Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 13

Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 13
31. maí 1985 - DAGUR - 13 tfdu cr gcm au koiiuisi a grænann ar aðstoðar Ara Ólafssonar og Júl- íusar Gestssonar, beinasérfræðinga Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Ármanns Gunnarssonar, dýralæknis, Össurar Kristinssonar, gervilima- smiðs og fleiri góðra manna við hjúkrunina. Og brotið er að gróa, hægt og sígandi. 1 gær mætti Snældu-Blesi í röntg- enmyndatöku hjá Sigurði Ólasyni og hans fólki á Röntgendeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Myndirnar staðfestu það sem lækn- arnir höfðu álitið; brotið var mjög slæmt, leggurinn hefur kurlast í sundur og er ekki enn fullgróinn saman. Allar líkur benda hins vegar til þess, að Snældu-Blesi verði heill, þannig að hann geti orðið merum að gagni. Og að sögn Ara og Júlíusar er í lagi að halda undir hann nú þegar, þar sem Blesi er í traustri göngu- spelku sem Össur Kristinsson smíð- aði. En það er því miður næsta víst, að reiðhestur verður hann ekki, þó ekki sé nerna vegna þess, að fót- urinn hefur styst um fimm senti- metra. Það er ekki á hverjum degi sem hross koma í myndatöku á Fjórð- ungssjúkrahúsinu, þannig að koma Blesa þangað vakti talsverða athygli. En Blesi lét allt umstangið ekkert á sig fá frekar en fyrri daginn. Hann stóð hinn rólegasti hjá Magna á með- an á myndatökunni stóð og var hinn ljúfasti, rétt eins og þetta væri dag- legt brauð. Hann á að koma aftur í myndatöku í september og læknarnir gera sér vonir um að brotið geti verið gróið þegar líður að næstu jólum. - GS Júlíus Gestsson, Ármann Gunnarsson, Magni Kjartansson og Ari Ólafsson virða fyrir sér árangurinn. Það þarf víst ekki að kynna hann Snældu-Blesa, stóðhestinn hans Magna Kjartanssonar í Árgerði, fyrir lesendum. Það vita líka allir lesendur Dags, að hann fótbrotnaði í haust, nánar tiltekið mánudaginn 1. októ- ber. Síðan hefur hann fengið frábæra umönnun hjá Magna og hans fólki í Árgerði, sem hafa notið ómetanlegr- Hún er örlitið hreyfð, við verðum að taka aðra; Ármann Gunnarsson, Ari Ólafsson, Sigurður Ólason og Margrét Björgvins- dóttir. Allt tilbúið - mynda. Við fáum betri mynd ef við tökum af hon- um spelkuna. Jæja Ari minn, þá erum við félagarnir mættir í myndatökuna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.