Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 10. júlí 1985 74. tölublað Hundadagahátíð: Eitthvað fyrir alla í dag og á morgun verður mik- ið um að vera í sambandi við hundadagahátíðina. Útimarkaður er starfræktur í göngugötu, þar verður mikíð um tónlist og ef að líkum lætur láta einhverjir hljóðfæraleikarar sjá sig. Pá er rétt að upplýsa að menn geta fengið sér klippingu í göngugötunni, og þeir sem það vitja geta látið mála sig skraut- lega. Siglingaklúbburinn Nökkví sér fyrir því ásamt trillukörlum bæjarins að Pollurinn verður ið- andi af lífi. í kvöld verða tónleikar í Sam- komuhúsinu, þar sem Michael Clarke, Hólmfríður Benedikts- dóttir frá Húsavík og Jóhann Már Jóhannsson munu syngja lög eftir norðlensk tónskáld. Á morgun hefst Akureyrar- maraþon þar sem hlaupið verður um götur bæjarins og að sjálf- sögðu eru aliir hvattir til að hlaupa með. Útiskákmót H-100 verður í göngugötu á morgun. Annað kvöld verða gítartón- leikar Einars Einarssonar í Sam- komuhúsinu, en Einar hefur sér- hæft sig í suður-amerískri tónlist. í Sjallanum verður Bubbi Morth- ens með tónleika og á KEA verð- ur hagyrðingakvöld. „Greiða þarf hærra verð fyrir fiskúrgang - til að hagkvæmt verði að bera hann að landi“ - segja refabóndi við Eyjafjörð og útgerðarmaður Akureyrarinnar Ein refalæða er talin þurfa 850-1.000 kg af fóðri á ári. Af þessu fóðri eru 75% fiskúr- gangur. Það þýðir að læðan þarf um 780 kg af fiskúrgangi á ári. Ef við höfum 660 tonn af fiskúrgangi þá dugir það til að fóðra 845 læður sem með yrðl- inga gefa af sér 5915 skinn á 1.900 krónur stykkið. Það ger- ir samanlagt 11,2 milljónir króna. Þetta dæmi hér að framan fékkst hjá refabónda í Eyjafirði sem telur að leggja verði meiri áherslu á nýtingu fiskúrgangs til loðdýra- og fiskeldis. Ef sam- bærilegt dæmi væri sett upp fyrir laxarækt kæmi enn hærri tala út. Þessar vangaveltur kviknuðu hjá áðurnefndum bónda þegar hann heyrði lesið úr leiðara Dags þar sem sagt var frá metaflatúr Akur- eyrarinnar um daginn. Þá kom skipið með 220 tonn af frystum þorskflökum í land eftir rúmlega 20 daga veiðiferð. Heildarafli skipsins var hins vegar mun meiri, eða yfir 500 tonn. Refa- bóndinn vildi taka það fram að þessar hugleiðingar hans beind- ust ekki að því að hvetja sjómenn 2x40 tonn! - Mikill afli fyrir Norðurlandi Togarinn Hegranes frá Sauð- árkróki kom inn með 190 tonn til löndunar á sunnudag eftir 5 daga túr. Þar af fengu þeir tvisv- ar um 40 tonn í hali. Þetta voru þó ekki einstök aflabrögð því að Drangey sem fór út á laugardaginn sló Hegranesinu við og var komin með 100 tonn á mánudag, tveim sólarhringum eftir að hún lagði frá bryggju. Hegranesið lá í 17 tíma utan við bryggjuna á Sauðárkróki áður en það lagðist að á meðan áhöfnin var í aðgerð. Landburður er nú af fiski á öllu Norðurlandi, t.d. komu tveir togarar Útgerðarfélags Akureyr- inga inn um helgina með saman- lagt um 500 tonn og kóm annar þeirra, Sléttbakur hálfri viku fyrr en áætlað var vegna þess að lest- arnar voru orðnar fullar. -yk. Togaraafli hefur verið mjög góður úti fyrir Norðurlandi að undan- förnu. til að koma með að landi það sem þeir henda í sjóinn á meðan þeir fá ekki hærra verð fyrir það. Ef skipverjar Akureyrarinnar hefðu komið með allan aflann í land úr áðurnefndum túr hefðu þessi rúmu 60% aflans sem í sjóinn fóru gefið af sér um 0,3% af verði aflans. Slíkt er augljóslega langt frá því að vera hagkvæmt. Þorsteinn Már Baldvinsson út- gerðarmaður segir að á meðan loðdýrabændur haldi í lágt fóður- verð, sem er mun lægra hér en annars staðar á Norðurlöndum, sé ekki grundvöllur fyrir því að útgerðin fari að leggja á sig fjár- festingar til að auka nýtingu á fiskúrgangi. Refabóndinn tók í sama streng og sagði að loðdýra- bændur þyrftu að búa sig undir að greiða hærra fóðurverð til að það verði hagkvæmt að hirða meira af fiskúrgangi en nú er gert. Sama gilti þá um fiskeldi. Nú eru hafnar tilraunir með meltuvinnslu úr fiskúrgangi og lofa þær tilraunir góðu. T.d. not- uðu nokkrir bændur í Svarfað- ardal meltuþykkni í stað innflutts fóðurbætis með ágætum árangri á síðasta vetri. Sumir þeirra hættu svo til alveg að kaupa inn- fluttan fóðurbæti og spöruðu þannig gjaldeyri. Ef loðdýrarækt eykst á næstu árum og um leið nýting á fiskúrgangi sláum við tvær flugur í einu höggi með því að auka verðmæti sjávarafurð- anna um leið og við sköpum stór- auknar gjaldeyristekjur. Því til sönnunar má nefna að á síðasta ári framleiddu 4 loðdýrabú í Svarfaðardal jafn mikil verðmæti og fengust fyrir allt sauðfé sem slátrað var úr 4 hreppum í slátur- húsinu á Dalvík. -yk. Einbeittur og ákveðinn. Jón Sigurðarson kastar fyrsta spúninum í Leirutjörn og þar með hófst veiðin. Sjá nánar bls. 3. Mynd: KGA. Stærsti lax sumarsins á land við Laxá: 28 punda drjóli! Bandaríkjamaður nokkur sem var að veiðum við Vitaðsgjafa í Laxá í Aðaldal um helgina setti í einn heldur vænan lax þar. Þegar viðureignin hafði staðið í klukkustund og 20 mínútur lá 28 punda drellir á bakkanum og agnið sem hann tók var Black Sheep fluga nr. 6. „Það er stanslaus ganga í ána núna og mikil veiði,“ sagði Orri Vigfússon veiðimaður er við ræddum við hann núna í vikunni, en Orri var þá að veiðum þar ásamt fleiri Reykvíkingum. Þeir höfðu verið við veiðar í 5 daga og fengið 110 laxa á 12 stengur. Fram undir síðustu helgi voru það þrjú neðstu svæðin í Laxá sem reynst höfðu veiðimönnum best, en upp úr helginni var fisk- urinn kominn fram um alla á og veiði alls staðar. Sl. laugardags- kvöld voru komnir á land úr ánni 320 laxar sem er sennilega minna en í fyrra en þess ber að gæta að núna í sumar var sáralítil veiði í júní. Vatnið í ánni er fremur lítið. sama og ekkert slý og því þægi- legt að fást við veiðarnar. „Nú koma Akureyringarnir hingað bráðlega og það verður alveg ör- ugglega gaman hjá þeim því nóg er orðið af fiskinum," sagði Orri Vigfússon. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.