Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 10. júlí 1985 Mývatnssveit passar ekki við ísland - aö AFS eru alþjóðleg skipti- nemasamtök sem gera ungl- ingum kleift að ferðast út um heim. Unglingarnir geta dvalist eitt ár eða sumarlangt hjá fjölskyldu í framandi landi, kynnst þannig menn- ingu og siðum sem eru ólík því sem þau hafa alist upp við. Það er samdóma álit flestra skiptinema að þau verði reynslunni ríkari eftir dvöl í öðru landi, og fyrir flestum er þetta mikið ævin- týri sem aldrei gleymist. Arlega fara mörg íslensk ung- menni út um allan heim á vegum AFS og eins koma skiptinemar til íslands. í ár dvöldu 18 skiptinem- ar víðs vegar að úr heiminum á íslandi. Tveir nemanna eru frá Brasilíu, einn frá Suður-Afríku, einn frá Belgíu, tveir frá Hol- landi, tveir frá Frakklandi, tveir frá Austurríki og 8 frá Banda- ríkjunum. Dvöl þeirra.er nú lok- ið og von er á nýjum hópi um miðjan júlí. Nemarnir 18 eyddu síðustu vikunni á íslandi í að ferðast og skoða landið. Þeir komu allir saman á Akureyri föstudaginn 28. júní. Þá um kvöldið var þeim boðið í Sjallann, en á laugardaginn var Akureyri skoðuð nánar, utan Sjallans. Pá um kvöldið var hald- ið í Vaglaskóg og gist þar um nóttina. Úr Vaglaskógi var hald- ið í Mývatnssveit og á miðviku- dag komu þeir aftur til Akureyr- ar. Þá um kvöldið fóru þeir til Reykjavíkur og yfirgefa landið á föstudag. Tekið var á móti þeim í Þrasta- áliti Boris frá Austurríki, en hann er einn af 18 skiptinemum sem hafa dvalist á íslandi sl. ár á vegum AFS lundi, þar sem boðið var upp á dýrindis pottrétt, ís og kaffi, auk sólar. Það var Akureyrardeild AFS sem stóð fyrir þessu. Blaða- manni Dags var boðið í garð- veisluna, voru nokkrir skiptinem- anna teknir tali og þeir spurðir út í ferðalagið og dvölina á íslandi. Sá fyrsti sem tekinn var tali var heldur neikvæður, en það geta víst ekki allir verið jákvæðir. Heitir hann Boris og er frá Aust- urríki. „Þetta er búið að vera voðalega þreytandi, ég hef ekk- ert gaman af því að hanga í rútum.“ Átti hann þar að sjálf- sögðu við ferðalagið um landið. En hann hafði líka skoðanir á ýmsu. „Mér finnst Mývatnssveit ekki passa við ísland, það er of mikill gróður þar og fallegt." Reynt var að benda honum á að mikill gróður væri á Akureyri. „Mér finnst Dettifoss ekkert sér- stakur, hann er svo skítugur og Goðafoss var heldur ekkert stór- kostlegur. Það eru miklu fallegri fossar á ísafirði, þeir eru svo beinir og alveg tærir.“ Það þarf líklega ekki að taka það fram að Boris dvaldi á ísafirði. Púh, best að leita að einhverjum sem hefur eitthvað fallegt að segja um landið. Boris frá Brasilíu varð næstur á vegi mínum, hann þótti tala góða íslensku. „Það er búið að vera ofsalega gaman á ferðalag- inu.“ Almennt um dvölina á Is- landi hafði hann þetta að segja: „Mér leiddist stundum hérna, en stundum var mjög gaman, en það er bara eins og heima. Ég hafði ekki gert mér neinar sérstakar hugmyndir um ísland, ég gat það ekki því ég vissi ekkert um landið. Jú, ég vissi að hér var gos- hver sem hét Geysir og mikið af Veðrið lék við skiptinemana og því tilvalið að setjast á grasið til snæðings. eldfjöllum. Ég bað um að fara til íslands, því mig langaði að vita meira um það. Ég hafði heyrt að hér væru alls kyns skrýtin dýr, t.d. ísbirnir. Á Húsavík sá ég ísbjörn, en hann var bara stein- dauður og uppstoppaður!“ Suður-Afríka og ísland! Ætli það séu til mikið ólíkari lönd. Abe er frá Suður-Afríku og dvaldi hann á Akureyri, hann var spurður hvernig honum hefði lík- að vistin hér norður undir heim- skautsbaug. „Þetta er búið að vera mjög gaman, en ákaflega ólíkt lífinu heima í Afríku. Fyrst var þetta mjög erfitt, ég gat ekk- ert talað og gekk því illa að kynn- ast fólki. En ég fór í Verk- menntaskólann og málið kom með tímanum. Mér fannst gott að vera í skólanum, þar var gott fólk og ég stundaði mikið íþrótt- ir.“ En kuldinn? „Mér fannst rosalega kalt hérna fyrst, en það vandist og mér var ekki svo mjög kalt í vetur. En það var mjög skrýtið að sjá snjó, ég hafði aldrei séð það fyrirbæri áður.“ Abe fer út á föstudag, eins og hinir, hann flýgur í gegnum London. Þegar til Afríku kemur býst hann við að setjast á skóla- bekk. „Mig langar að læra efna- verkfræði." Aftur til íslands? „Auðvitað kem ég aftur, ég hef eignast svo marga vini hérna." „Heyrðu, þú mátt geta þess að það vantar ársfjölskyldu fyrir skiptinema á Akureyri.“ Það er formaður AFS á Akureyri, Dilla, sem svo mælir, en hægt er að hafa samband við hana í síma 26337. - HJS Kynnmg föstudag 12. júli frá kl. 2-6 e.h. Kynntir veroa Kjarna ávaxtagrautar Kynningarverð. Boðið var upp á Ijúffengan pottrétt og hér hefur Boris frá Brasilíu tekist að næla sér í nokkra bita og virðist bara sæll með það.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.