Dagur - 12.04.1985, Page 6

Dagur - 12.04.1985, Page 6
6-DAGUR-12. apríl 1985 Dömupeysa fyrir sumarið Efni: Zareska Malaga; 2 hnotur grátt, 1 hnota bleikt, 1 hnota hvítt, 1 hnota gult, 1 hnota ferskjulitað og 1 hnota ljósblátt. Prjónar no. 4 og 5. Ath; prjónað er úr garninu tvöföldu. Bolur: Fitjið upp með gráu 160 1. á hring- prjón no. 4. Prjónið brugðningu; 1 1. sl. 1 1. br. 5 cm. Skiptið þá yfir á prjón no. 5 og prjónið 1 umf. slétt prjón. Pá tekur við munsturprjón. Ferningarnir eru prjónaðir í eftir- farandi litaröð: Bleikur, hvítur, ferskjulitur, blár, gulur. Þetta er síðan endurtekið einu sinni. Þá er prjónuð 1 umf. með gráu og boln- um síðan skipt í fram- og aftur- stykki (80 + 80 1. ) og hvor hluti prjónaður fyrir sig, fram og til baka með brugðningu, 1 1. sl. 1 1. br. 5 cm. Að lokum fellt af. Hœgri ermi: Fitjið upp með gráu 36 1. á sokka- prjóna no. 4. Prjónið brugðningu; 1 Í. sl. 11. br. 5 cm. Skiptið þá yfir á prjóna no. 5 og prjónið 1 umf. slétt prjón og aukið út 1 1. í byrjun og 1 Í. í enda hennar, og síðan eins í 4. hverri umf. Prjónið nú 15 cm með bleiku þá 3 umf. grátt síðan 6 cm með hvítu. Þá eru aftur prjónaðar 3 umf. með gráu og að lokum 15 cm með gulu. Þá er fellt af. Vinstri ermi: Er prjónuð eins og sú hægri. Nema að í staðinn fyrir bleikt er not'að ljósblátt og ferskjulitað fyrir gult. Frágangur: Saumið í saumavél fyrir handveg. Saumið tvisvar sinnum með þéttu beinu spori tvo samliggjandi sauma og einn þvert neðst. Berið ermina við bolinn svo hún passi nákvæm- lega. Klippið síðan milli saumanna. Saumið axlarsauma og saumið erm- ar í með aftursting. Felið alla lausa enda. " ■ ■ - X x x X x x x x x x x ►14 &I4^ x x V x iSSÍSíi x x V K X íiSigSSS X 2 x x X X _ tm Ég hef alla tíð haft mjög gaman af prjónaskap - segir Halla Einarsdóttir „Ég var farin að prjóna sem barn, œtli ég hafi verið nema 5-6 ára þegar ég lœrðifyrstu handbrögðin, “ sagði Halla Einarsdóttir í samtali við Dag. Halla hefur getið sér orð fyrir prjónaflíkur sínar, sem margar hverjar hafa komið í blaðinu „Lopi og band“. Nú höfum við fengið Höllu til liðs við okkur á Helgar- Degi og ætlunin er að birta prjóna- uppskriftir eftir Höllu í blaðinu mán- aðarlega að minnsta kosti. Halla var spurð hvernig uppskriftirnar yrðu til og hvort hún hefði alltaf jafn gaman af prjónaskapnum. „Já, já, ég hef alltaf jafn gaman af því að prjóna, því annars væri ég ekki að eyða tíma mínum í þetta. Þetta er mitt „hobby“ og ég prjóna gjarnan samhliða því að horfa á sjón- varpið. En það vill nú brenna við að ég tapi úr.því sem þar fer fram, þannig að þeir sem með mér horfa þurfa að vera mér innan handar við að halda söguþræðinum. Fyrir vikið er mér sagt, að það geti verið svolítið þreytandi að horfa á sjónvarp með mér! Venjulega koma þessi munstur af sjálfu sér. Ég byrja bara á flíkinni og læt svo hugmyndaflugið um fram- haldið. Ég geri engar teikningar af munstrinu fyrirfram." - Notar þú lopa frekar en annað? „Nei, nei, ég nota hvað sem er. Ég hef meira að segja reynt að prjóna úr leðri. Þá fór ég út á verksmiðjur og keypti mér leðurpjötlur, sem ég klippti niður í reimar, síðan teygði ég á reimunum og prjónaði úr þeim eins og hverju öðru garni. En þetta var mikil þolinmæðisvinna og ég varð að sitja úti á svölum á meðan á verkinu stóð, því það kom svo mikið kusk úr leðrinu. Ég á tvær prjónaðar leður- peysur, en ég held að ég leggi ekki í að prjóna fleiri slíkar," sagði Halla Einarsdóttir. Halla Einarsdóttir. Mynd: GS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.