Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 3
Þessar vísur Jóhannesar Sigurðs- sonar, Engimýri kunna að hafa ver- ið birtar fyrir 3^1 áratugum en seint mun góð vísa of oft kveðin. Vorvísur: Víkja um síðir verða skalt vetrartíðin svala. Vorið blíða vekur allt, vermir hlíð og bala. Sólin háum himni frá, hlýju stráir víða. Blómin smáu ekru á öll úr dái skríða. Roðna drangar, rósin grær, rjóð á vanga tíðum. Strýkur fangið blíður blær, blómin anga í hlíðum. Þá er yndi út að sjá allt í lyndi falla. Græna rinda geiminn blá geisla á tindum fjalla. Andans sjóður auðgast þá, angar gróður víða. Hlusta fljóð og fyrðar á fugla óðinn blíða. Eygló blíða yljar lund, ei þarf kvíða parið. Fíflar prýða græna grund, gott er tíðarfarið. Enginn kvarta ætti þá, ekki er margt til baga. Viðkvæmt hjarta værð mun fá, vors um bjarta daga. Á alþjóðamótinu á Húsavík á dögunum kom Pálmi R. Péturs- son andstæðingi sínum Guð- mundi Sigurjónssyni stórmeistara illilega á óvart í byrjuninni: I. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-Rf6 5. 0-0-Be7 6. Hel-b5 7. Bb3-Bb7 8. c3-d5!? (frumleg og lítt þekkt peðsfórn) 9. exd5-Rxd5 10. Rxe5-Rxe5 II. Hxe5-Rf4 12. d4-Rxg2. Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson. Svart: Pálmi R. Pétursson. Stórmeistarinn hugsaði sig nú um í einn og hálfan tíma og lék: 13. Bg5-f6 14. Bxf6-gxf6 15. Dh5+-Kd7 16. Df5+-Ke8. Nú tekur hann sér enn dágóðan umhugsunarfrest og á aðeins 2-3 mínútur eftir á klukkunni þegar hann leikur: 17. Rd2-fxe5! 18. Df7+-Kd7 19. De6+, þráskák og jafntefli. Skák þessi vakti mikla athygli meðal keppenda og norski meist- arinn Helmers sem tefldi gegn Pálma síðar á mótinu eyddi mörgum dögum í að finna fram- hald sem hrakið gæti tafl- mennsku svarts. Pegar þeir sett- ust niður að tafli svaraði Pálmi hins vegar kóngspeðsbyrjun Norðmannsins með Sikileyjar- vörn! Fyrr á árum voru menn óprúttnari í orðum á pólitískum fundum en nú gerist, ekki síst þá mönnum hitnaði í hamsi. Einhverju sinni er Páll Þormar hafði orðíð á fram- boðsfundi á Austurlandi, urðu rauðliðar ókvæða við og kallaði einhver kaupmanninn þjóf. Þá var þetta kveðið: Stökum mínum stilli í hóf og stend mig við að gera það. Eg kalla ekki Þormar þjóf, þó hann kunni að vera það. Ágætur maður hringdi og sagði mér vísu eftir Starra í Garði, þar sem skáldið leggur mat sitt á þrjár merkar konur. 31. maí 1985 - DAGUR - 3 Ég er búinn allt að meta og þvíget í hvelli lýst: Svetlana er betri en Beta Bína mín er einna síst. Benedikt Sigurbjörnsson á Jarls- stöðum var mikið hraustmenni. Hann kvað litlu áður en hann dó, er hann var spurður hvernig honum liði: Eins og sumir aldnir menn, ekki laus við skjögur. Ég hef lifað árin senn áttatíu og fjögur. Samdráttur varð milli manns og meyjar á Sauðárkróki. Þessu neit- aði karl nokkur að trúa og sagði að stelpan væri bara bleðill. Þá kvað Ólína Jónsdóttir: Þó hann fengi ofurást á einum litlum bleðli, þýðir ekki um það að fást, þetta er mannsins eðli. Pá kemur sléttubandavísa eftir séra Magnús Einarsson, Tjörn í Svarf- aðardal (d. 1794). Dyggðum safnar, varla vann verkin ódyggðanna, lygðum hafnar, aldrei ann athöfn vondra manna. laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 18 Viö kynnum fjóra OPEL bíla á bílasýning- unni hjá VÉLADEILD KEA um helgina: OPEL KADETT sem valinn var bíll ársins 1985, OPEL ASCOWA sem fullnægir flestum kröfum bílaáhugamannsins, OPEL BEKOBD, bílinn sem sker siq hvarvetna úr, oq OPEL COWSA smábílinn sem allir falla fyrir. OPEL bílarnir eru samnefnari þess besta í þýskri hönnun. Traustir og liprir í akstri og einstaklega þægilegir fyrir ökumann og farþega. Þú kynnist þessum bílum á Opelsýning- unni aö Óseyri 1. Ef þú átt góöan notaöan bíl erum viö visir til aö vilja kippa honum upp í einn nýjan og spegilgljáandi OPEL til aö auövelda þér viöskiptin. Greiösluskil- málar hjá okkur eru líka sveigjanlegri en gengur og gerist. BÍLVANGUR Sf= Véladeild KEA Óseyri I Akureyri, sími 22997 TT»y'TTiiH r i i'i'i1, i i'11'-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.