Dagur - 31.05.1985, Side 8

Dagur - 31.05.1985, Side 8
8 - DAGUR - 31. maí 1985 Það var vorhret á glugga, napur vind- ur sem hvein, þegar ég hitti Málmfríði Sigurðardóttur frá Jaðri síðastliðið föstudagskvöld. Hún var stödd á heimili vinkonu sinnar Hólmfríðar Jónsdóttur í Vana- byggðinni. Var á leið heim að Jaðri. Hafði lokið vetrar- starfi sem ráðskona á Kristnesi og sumarvinnan, ráðs- konustarf hjá Vega- gerðinni beið. Þetta var stund milli stríða. „Veistu þaö, ég væri alveg til í að tala um þaö við þig hvernig var þegar ég var aö alast upp,“ segir Málmfríður og mér finnst það einmitt mjög svo tilhlýðilegt. „Ég er fædd á Arnarvatni í Mývatns- sveit fyrir fimmtíu og átta árum. Ég fæddist í torfbæ og bjó í hon- um til níu ára aldurs, en þá flutt- um við í steinhús. Þetta var stór bær og í honum bjuggu þrjár fjöl- skyldur. Okkar var stærst, en við vorum ellefu systkinin og er ég þeirra næstyngst. Við systkinin erum öll á lífi og er elsta systir mín áttatíu og tveggja ára gömul.“ Húsið að Arnarvatni var stórÉ fimm burstir fram á hlaðið og voru tvö stór hlóðareldhús í bænum. Hafði fjölskylda Málm- fríðar annað til umráða, en hinar fjölskyldurnar hitt. En það voru eldri hjón með dóttur sinni og hjón með þrjú fullorðin börn sín. 4| Afskaplega menntandi „Ég þekki vel að elda á hlóðum," segir Málmfríður „og ég hugsa ég gæti það enn í dag. Það er alveg geysilega mikil vinna að elda við tað og mó og það fylgja því mikil óhreinindi og ryk. I þessu eldhúsi suðum við allt slátur á haustin og var það margra daga verk því fjölskyldan var stór. Þarna var líka soðinn allur þvottur í stórum potti og það var mjög erfitt verk. Ég hugsa að menn átti sig ekki á hversu mikil vinna þetta hefur verið. Það þurfti að bera allt vatn neðan úr á sem rann skammt neðan við bæinn og var upp brattan hól að fara sem iðulega var svellaður að vetrinum. En það var afskaplega menntandi og gaman að eiga heima á þessum bæ, þarna bjó bókhneigt fólk og þarna voru haldnar kvöldvökur. Fólk sat við vinnu sína og einhver las upp. Snemma kom útvarp í bæinn, önnur hjónin voru tengdaforeldr- ar Jónasar Þorbergssonar út- varpsstjóra og hann sendi þeim útvarp fljótlega eftir að það var komið til. Þetta var gamalt raf- hlöðuútvarp og það var dálítið mál að fá rafhlöðurnar hlaðnar. Það þurfti bæði þurr- og blautraf- hlöður, þurrhlöðurnar entust lengi ef farið var sparlega með þær, bara hlustað á það sem fólk- ið vildi heyra. Hinar hlöðurnar þurfti að hlaða og var það gert á rafstöð á næsta bæ. Mér fannst gaman að öllu í útvarpinu og þá kannski sérstaklega tónlistinni en fljótlega var farið að spila tónlist í útvarpinu. Á fyrri árum út- varpsins var meira um valda tónlist, þetta var léttklassísk tónlist, óperur og þjóðlög og okkur börnunum fannst gaman að þessu og ég held að þetta hafi alið upp í manni góðan tónlistar- smekk.“ - Er þetta sjarmerandi endur- minning, að hafa alist upp í torfbæ? „Já, mér finnst þetta afskap- lega notaleg minning á ýmsan hátt. Það var gaman að alast upp í þessu fjölmenni, það var mikill og góður samgangur á milli fólks- ins á bænum og við systkinin vor- um mikið hjá hinum fjölskyldun- um. Eldra fólkið var síviljugt að fræða mann og segja manni sögur og ævintýri. Þessar sögur lærði maður orðrétt og sagði sínum börnum seinna.“ Aldrei kalt í baðstofunni - Var ekki kalt? Vosbúð og erf- iðleikar? „Það var aldrei kalt í baðstof- unni hjá okkur, en það var oft kalt frammi í bænum og á vorin í leysingum og miklum rigning- um þá lak bærinn. Þá voru kopp- ar og kirnur út um allt til að standa undir leka. Þetta er kannski ekki voðalega sjarmer- andi, en svona lagað gleymist í endurminningunni. Mér finnst til dæmis að það hafi alltaf verið gott veður þegar ég var barn þó svo hafi auðvitað alls ekki verið. En þannig minningar eiga víst flestir. Við gleymum vondum veðrum. Auðvitað hefur aðbúnaður verið mjög misjafn, en þegar ég fer að muna eftir mér upp úr 1930 þá er kuldinn í bæjunum mikið til úr sögunni. En maður veit að áður fyrr, þegar allt var eldað á hlóðum frammi í bæ, þá hefur fólk verið hrjáð af kulda. f lé- legum byggingum var auðvitað ekki hlýtt í vondum veðrum og fólk hefur beinlínis þjáðst af kulda, en þegar ég man eftir mér þá hefur ástandið gjörbreyst. Ég get nefnt sem dæmi, að þegar ég var lítil þá fannst mér fertugar konur orðnar rosknar, en nú eru fertugar konur ungar. Áður voru konur orðnar slitnar af erfiði og slæmri aðbúð, þetta hefur breyst og fólk er ekki orðið jafn slitið um miðjan aldur og var. Ég er ekki að segja að fólk vinni minna núna, heldur það að aðbúnaður er orðinn mun betri. Ég man eftir því þegar hvert einasta strá var slegið með orfi og Ijá og menn stóðu frá morgni til kvölds við heyskap. Yfir hey- skapartímann var unnið myrkr- anna á milli því það lá lífið við. Ég skil ekki enn þann dag í dag hvernig pabbi gat keypt sláttuvél, það hefur líklega verið sumarið ’36 og það létti okkur mikið störfin. Vetrartíminn var á vissan hátt hvíld fyrir karlmenn, þeir gátu aðeins slakað á. Vissulega þurftu þeir að vinna, en álagið var ekki eins rnikið." %, Þessir tímar koma aldrei aftur - Það hefur ekki verið stressinu fyrir að fara, lífið hefur bara gengið sinn gang? „Manstu eftir vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson, sem hangir víða uppi í stofum, þetta er mynd frá Hoffelli í Öræfum? Þessi mynd endurspeglar veröldina fyr- ir stríð, það stafar svo mikilli friðsæld af þessari mynd. Svona var lífið. Það var ekki eftir neinu að sækjast. Ég man þá tíma þeg- ar akkúrat ekkert var hægt að gera. Fólk varð bara að una við sitt heima, það var svo mikil kyrrð og rósemd yfir lífinu.“ - Enginn leiði? „Ég man eftir því að mér leidd- ist oft sem barn, mig langaði til einhvers sem ekki var hægt. Samt sem áður fannst mér fólkið ekki leitt á lífinu yfir höfuð. Það voru vitaskuld til bændur sem voru óskaplega kvaldir af fjárhags- áhyggjum á kreppuárunum. Það voru engin ráð, það var ekki einu sinni hægt að fá lán. Það áttu engir neitt. Það var einn og einn vel stæður gamalgróinn bóndi sem var aflögufær með smáræði, en ekki til að bjarga heilu sveit- unum. En þrátt fyrir þetta finnst mér gaman að muna þessa tíma, því þeir koma aldrei aftur. Það er kannski ekki rétt af mér að segja gaman, en það er mér mikils virði að vita hvernig lífið var áður fyrr og að sjá það stökk sem þjóðin gekk í gegnurn." - Var félagslífið gott í Mý- vatnssveitinni? „Já, það var mikið og merki- legt félagslíf í Mývatnssveit á þessum árum þegar ég var að al- ast upp. Það var mikið af ungu og glaðværu fólki og mikil kátína ríkjandi. Það var mikið sungið, ef menn hittust var strax farið að syngja og það voru margir kórar starfandi, karlakór og kirkjukór- ar. Ég hef alltaf haft gaman af söng og söng með kirkjukór í yfir þrjátíu ár. Ungmennafélagið starfaði af krafti og fundir voru haldnir reglulega og þá var dans- að fram undir morgun. Maður var að rölta heim til sín klukkan sex á morgnana. Já, já, það var alltaf spilað á harmoniku og mig klæjar aldrei í fæturna að dansa nema þegar ég heyri í harmon- iku.“ - Svo ferðu til Reykjavíkur? „Ég var í Reykjavík í þrjá vetur. Ég var í Kvennaskólanum og jafnframt í vist, því öðruvísi var ekki hægt að fá húsnæði í þá daga. Reykjavík var ansi mikið öðruvísi þegar ég dvaldi þar, þetta var á stríðsárunum og her- menn út um allt. Stúlkur voru ekki einar á ferli á kvöldin nema í fylgd með fullorðnum. Manni datt ekki í hug að fara heim af balli nema eiga vísa fylgd karlmanns. Kannski er þetta komið í svipað horf núna í dag? En mér fannst gaman að vera í Reykjavík á þessum árum og hún hafði upp á ýmislegt skemmtilegt að bjóða. Það var dálítið mál að fara til Reykjavíkur frá Mývatns- sveit. Að hristast í heilan dag í bíl og þeir voru ekki góðir auk þess sem vegirnir voru vondir. Síðan tók við sjóferð frá Akra- nesi með tilheyrandi sjóveiki. Fjárhagslega hefur ekki verið minna átak að fara til Reykjavík- ur í þá daga en erlendis nú til dags.“ - Lentir þú í hrakningum á þessum ferðalögum þínum? „Ég lenti svo sem aldrei í nein- um svaðilförum, en þetta voru ekki allt yndislegar ferðir. Ég man eftir því að eitt vorið var ægilega hvasst og vont í sjóinn. Það voru allir meira og minna sjóveikir og illa haldnir og þegar við komum upp á Akranes feng- um við þær fréttir að það væri stórhríð uppi á Holtavörðuheiði og ófært. Hluti af fólkinu þurfti að snúa aftur til Reykjavíkur en við vorum svo heppin að þekkja fólk uppi í Borgarfirði sem við gátum gist hjá. Ég hefði heldur viljað skríða undir næsta húsvegg, en fara aftur með skip- inu. Við vorum hálfan annan tíma upp á Akranes og á tímabili var ég svo þjáð að ég hefði svei mér þá orðið fegin að falla út- byrðis! Það er ekki nokkru líkt hvað maður getur orðið sjóveik- ur.“ Ég lenti í því að búa á krossgötum - Ef við höldum áfram með ævi- söguna? „Eftir Reykjavíkurdvölina var ég heima í Mývatnssveit einn vetur, en gifti mig árið 1948 Har- aldi Jónssyni frá Jaðri og flutt- um við þangað og þar hef ég búið síðan. Við eignuðumst sjö börn, svo það var í ýmsu að snúast. Við höfðum aldrei stórt bú, eitthvað á annað hundrað fjár og upp undir tuttugu naut- gripi. Ég lenti í því að búa á kross- götum. Það var mikill gesta- gangur hjá okkur og erill. Þannig háttaði til að þarna stoppuðu rút- ur á leið milli Húsavíkur og Ak- ureyrar og einnig á milli Austur- lands og Akureyrar og þarna höfðu þær gjarnan viðkomustað. Þannig að það var oft í æði mörgu að snúast og mikil vinna í kringum þetta. Ég hef oft hugsað um það ef að allar þessar vinnu- stundir hefðu verið unnar mínu heimili þá hefði margt orðið öðruvísi. En þessi gestagangur minnkaði mikið þegar mágur minn byggði Einarsstaðaskálann og fólkið leitaði þangað. Ef við förum fljótt yfir sögu þá var maðurinn minn heilsulaus og við urðum að minnka við okk- ur búskapinn. Hann fór að sækja í léttari vinnu og vann við Laxár- virkjun. Til að létta undir með heimilinu réðist ég til Vegagerð- arinnar sem ráðskona án þess þó að ég hyggðist gera það að ævi- starfi mínu. Ég hafði tvær yngstu stelpurnar mínar með mér og þær undu því merkilega vel. Ég undr- ast það núna hversu duglegar þær voru að hafa ofan af fyrir hvor annarri. Þessi vinna er ekki leiðinleg en oft á tíðum erfið, en það sem er verst við hana er hversu sambandslaus maður er við umheiminn. Mér finnst ég oft hálfeinangruð.“ - Víkjum þá að félagsmálum og þátttöku þinni með Kvenna-i listanum. „Ég er alin upp við mikla fé- lagsmálastarfsemi, foreldrar mín- ir voru mikið í félagsmálum og það meira að segja svo mikið að ég hélt á tímabili að ég hefði fengið bólusetningu við félags- málum. Eitthvað síaðist þó inn í mann, því ég hef aldrei getað sagt nei þegar ég hef verið beðin um að gera eitthvað. Þó hafði ég afskaplega lítinn tíma til að sinna félagsmálum þegar börnin voru lítil.“ % Engin vildi taka fyrsta sœtið að sér - Kvennalistinn? „Mér datt ekki í hug að taka þátt í þessu til að byrja með, en ég þekkti margar af þeim konum sem stóðu að þessu og ég fylgdist spennt með bæjarstjórnarkosn- ingunum þegar Kvennaframboð- ið bauð fram lista. Einhverju sinni buðu þær mér með á fund og upp úr því ámálguðu þær við mig að vera í fyrsta sæti kvenna- listans. Mér fannst það svo mikil fjarstæða, því að ég hafði aldrei verið í neinu þessu líku áður, svo að ég ansaði þessu ekki. En svo kemur upp sú staða að það verði ekkert úr framboði ef ég skipi ekki efsta sætið, því að engin vildi taka það að sér. Þegar dæmið var sett svona upp fyrir mér þá fór mér ekki að líða vel. Það var stuttur tími til stefnu, þær voru mikið búnar að reyna fyrir sér en árangurslaust. Ég fór heim yfir helgi og hugsaði málið

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.