Dagur - 20.02.1985, Side 6

Dagur - 20.02.1985, Side 6
6 - DAGUR - 20. febrúar 1985 Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki er mikið mannvirki. Mikið stærra en almenningur utan Sauðárkróks gerir sér grein fyrir. Grunnflötur verksmiðjunnar er rúmir 3.100 fermetrar eða svipað og 30 til 40 blokkaríbúðir af þokkalegri stærð. Rúmmetrafjöldinn er hins vegar enn meiri enda hátt til lofts og vítt til veggja í þessu mikla húsi sem gert var fokhelt fyrir skömmu. Þessa dagana vinna starfsmenn verktakafyrirtækjanna að því baki brotnu undir stjórn finnskra sérfræðinga að undirbúa niðursetningu vélasamstæðunnar. Allar vélar eru komnar á svæðið en það tekur tímann sinn að koma þeim á réttan stað. Samkvæmt upphaflegum áformum var fyrirhugað að verksmiðjan tæki til starfa í júlí á þessu ári en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en mánuði síðar ef ekkert óvænt kemur upp á. Má segja að það sé gott ef miðað er við önnur stórvirki hér á landi. Steinullarverksmiðjan er mikið fyrirtæki eins og sjá má. í baksýn eru Drangey, Málmey og Þórðarhöfði. Það er ótrúlegt en hins vegar satt að þegar búið er að moka sandi, framburði Héraðsvatna, inn í annan endann á verksmiðjunni, líður ekki á löngu þar til sami sandur auk olíu og bindiefna er orðinn að dýrindis steinull hinum megin. Framleiðslugangurinn er í stuttu máli þessi: Sandi frá ósum Héraðsvatna er safnað saman við vesturenda verksmiðjunnar ásamt skeljasandi sem blandað er saman við. Þessi sandur fer síðan með færibandi í sérstakan þurrkara en við þurrkunina er notaður afgangshiti frá verksmiðjunni. Úr þurrkaranum fer sandurinn síðan upp í svokallaða daggeyma en þar tekur við enn eitt færibandið og flytur sandinn að geymi sem er fyrir ofan bræðsluofninn. Þar er sandurinn bræddur og „bráðin“ leidd í spunavél sem spinnur fína þræði. Enn fer svo hráefnið á ferðalag, nú í sérstaka hersluvél þar sem olíu og bindiefnum er blandað saman við „ullina“ eru það jafnframt einu innfluttu efnin sem notuð eru við framleiðsluna. Að sögn Árna Guðmundssonar, stjórnarformanns Steinullarverksmiðunnar sem sýndi blaðamanni Dags verksmiðjuhúsnæðið, verður reistur 40 metra hár reykháfur við vesturenda verksmiðjunnar og mun hann óneitanlega breyta svipmótinu nokkuð. En vonandi tala meðfylgjandi myndir sínu máli. - ESE. Vesturendi verksmiðjunnar. Þarna á eftir að reisa mikinn reykháf. Árni Guðmundsson, stjórnarformaður á útsýnispalli í verksmiðjunni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.