væri að koma útsendingunni á fjöl- mennustu staðina yrði farið að stoppa í götin eins og hann orð- aði það. Sem fyrr sagði er stefnt að því að hinir þrír nýju sendar Rásar 2 verði teknir í gagnið í næstu viku, á fimmtudag eða föstudag, en Rás 2 útvarpar nú 50 klukku- stundir á viku og stefnt er að því að auka útsendingartímann veru- lega. gk-. Harður árekstur -og kviknaöi í strætisvagni Mjög harður árekstur varð í gærmorgun á mótum Eyrar- landsvegar og Hrafnagilsstræt- is. Tildrög voru þau að annarri bifreiðinni var ekið norður Eyr- arlandsveg en hinni austur Hrafnagilsstrætii. Á gatnamót- unum skullu þær saman af mikl- um krafti og slasaðist kona sem var í annarri bifreiðinni nokkuð. Bifreiðarnar eru mikið skemmdar. í fyrradag kviknaði í strætis- vagni sem var á ferð á Hörgár- braut. Kallað var á slökkvilið, en þegar til kom reyndist eldurinn slokknaður og skemmdir urðu litlar sem engar. Það er best að segja það strax. Það verður talsvert frost áfram á Norðurlandi og veðurfræðingar sjá þar litlar breytingar á a.m.k. næstu dagana. Þetta er auðvitað þeim mun verra þar sem janúar var t.d. 0,8 gráðum kaldari á Ákureyri en í meðal- ári og íbúar norðanlands orðnir þreyttir á þessum kalda vetri. Sem sagt: Suðaustan kaldi næstu daga og talsvert frost. # Eiga andarnir ísland? Jón Baldvin Hannibalsson, stórkrati örlítið vinstra megin við miðju, og Árni Gunnars- son, fyrrverandi alþingis- maður í Norðurlandskjör- dæmi eystra, auglýstu með dreifibréfum og götuauglýs- ingum fund á Dalvík um helg- ina, þar sem umræðuefnið var að venju: Hver á ísland? Fundurinn skyldi vera í Vík- urröst og þangað mættu um 40 manns. Allt var tilbúið, glös frummælendanna komin á borðið svo þeir gætu vætt kverkarnar. Dalvíkingar biðu þolinmóðir þó nokkuð væri liðið á fundartímann, enda landlæg venja að byrja ekki fundi fyrr en nokkru eftir aug- lýstan tíma - auk þess sem þarna voru höfðingjar á ferð. Þetta varð með sérkennilegri stjórnmálafundum sem haldnir hafa verið á Dalvík. Menn störðu spenntir á vatnsglösin, eða voru það andaglös? Frummælendurnir komu nefnilega ekki til fund- arins og enginn tilkynnti fyrir þeirra hönd af fundarfallinu. Eftir um 40 minútna bið fóru Dalvíkingarnir að tínast burtu. Andarnir í glösunum búnlr að vera orðlausir allan tímann. Nema boðskapurinn hafi hreinlega farið fyrir ofan garð og neðan - Dalvíkingar hafi ekki skilið þetta nýja fundarform og það sem fram kom. Ekki verið nægilega í skýjunum til að skilja nýju stefnuna kratanna? # Mývatns- deilan Mývetningarnir sem vilja láta rannsaka áhrif kísilgúrnáms- ins í vatninu áður en framtíð þess er ákveðin reyndust öllu fleiri en hinir, sem mótmæltu leyfisveitingu til verksmiðj- unnar, eða 202 á móti um 60. Ýmsar skringilegar sögur eru á kreiki um þetta mál, t.d. sú að menn í öðrum sveitarfé- lögum á Norðurlandi, sem yndi hafa af hvers kyns mót- mælum, standi á bak við mót- mæli 60-menninganna, auk skoðanabræðra við Mývatn. Um sömu menn sé að ræða sem mótmæltu Laxárvirkjun, álveri við Eyjafjörð og nú kís- ilgúrnámi í Mývatnssveit. önnur saga segir að máiið snúist ekki um náttúruvernd, heldur sé hér um valdatafl að ræða af hálfu þeirra sem töldu spón tekinn úr aski sín- um þegar hin mikla uppbygg- ing hófst f Reykjahlíð - enda sé besta náttúruverndln að dýpka vatnið og hreinsa - ekki sfst eftir hið mikla land- ris sem varð þar. Hvað sem til er f þessu verður vonandi ekki barist á bökkum Mývatns.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.