Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 12
Alltaf vex vöruúrvalið
Vinsamlegast komið og skoðið
Sameiginlegur fundur fræðsluráða á Norðurlandi:
Háskólakennsla á
Akureyri tímabær
Mánudaginn 8. júlí var haldinn
sameiginlegur fundur fræðsiu-
ráða á Norðurlandi. Voru
mörg mál á dagskrá og var eitt
þeirra kennsia á háskólastigi á
Norðurlandi. Framsögumaður
var Sturla Kristjánsson,
fræðslustjóri. Þátt í umræðum
tóku Tryggvi Gíslason, skóia-
meistari, Sigríður Stefánsdótt-
ir, Guðmundur H. Frímanns-
son og Jón Hjartarson.
Var samþykkt ályktun þar sem
segir að fræðsluráðin á Norður-
landi lýsi yfir eindregnum stuðn-
Knattspyrnu-
áhorfendur
w
I
árekstri
Alihörð aftanákeyrsla varð á
Glerárgötunni í gærkvöld á
meðan leikur Þórs og KA stóð
yfir.
Áreksturinn bar að með þeim
hætti að einn ökumaður stað-
næmdist á götunni til að fylgjast
með leiknum. Annar kom á ferð
og var einnig að fylgjast með
leiknum og tók ekki eftir hinum
kyrrstæða fyrr en um seinan. Báð-
ir bílar skemmdust mikið en ekki
er vitað til að meiðsl hafi orðið á
fólki. Petta er ekki í fyrsta skipti
sem árekstur verður þarna með
þessum hætti þegar knattspyrnu-
leikur stendur yfir. -yk.
ingi við hugmyndir um að stofna
til háskólakennslu á Akureyri,
ekki síðar en á næsta ári. Mikil
samstaða er um þetta mál á
Norðurlandi.
Þar segir einnig að háskóla-
kennsla á Akureyri sé eðlilegur
og tímabær áfangi í starfi æðstu
menntastofnana á landinu. Með
samráði við framhaldsskóla og
fjölbreytilegt atvinnulíf, má bú-
ast við enn meiri árangri af há-
skólakennslu sem um leið yrði
hagnýtari og markvissari. Dreif-
ing háskólakennslu leiðir af sér
nýjungar og endurbætur á öllum
skólastigum til velsældar þjóðinni
allri. - HJS
„Eingöngu hugsað
um tonnafjöldann"
- segir Sveinn Björnsson á Siglufirði
„Við hérna á Siglufirði höfum
ekkert verið í þessum hama-
gangi, í þessu tonnakapphlaupi
varðandi þorskaflann sem nú
virðist vera í hámarki,“ sagði
Sveinn Björnsson verkstjóri
hjá Þormóði ramma á Siglu-
firði í stuttu spjalli við Dag.
„Við höfum verið mikið á grá-
lúðu enda nú sá tími sem hún
veiðist á og við eigum þá þorsk-
kvóta eftir í haust þegar grálúðu-
veiðunum lýkur. Mér sýnist að
þá verði margir búnir með þorsk-
kvóta sinn og hlaupi þá vælandi
til ríkisstjórnarinnar.
í*að er auðvitað engin hemja
að iiggja í aðgerð með allt upp í
80 til 90 tonn á millidekki í allt að
30 stiga hita þar. Menn geta
ímyndað sér hvernig sá fiskur er
orðinn þegar hann loksins kem-
ur niður í lest. Það er bara geð-
Hrímbakur EA 6:
Brátt til veiða
Hrímbakur EA 6 á hann að
heita, togarinn sem Útgerðar-
félag Akureyringa keypti af
Landsbanka Islands en kann
hét áður Bjarni Herjólfsson.
Hrímbakur er nú í slipp í Stál-
vík þar sem verið er að hressa
dálítið upp á hann áður én hann
kemur til veiða síðar í þessum
mánuði, samkvæmt upplýsingum
Gísla Konráðssonar fram-
kvæmdastjóra Útgerðarfélags
Akureyringa hf. -yk.
veiki og ekkert annað að fara
svona með hráefnið. Þarna er
eingöngu verið að hugsa um
tonnafjöldann en menn hafa ekki
af því neinar áhyggjur hvernig
aflinn er þegar hann kemur í
land. Ef ég réði einhverju í ráðu-
neytinu hefði ég sent menn á
vettvang til að fylgjast með mati
á þessum fiski og eins til að sjá
hversu langan tíma það tekur
húsin að vinna aflann þegar
svona mikið berst á land,“ sagði
Sveinn Björnsson. -gk.
Skál! í gær birtist Haraldur Ingi hundadagakóngur á ritstjórn Dags og bauð
upp á hundadagaöl. Ölið, sem er bruggað og átappað hjá Sana, smakkaðist
vel og hér skála þeir við Haraid Inga, Sigurður Magnússon starfsmaður
tæknideildar Dags og Hermann Sveinbjörnsson ritstjóri. Mynd: KGA
Nýtt hljóðfæri á markaðinum:
„Niðursoðin samba“
Hin nýju sambahljóðfæri.
„Við létum hanna 300 „samba-
hljóðfæri“ og þau eru um það
bil að koma á markaðinn,“
sagði Haraldur Ingi Haralds-
son framkvæmdastjóri hunda-
dagahátíðar, en í tengslum við
hátíðina hefur „hljóðfæri“
nokkurt verið hannað í sam-
ráði við K. Jónsson.
Við fyrstu sýn virðist „hljóð-
færið“ vera ósköp venjuleg dós
undan gulrótum og grænum
baunum, en þegar grannt er
skoðað, kemur í ljós að „fiskur er
undir steini“. Nefnilega í dósun-
um eru steinar sem „soðnir hafa
verið niður“ hjá K. Jónssyni á síð-
ustu dögum. Dósirnar þjóna síð-
an þeim tilgangi að menn slá með
þeim sambataktinn í hita og
þunga skrúðgöngunnar á laugar-
daginn kemur.
„Við dreifum þessum hljóðfær-
um ókeypis til þátttakenda í
skrúðgöngunni," sagði Haraldur
Ingi. „Við búumst við almennri
þátttöku, enda stendur hátíðin
og fellur með því að bæjarbúar
taki aímennan þátt.“ -mþþ
„Það verður skýjað og
skúraveður norðan-
iands í dag og á
morgun. Hiti átta til tíu
stig,“ sagði Unnur Ól-
afsdóttir veðurfræð-
ingur í morgun. „Vind-
ur gæti aukist á morgun
og orðið norðaustan
kaldi og jafnvel stinn-
ingskaidi.“
# Skemmtilegt
útvarp!
Full ástæða er til þess að
þakka fyrjr og vekja athygli
fólks á „Útvarp Síríus“ sem
starfrækt er á Akureyri í
tengslum við hundadagahá-
tíðina sem stendur yfir þessa
viku. Byrjað var að útvarpa
fyrir helgina síðustu og er
óhætt að segja að það efni
sem boðið hefur verið upp á
hjá þessari útvarpsstöð hafi
bæði verið skemmtilegt, oft
fróðlegt en umfram allt er
þarna ríkjandi létt og
skemmtilegt andrúmsloft
sem kemst vel til skila til
hlustendanna. Hlutur Ólafs
H. Torfasonar er þarna mikill
og hann hefur enn einu sinni
sannað sig sem einn af bestu
dagskrárgerðarmönnum
landsins. Ekki orð um það
meir. Áfram „Útvarp Síríus“!l
# .. .afgangur-
inn í lögfræð-
ing
Viðskiptasérfræðingur S & S
benti nýlega á þróun við-
skiptakjara (lánaviðskiptum.
í eina tíð var það alsiða að
menn borguðu út í hönd fyrir
hvaðeina sem þeir keyptu.
Svo þróaðist það smám sam-
an út í það að menn fengu að
grefða lítinn hluta við afhend-
ingu og afganginn með
jöfnum afborgunum. Þetta
þróaðist svo áfram þannig að
menn voru hættir að borga
nokkuð við afhendinguna og
afganginn eftir minni. Þetta
þóttu einkar góð kjör, sér-
staklega meðan verðbólgan
grasseraði. Nýjasti viðskipta-
mátinn er hins vegar sá að
menn borga ekkert út og af-
gangurinn fer í lögfræðing.
# Hvernig er
hráefnið?
Geysilegur þorskafli hefur
boríst á land að undanförnu
og hafa aðalveiðisvæði
togaranna verið úti af Vest-
fjörðum og Norðurlandi.
Menn hafa glaðst yfir þessari
miklu veiði af ýmsum ástæð-
um, en ekki eru það allir
sem eru jafn kátir reyndar.
Þeir sem eru óhressir halda
því fram að það sé vonlaust
að togararnir geti komið með
1. flokks hráefni að landi þeg-
ar þeir eru að fá allt að 60
tonnum í hali eins og heyrst
hefur, og þeir telja einnig að
ekkí þurfi að vera næstum
því svo mikill afli f hali til
þess að fiskurinn skemmist
á hinum ýmsu vinnslu-
stigum. Um þetta eru skiptar
skoðanir en þeir eru senni-
lega fleiri sem halda því fram
að þetta sé einum of mikið af
því góða svona í „einum
bita“.