Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 16
Munið að panta borð tímanlega í Smiðju, því flestar helgar fullbókast. Ragnar Jónsson spilar fyrir matargesti um helgar. Grænt Ijós á Hótel Goðafoss „Pessi umsókn hefði þurft að vera komin þremur árum fyrr,“ var haft eftir einum nefndar- manna í Ferðamálaráði, er það hafði samþykkt lánsumsókn Guðmundar Sigurðssonar og fleiri varðandi byggingu Hótels Goðafoss á Akrueyri. Að sögn Guðmundar kemur þessi umsókn til afgreiðslu á fjárlögum næsta árs. Er því fullvíst að byrjað verður á bygg- ingu nýja hótelsins í mars á næsta ári. gej Verkmenntaskólinn: Stúdentar brautskráðir „Þeir sem eru að ljúka al- mennu verslunarprófi verða útskrifaðir á fimmtudag og föstudag, en þeir sem Ijúka prófum frá skólanum, sem veita réttindi til áframhaldandi náms, eða til starfa, verða út- skrifaðir við hátíðlega athöfn í Akureyrarkirkju á laugardag- inn klukkan hálf tvö,“ sagði Bernharð Haraldsson, skóla- meistari Vcrkmenntaskólans, í samtali við Dag. Meðal þeirra sem útskrifast frá skólanum eru fyrstu stúdent- arnir sem þaðan koma, en auk þeirra útskrifast nemendur úr raungreinadeild tækniskóla, sjúkraliðar, iðnnemar, tækni- teiknarar, vélstjórar og þeir sem lokið hafa grunnnámi matvæla- tæknibrautar. Alls er hér um að ræða liðlega eitt hundrað manns. „Námsárangur er margvís- legur; hér er fólk sem hefur ekki staðið sig nógu vel, margir hafa staðið sig vel og nokkrir hafa staðið sig mjög vel, þannig að námsárangur gerist ekki betri. Við erum með allar tegundir af fólki. Ég sé líka, að sú ólga sem hefur verið í skólastarfi í vetur hefur ekki orðið til að bæta ár- angur nemenda, þótt reynt hafi verið að bæta úr því með auka- kennslu á laugardögum. Það er ljóst að kennaraverkfallið hefur komið illa við marga nemendur," sagði Bernharð. - GS BMB——a— Nýkomið í búsáhaldadeild: „Það verður líklega hægviðris- skítur hjá ykkur á morgun laug- ardag. Vindur nánast enginn fyrr en líður á daginn, þá snýst hann í austnorðaustanátt. Sunnudagurinn verður fuliur af hægviðri, nánast áttleysu og hiti verður um 6-7 stig. Við fáum ekki meiri hita vegna þess að við erum búin að nota svo mikið af honum það sem af er ársins, erum búin með kvótann,“ sagði morgunhress vcðurfræðingurinn. Akureyri, föstudagur 31. maí 1985 Fötur LOL Balar 45, 55, 65, 80 cm Körfur 35; 50, 60, 70 cm Taukörfur Ruslakörfur, margar gerðir Vaskaföt 3ja, 5, 7,11 íítra Uppþvottagrindur Saumakassar Áhaldakassar Ostabakkar Diskasett Drykkjarkönnur, margar gerðir Barnakoppar o.m.m.fl. Póstsendum Lengingaraðgerð framkvæmd á FSA ar. Félagið mun á næstu mánuð- um hefja umboðssölu á fóðri og tækjum til fiskiræktar frá T. Skretting a.s. jafnframt því að veita aðstoð og ráðgjöf við skipu- lagningu og uppbyggingu fiskeld- isstöðva á lslandi. Við laxafóðurframleiðsluna verður notuð ný tækni sem hefur verið þróuð á síðustu árum af T. Skretting í samvinnu viðð Trouw International í Hollandi sem eru stærstu fiskfóðurframleiðendur í Evrópu. Þessi nýja tækni gerir kleift að framleiða laxafóður sem er betra að gæðum og hagkvæm- ara í notkun fyrir laxeldisstöðv- arnar en það fóður sem mest hef- ur verið notað til þessa. Um það bil helmingur af hrá- efni í laxafóður er hágæðafisk- mjöl, en í heild mun um 75% af hráefninu verða af innlendum uppruna. Talið er að verksmiðj- an í Krossanesi sé best búna verksmiðjan hér á landi til að framleiða fiskmjöl af þeim gæð- um sem þarf í laxafóður. Þess má svo að lokum geta að Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar hefur unnið mikið starf varðandi undir- búning að stofnun þessa félags. gk-- Frágengið er að á miðju næsta ári eða í síðasta lagi í ársbyrjun 1987 mun hefjast í Krossanesi á Akureyri framleiðsla á fóðri fyrir fiskeldi og loðdýrarækt. Stofnað hefur verið hlutafélag- ið ISTESS hf. og er tilgangur þess framleiðsla og sala á fóðr- inu og skyldur rekstur. Norska fyrirtækið T. Skretting a.s. á 48% hlutafjár, Kaupfélag Ey- firðinga 26% og Síldarverk- smiðjan í Krossanesi 26%. Stjórnarformaður er Pétur Antonsson framkvæmdastjóri. Jafnhliða stofnun félagsins var gengið frá öllum samningum varðandi rekstur félagsins með fyrirvara um endanlegt samþykki viðkomandi stjórna. Auk fóðurframleiðslu mun IS- TESS hf. hafa með höndum ráð- gjöf og leiðbeiningarstarf á sviði fiskeldis, en veruleg þörf er þegar orðin á slíkri þjónustu hérlendis. Reiknað er með að hátt í 10 manns muni starfa við framleiðsl- una, og með margfeldisáhrifum má því ætla að með tilkomu verk- smiðjunnar muni skapast 20-30 ný störf. Markaðssvæði ISTESS hf. mun verða ísland og Færeyj- Halldór Baldursson, yfirlæknir Bæklunardeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, framkvæmdi í gær aðgerð sem ekki á sér fordæmi hér á landi. Um er að ræða lengingu á beini, sem hefur styst við áverka. Aðferðin er svipuð og sú sem sovéskir læknar hafa notað til lengingar á útlimum og a.m.k. tvö ungmenni frá Is- landi hafa farið í. Halldór sagðist ekki neita því að hér væri á ferðinni athyglisverð nýjung sem gæti hjálpað ýmsum. í þessu tilviki hafði fótur rúmlega Halldór sýnir blaðamönnum teikningu af búnaðinum sem notaður var á FS A í aðgerðinni í gær. Mynd: KGA - sú fyrsta þessarar tegundar hér á landi tvítugs manns styst verulega vegna fótbrots fyrir nokkrum árum. Fótleggur fyrir neðan hné var tekinn í sundur, líkt og brot hefði orðið, borað í sköflunginn fyrir nokkrum stálpinnum sem tengjast hringjum, ekki ósvipað og teinar í reiðhjóli. Gjarðir þessar eru síðan festar saman og með því á að vera hægt að halda brotinu mjög stöðugu. Smátt og smátt fyllist síðan í brotið og eftir því sem það gerist er búnaðurinn notaður til að strekkja og lengja beinið. Reiknað er með að beinið lengist þannig um 5 millimetra á viku, en meðferðin tekur nokkra mánuði. Þar sem þessi búnaður gefur miklu meiri stöðugleika en t.d. spelka má búast við að sjúkl- ingurinn geti farið á fætur í dag eða á morgun. Halldór og tveir aðrir læknar kynntu sér þessa meðferð í Síber- íu árið 1983 og Halldór fór síðan til Riga í Lettlandi í mars sl., þar sem hann fékk tæki sem prófess- or Kalnberz hefur hannað og notað. Þessi búnaður er til í ýms- um útgáfum og sá sem Halldór notaði er hliðstæður en þó lítil- lega frábrugðinn þeim sem próf. Ilizarov hefur notað í Kurgan í Síberíu. Hann og aðgerðir hans voru kynntar í sjónvarpinu fyrir stuttu. HS Fóðurverksmiðja á Akureyri: ISTESS í Krossanesi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.