Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 9
31. maí 1985- DAGUR-9 og vissi ekkert hvernig ég ætti að snúa mér í þessu. Mér fannst það svo mikill aumingjaskapur af mér, ef þær treystu mér til þessa að ég skyldi heykjast á þessu. Ég vissi að konurnar voru reiðubún- ar að styðja mig á allan hátt og úr því að þessi hreyfing var komin af stað og konur vildu bjóða fram, þá fannst mér það svo mikil niðurlæging ef ekkert yrði úr að ég gat ekki sætt mig við það. En ég játa það að ég treysti sjálfri mér engan veginn í þetta, en fannst þó skárra að gera tilraun, en að sleppa því alveg.“ - Var þetta erfitt? „Alveg hræðilega erfitt. Að koma alveg óvanur öllu svona vafstri og demba sér beint út í kosningabaráttu! Ég skil það ekki núna að mér skyldi detta það í hug. Ég var sífellt að reka mig á að ég vissi ekki nóg og kunni ekki leikreglurnar. Það þarf að vera býsna vel kunnugur ýmsum málum og ég þurfti næst- um að ganga í skrokk á fólki til að láta það fræða mig um hlutina og það er ekki mín sterka hlið að ganga í skrokk á fólki. En það sem reið baggamuninn að ég tók þetta að mér, er að þeg- ar ég fór að heiman var ég enn ekki búin að ákveða hvað gera skyldi. Sonur minn keyrði mig inn eftir og ég spyr hann hvað ég eigi að gera og hann svarar: Ef þú ætlar að gera þetta, þá veit ég að þú gerir það vel. Ég varð hálf hissa á þessu svari, en það reið baggamuninn.“ 9 Aldrei hrifin af rauðsokkunum - Það var orðið býsna skugg- sýnt úti og stofuklukkan sló hálf ellefu. Við héldum þó áfram að spjalla. „Mamma mín var mikil kven- réttindakona og menntunarmál kvenna og yfirleitt allt sem kon- um er til hagsbóta var henni ofar- lega í huga. Hennar sjónarmið hafa mér lærst og þau eru mér eðlilegt viðhorf. Texti Margrét P. Þórsdóttir - Myndir: Kristján G. Amgrímsson Ég var aldrei hrifin af rauð- sokkuhreyfingunni, ég skildi þeirra viðhorf, en mér fannst málflutningur þeirra og baráttu- aðferðir of agressívar. Ég er of mikil friðsemdarmanneskja til að geta tekið upp þeirra baráttuað- ferðir. En þær gerðu gott að því leytinu að þær hristu upp í mönnum. Hins vegar varð ég mjög sátt við stefnuskrá Kvenna- listans þegar ég fékk hann í hend- urnar og ég tel hana mjög svo góða. Kvennalistinn er líka allt öðruvísi uppbyggður en rauð- sokkuhreyfingin, hann er byggður þannig upp, að það eru í rauninni allir virkir þátttakend- ur. Það gengur að vísu erfiðlega að skipuleggja starfsemi úti á landsbyggðinni, bæði vegna mik- illa ferðalaga og svo erum við færri en þær á höfuðborgarsvæð- inu.“ - Þú sast á þingi um daginn? „Ég sat á þingi í hálfan mánuð fyrir Guðrúnu Agnarsdóttur og ég lærði heilmikið á því. Til dæm- is hvernig þingið starfar og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í nefndum, ég sat alla þá nefndar- fundi sem Guðrún hefði átt að sitja. Vinnustaður? Maður hefur það sterkt á tilfinningunni að það sé ekki í þessu húsi sem ákvarð- anirnar séu teknar. Þetta er af- greiðslustaður, það er búið að ákveða annars staðar hvernig fara skuli. Mér finnst þetta sein- virkt apparat, óþarflega seinlegt. Það skortir eitthvað á skipulagn- ingu, mál fá oft ekki þá umfjöllun sem þau þurfa.“ Konurverðaað berjast sjálfar - Nú langar mig að spyrja, er eðlilegt að konur séu sér í flokki? „I rauninni er það ekki eðli- legt. það væri eðlilegra að þær væru það ekki. Og ég hef aldrei litið á þetta nema sem tímabund- ið baráttutæki kvenna til að sama tillit sé tekið til þeirra innan flokkanna eins og karlanna. Kon- ur eru ævinlega talaðar í kaf á fundum, þó svo að margar vilji ekki viðurkenna það." - Sumir halda því fram. að Kvennalistinn sé til af því að ykk- ur þyki þetta svo gaman? „Mér þykir þetta gaman. ég neita því alls ekki. Og ég skal ekkert segja um það hvort mér þætti meira gaman að starfa í blönduðum flokki. En ég hef bara ekki séð að konur fái svo mörg tækifæri til að koma sínum málum á framfæri innan þeirra. Þær þurfa að berjast óskaplega hart og í mörgum tilfellum harð- ar en ég held að konum sé eigin- legt. Og það kostar meira en margar konur eru fúsar að leggja á sig.“ - Eru til sér kvennamál? „Þau ættu ekki að vera til, en breytingar á þjóðfélaginu kalla á breyttar aðstæður. Nú vinna flestar konur úti og það hefur kallað á fleiri dagheimili og fyrir þeim hafa konur þurft að berjast. Þó að ég sé dreifbýliskona og þetta mál sé nánast ekki til í sveitum, þá tekur þetta til svo mikils fjölda mæðra og barna að ekki er hægt að ganga framhjá því. Bætt aðstaða barna og sam- felldur skóladagur eru eitt af brýnni málum í okkar þjóðfélagi. Atvinnuöryggi kvenna, að ég nú ekki tali um launamálin. fyrir þessu verða konur að berjast sjálfar. Það er sýnt að aðrir gera það ekki." - mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.