Dagur


Dagur - 03.05.1985, Qupperneq 17

Dagur - 03.05.1985, Qupperneq 17
3. maí 1985- DAGUR - 17 í tilefni af Evrópudeginum 5. maí og ári tónlistarinnar í Evrópu, hafa allir tónlistar- skólar landsins verið hvattir til að efna til sérstakrar kynning- ar á starfsemi sinni helgina 4- 5. maí. Af þessu tilefni mun Tón- listarskólinn á Akureyri efna til fjölskylduhátíðar í húsnæði sínu Hafnarstræti 81 og einnig í Dynheimum Hafnarstræti 73 á morgun laugardag. Á þessum degi munu á þriðja hundrað nemendur flytja fjölbreytta tónlist, bæði á tónleikum og hljóðfæra- kynningum sem hefjast kl. 10 um morguninn og standa yfir allan daginn. Einnig verður boðið upp á veitingar á vægu verði og barnagæsla verður til staðar. Dagskráin hefst í Dynheim- um kl. 10 en þar leikur sinfón- íuhljómsveit skólans og kynnir starfsemi sína, og veitingar verða kl. 12. Kl. 13.30 verður skrúðganga frá Dynheimum á Ráðhústorg og þaðan inn í hús Tónlistarskólans, blásarasveit- ir leiða gönguna. Tónleikar nemenda verða í skólanum á klukkustundar fresti frá kl. 14 til 17 og alhliða kynning fer fram á starfsemi .skólans. Kl. 14.30 hefst í Dyn- heimum leikur og kynning forskóladeildar, hálftíma síðar verður leikur eldri og yngri strengjasveitar og kl. 15.30 leikur 5 blásarasveita. Kl. 17.45 leikur svo „Big-band“ jasshljómsveit skólans en dagskránni lýkur með fjöl- skyldudiskóteki og dansi. Áð- gangur að öllum dagskrárat- riðum er ókeypis. Málverkasýning í golfskálanum Listadagar MA: Gítartónleikar Símonar og Kobilza Hinir árlegu Listadagar Menntaskólans á Akureyri standa nú um mánaðamótin. í tengslum við Listadaga MA verða tónleikar á Sal skólans sunnudaginn 5. maí nk. og hefjast þeir kl. 20.30. Þar leika gítarleikararnir Símon H. Ivarsson og Siegfried Kobilza verk eftir Johann Sebastian Bach, Ludwig van Beethoven, Manuel de Falla, Luigi Boccherini og fleiri. Tón- leikarnir á Sal Menntaskólans á Akureyri eru öllum opnir. Símon H. ívarsson er fædd- ur í Reykjavík 1951. Hann hóf gítarnám 19 ára gamall hjá Gunnari H. Jónssyni við Tón- skóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Vorið 1975 lauk hann prófi þaðan með vel heppnuðum tónleikum, og sama ár tók hann inntökupróf í einleikara- deild Tónlistarháskólans í Vínarborg. Paðan lauk hann síðan einleikaraprófi vorið 1980 með mjög góðum vitnis- burði. Símon starfaði sem gítar- kennari í 1 ár við Tónlistar- skólann í Luzern í Sviss, en fluttist heim til íslands haustið 1981, og hóf þá strax kennslu við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, þar sem hann kennir ennþá. Símon H. ívarsson og Sieg- fried Kobilza hafa tvisvar sinn- um farið saman í tónleika- ferðalag um ísland, fyrst árið 1979, síðan aftur árið 1982. Einnig hafa þeir leikið saman á nokkrum tónleikum í Aust- urríki. Siegfried Kobilza er fæddur í Kárnten, Austurríki 1954. Hann byrjaði mjög uitgur að fást við gítarleik upp á eigin spýtur, og er einn þeirra fáu sjálfmenntuðu nemenda, sem hefur tekist að ná inntökuprófi í einleikaradeild Tónlistarhá- skólans í Vínarborg. Hann lauk einleikaraprófi með ágæt- um árið 1981, en þá hafði hann þegar hafið tónlistarferil sinn, bæði í heimalandi sínu og er- lendis. Siegfried Kobilza er einn virtasti gítarleikari Austurríkis í dag. Hann hefur haldið tón- leika víða um Evrópu, m.a. í Englandi, íslandi, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ung- verjalandi, Tékkóslóvakíu, Sovétríkjunum og einnig í Carnegie Hall, New York. Hann hefur leikið einleik með þekktum austurrískum hljómsveitum, svo sem Mozarteum-Orchester í Salz- burg og Wiener Symphoniker. Með tilkomu hins nýja golf- skála Akureyringa að Jaðri hefur opnast möguleiki á góðri sýningaraðstöðu fyrir listmál- ara, og þegar er komin í gang fyrsta sýningin þar í salnum. Það er Gunnar Dúi listmál- ari sem hefur opnað þar sýn- ingu, og sýnir hann 26 verk, olíumálverk og myndir úr acryl og epoxy. Gunnar Dúi Júlíusson hóf nám í myndlist hjá Hauki Stef- ánssyni á Akureyri og síðan stundaði hann nám við Hand- íða og myndlistaskólann í Reykjavík. Hann hefur einnig stundað nám erlendis í 10 ár, m.a. í listaskólanum Escula DeArtes Aplicadas í Malaga á Spáni og stúderað myndlist í Hollandi, Frakklandi og víðar. Hann hefur tekið þátt í mörg- um samsýningum heima og er- lendis en sýningin að Jaðri er hans 10. einkasýning hér heima. Sýning Gunnars Dúa að Jaðri er opin virka daga kl. 20— 22, laugardaga og sunnudaga kl. 14-22 og er aðgangur ókeypis. Maraþonskák í Dynheimum Maraþonæði virðist hafa grip- ið ungviði bæjarins. Fyrir skömmu efndu krakkar úr Barnaskóla Akureyrar til maraþonkeppni í því að „verpa eggjum" og nú um helgina ætla skólafélagar þeirra að tefla í heilan sólar- hring. Átta ungir skákmenn úr Skákklúbbi Barnaskóla Akur- eyrar setjast að tafli kl. 20 á laugardagskvöld í Dynheim- um og er ætlunin að tefla nær stanslaust fram til kl. 20 á sunnudagskvöld. Ástæðan fyr- ir þessari „þráskák" er sú að krakkarnir ætla að safna pen- ingum fyrir skákklúbbinn og á þriðjudag höfðu þau þegar safnað 27 þúsund krónum í áheitum. Þeir sem vilja sjá langar og spennandi skákir ættu því að leggja leið sína í Dynheima annað kvöld. Merkjasala Slysavarnadeild kvenna á Ak- ureyri varð 50 ára 10. apríl sl. og í tilefni af því munu slysa- varnafélagskonur selja merki deildarinnar á morgun, laugar- dag. Merki þetta er sérhannað fyrir deildina og gefið út í til- efni af 50 ára afmælinu. Merk- ið sýnir konur er haldast í hendur og mynda hring og er það táknrænt fyrir samtaka- mátt kvenna og það sem þær hafa fengið áorkað með 50 ára starfi. Því næst er björgunar- hringur, einkenni Slysavarna- félagsins, og er hann rammi utan um Súlur og Glerána, sem eru á miðju merkisins og gefa til kynna að deildin sé á Akureyri. Allur ágóði af merkjasölunni rennur til slysa- varnamála. Photo Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo verður opnuð í Möðruvöllum MA, í dag klukkan fjögur. Á sýning- unni eru 137 myndir eftir er- lenda fréttaljósrayndara, allt myndir sem World Press Photo stofnunin í Amsterdam hefur verðlaunað. Auk þess eru á sýningunni myndir eftir 21 íslenskan ljósmyndara. Samtök fréttaljósmyndara á Islandi tóku þátt í þessari sýn- ingu með nánast engurn fyrir- vara og því var ákvcðið að hver félagsmaður sýndi eina til tvær myndir eða ntyndaröð. Það er hugmynd Listasafns Al- þýðu og Samtaka fréttaljós- myndara að gera þctta að ár- legum atburði - að fá hingað World Prcss Photo verðlauna- myndirnar og sýna um leið bestu ísiensku fréttaljósmyndirnar, sem yrðu valdar af sérstakri dómnefnd. Án efa gæti það haft góð áhrif á verkcfnaval ís- lenskra fréttaljósmyndara. f inngangsorðum sýningar- skrár segir Sigurjón Jóhanns- son meðal annars: „Ljósmynd- unin er það sterkur og sjálf- stæður tjáningarmiðill, að all- ar vangaveltur um hvort Ijósmyndun sé listgrein eða ekki skiptir í raun engu máli. Ljósmyndin er svo margt - all- ir geta tekið myndir og haft af þvf ánægju, sumir taka góðar myndir með listrænum áhersl- um og aðrir nota myndavélina til að skrá atburði líðandi stundar af íhygli og raunsæi. Einstaka maður beitir Ijós- myndavélinni af snilid.“ Sýningin verður opin kl. 4-9 í dag, á morgun og sunnudag frá kl. 2 til 9 og á mánudaginn frá kl. 4 til 9, aðgangseyrir cr 100 kr. Þá verður til sölu ár- bók World Press Photo, en í henni eru ýmsar fleiri myndir en þær scm á sýningunni eru. Þetta er hin glæsilegasta bók. Talsverður kostnaöur er því samfara að fá sýningu þessa til iandsins og er Arnar- flugi þakkaður stuðningur í þeitn efnum, og það var Flugfélag Norðurlands sem sá um að flytja sýninguna til Ak- ureyrar, og fær félagið bestu þakkir fyrir. Tónlistarskólinn á Akureyri: Fjölskylduhátíð í skólanum og Dynheimum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.