Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 31. maí 1985 Hundadagahátíð á Akureyri: Undirbúningur í fullum gangi „Það er ákveðið að halda hundadagahátíð á Akureyri frá 8.-14. júlí í sumar og við höfum þegar skapað breiða samstöðu milli þjónustuaðila, einkaaðila og ferðamálaaðila. Við ætlum okkur að vinna að þessum málum á vandaðan hátt og þá getur okkur ekki mistekist,“ sagði Haraldur Ingi Haraldsson framkvæmdastjóri svokallaðrar hundadagahátíð- ar í samtali við Dag. í grófum dráttum verður form hátíðarinnar þannig, að á virku dögunum verða uppákomur á menningar- og íþróttasviði auk þess sem alls kyns uppákomur verða í göngugötu, útimarkaðir og annað slíkt. Helgin sjálf verð- ur undirlögð af skemmtiefni, dansleikir, söngur, grín og gleði og aimenn kátína. Geysimargar hugmyndir hafa komið fram og margt á döfinni sem ekki er vert að tíunda strax. Þó má nefna að í tengslum við hátíðina verður starfrækt út- varpsstöð og hefjast útsendingar þann 4. júlí. Þá á að endurtaka bikarleikinn fræga frá ’69 á milli ÍBA og ÍA. Fyrir þá sem velja rólegheitin, er gráupplagt að skreppa að tjörninni ofan við Drottningarbraut og renna fyrir lax og silung, en fyrirhugað er að sleppa laxi og silungi í nefnda tjörn. Pá er unnið að því meðal ýmissa hópa í bænum að þeir taki sig saman og efni til glæsilegrar skrúðgöngu og er undirbúningur að henni þegar hafinn. Bað Har- aldur Ingi fyrir þau skilaboð til þeirra sem áhuga hafa á að taka þátt í göngunni að hafa samband við sig í síma 23880. Á bak við hátíðina stendur harðsnúið lið manna og er undir- búningur í fullum gangi eins og áður sagði. Á næstu dögum verð- ur opnuð skrifstofa og stjórnstöð í gamla barnaskólahúsinu. Sunnudagur 2. júní: Sjómaimadagurmn Sjómannahátíð í Sólarsal: Sólarsaiur: Opnað kl. 19.00. Vandaður matur. Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti. perfe tískusýning á föstudagskvöld. Hljómsveit Ingimars leikur fyrir dansi, ásamt diskóteki tOkl. 03.00. Laugardagur 1. júní Mánasalur: Uppselt í mat. Sólarsalur: Örfá sæti laus á svölum fyrir matargesti. Hljómsveit Ingimars leikur til kl. 03.00. Hinir eldfjörugu Gautar frá Siglufirði leika fyrir dansi. Mánasalur: Uppselt fyrir matargesti. Tilboð: Frönsk humarsúpa m/safran. Glóðaðir sniglar m/hvítlauksbrauði. Rjómasoðin ostgljáð hörpuskel. Gufusoðin silungaflök m/estragonsósu. Salthjúpssteikt lambalæri m/vínberjasósu. Kryddostfyllt grísasneið m/grænpiparsósu. Sítrónupiparsteik m/kryddsmjöri og koníaksristuðum sveppum. Heimalagaður hnetuís m/súkkulaðisósu. Föstudagur 31. maí Mánasalur: Fuilbókað. , Sjómenn- Útgerðarmenn Eigum fyrirliggjandi á lager úrvals japönsk þorskanet. Einnig höfum við handfærabúnað og búnað til togveiða. SANDFELL HF Oddeyrarskála sími (96) 26120 Akureyri Sími (96) 24654 eftir kl. 17.00. Óskum eftir röskum starfsmanni við einangrunarframleiðslu. Framtíðarstarf. Plasteinangrun hf. Starfsstúikur óskast á kjúklingastað sem verður opnaður um miðjan júní. Umsóknir sem tilgreini nafn, aldur og fyrri störf óskast lagaðar inn hjá auglýsingadeild Dags merktar: „C.C.01“. Vinnuskóli Akureyrar Vinnuskóli Akureyrar óskar að ráða flokksstjóra til starfa í sumar. Reynsla í verkstjórn æskileg. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Garðyrkju- deildar í síma 25601 frá kl. 9-12 daglega. Skriflegar umsóknir sendist til Akureyrarbæjar, Garðyrkjudeildar, P.O.Box 881, 602 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Garðyrkjustjóri. SAMBANDISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA lónaóardeild - Akureyri Markaðsfulltrúi Iðnaðardeild Sambandsins ullariðnaður óskar i eftir að ráða markaðsfulltrúa við sölu og markaðssetningu erlendis. Viðkomandi þarf að hafa góða tungumálakunn- áttu. Viðskiptafræði eða hliðstæð menntun æski- leg svo og reynsla í sölumennsku. Umsóknir sendist starfsmannastjóra Glerárgötu 28, 600 Akureyri fyrir 10. júní nk. og gefur hann nánari upplýsingar í síma 21900. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.