Dagur - 12.04.1985, Side 9

Dagur - 12.04.1985, Side 9
12. apríl 1985 - DAGUR - 9 Ef þú erl á annað borð í bisness Hitt og þetta úr gömlu fatakistunni. verður þú að hafa síma - það er augljóst mál. Það er gott að fá sér sæti ekki síst þegar stóllinn er hluti af buxunum. Sæta trúðaparið hámaði í sig þjóðarrétt Hollendinga - franskar með majónesi. # Raggi Bjarna Vikur á undan er útvarpið búið að vera að minna á hátíðina. Slagarahöfundar eru löngu búnir að semja fullt af karnivallögum og berjast innbyrðis á öllum vin- sældalistum. Þessi músík þeirra er ansi skrýtin, svona sambland af brasilískri sömbu, Ragga Bjarna og vestmanneyskum þjóðhátíðarslögurum, skondin blanda en vel uppleysanleg í bjór. Svo má ekki gleyma karni- valbúðunum sem eru miklir ævintýraheimar og bjóða upp á allt milli himins og jarðar hvað varðar grímubúninga, smink o.s.frv. o.s.frv. en þeir frumleg- ustu gera sína búninga sjálfir og eru oft búnir að vinna að þeim mánuðum saman. Ég dreif mig suður til Maastrict en þar er eitt mesta karnival í Evrópu haldið. # Tra-la-la-la Þegar ég kom á laugardaginn 17. var fjöldi fólks þegar á öðrum degi í „þjófstarti“ svo við félag- arnir drifum okkur í gallann og bættumst við þá fjölmörgu utan- bæjarmenn og útlendinga sem fyrir voru. Það eru margir siðir sem tengjast karnivalinu, en meginstefnan er þó ætíð sú að skemmta sér sjálfur með fólkinu við söng, dans og öl, öll húsgögn eru fjarlægð úr kránum og svo sjá gestirnir um stemmninguna. Prins Karnival er tákn hátíðar- innar klæddur í pell og purpura, í byrjun hátíðarinnar fær hann afhenta borgarlyklana úr hönd- um borgarstjórans sem merki þess að nú ríki hann og hin grímu- klædda „hirð“ hans yfir borg- inni í fjóra daga, þá er risastór pappamarsakerling í hollenska þjóðbúningnum hífð upp í flagg- stöng og fær að dúsa þar í fjóra daga þar til hátíðinni lýkur, enda ekkert pláss fyrir svoleiðis „streit" lið. í Maastrict eru um 80 lúðra- sveitir og trumbusveitir og setja þær mikinn svip á hátíðina, sum þessara banda hafa tæpast mikið tónlistarlegt gildi en eiga þeim mun betur heima á karnivalinu. Það var mjög skemmtilegt að sjá til dæmis tvær trumbusveitir mæt- ast þá slógu allir sér saman í orðs- ins fyllstu merkingu og kepptust um hver hefði hæst, mér datt helst í hug að þarna gilti sama regla og í íslenskum karlakórum að „sá syngur best sem syngur hæst“. # Fimmtán gráðu frost Það var mjög kalt, hitinn fór niður í h-15 gráður en samt virtist það ekki hafa áhrif á neinn. Bara ein peysa í viðbót og hreyfa sig hressilega. Allir sem á annað borð fóru út tóku þátt, það er að segja bjuggu sig út eða settu lit í andlitið enda stakk sá illilega í stúf sem lét sjá sig í hversdags- búningi og svo er allt á þrjú þús- und snúningum fram á miðviku- dag þegar siður er að borða síld svona rétt til að minna sig á föst-, una og að tími sé kominn til að lækka flugið. Einu karnivalinu í viðbót er lokið, sumir eru þegar farnir að hugsa fyrir búningi næsta árs, aðrir hugsa um það eitt að losna við timburmennina eða högnann (kater) eins og sú líðan heitir hér um slóðir, en eitt er víst að karni- valið í Maastricht verður á sama tíma að ári. Nú er stefnt að því að halda sumarhátíð á Akureyri í júní næstkomanda þá væri gráupplagt að blanda hlutum sem þessum í hæfilegu magni saman við ís- lenskar hefðir. Kveðjur. Haraldur Ingi Haraldsson, Amsterdam NV VAXIAKIÖR Innlán Ársávöxtun Útlán Verðtryggðir sparireikningar: (sérstakar verðbætur 2.0% á mánuði) 3ja mán. binding.......................... 1.0% 6 mán. binding............................ 3.5% Tékkareikningar: a) ávísanareikningar....................... 19.0% b) hlaupareikningar........................ 12.0% Sparisjóðsreikningar (alm.)................... 24.0% Sparíveltureikningar.......................... 27.0% Sparireikningar með 3ja mán. uppsögn........27.0% Sparireikningar með 6 mán. uppsögn............ 31.5% Innlánsskírteini 7.5% + alm. sparisjóðsvextir 31.5% Hávaxtareikningur....................24.0% -32.5% (eða verðtryggöur með vöxtum miöað við kjör 3ja og 6 mán. visitölubundinna reikninga hjá bankanum). 24.0% 27.0% 28.82% 33.98% 33.98% 35.14% Innlendir gjaldeyrisreikningar: innst. í bandaríkjadollurum............... 7.5% innst. í sterlingspundum................. 10.0% innst. í v-þýskum mörkum.................. 4.0% innst. i dönskum krónum.................. 10.0% Vfxlar (forvextir)........................... 31.0% Viðsldptavíxlar (forvextir)....................32.0% Hlaupareikningar.............................. 32.0% þar af veröbótaþáttur 19.0% Skuldabréfalán................................ 34.0% Viðskiptaskuldabréf........................... 35.0% Lán með verðtryggingu: a) lánstimi allt að 2Vi ár..................... 4.0% b) lánstími minnst 2Vi ár...................... 5.0% Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankinn

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.