Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 3
10. júlí 1985 - DAGUR - 3
„Eg ætla
sko
aðfá
eitthvað“
- Líf og fjör
við Leirutjörn
Hundadagahátíð var sett sl.
mánudag, þá kastaði Jón Sig-
urðarson bæjarfulltrúi fyrsta
spúninum út í Leirutjörn og
veiðar hófust, en nokkru áður
hafði laxi og silungi verið
sleppt í tjörnina.
Töluverður hópur fólks var
saman kominn við tjörnina með
stengur sínar og beið eftir að
Haraldur Ingi framkvæmdastjóri
hátíðarinnar gæfi merki um að
menn mættu hefja veiðar.
Fyrsta silunginn veiddi Gunn-
laugur Sigurjónsson og var það
fljótlega eftir að menn byrjuðu
að kasta.
Tómas Veigar Sigurðarson var
mættur ásamt Sigurði Sumarliða
Sigurðarsyni. Sagðist Tómas að-
eins hafa veitt einn plastpoka,
þegar blaðamaður Dags talaði
við hann. Ætlaði Tómas að veiða
í tjörninni alla vikuna „og ég ætla
sko að fá eitthvað. Ég er búinn
að veiða í allt sumar úti á kanti
og við Eimskipafélagsbryggjuna
og aldrei fengið neitt.“ Tómas
sagði að stöngin sín væri ekki
mjög góð „hún brothaði og er
límd saman.“
Erlendur Ásmundsson dró sil-
ung að landi meðan Dagsmenn
voru staddir við tjörnina, hann
var ekki mjög stór, „en er búinn
að taka oft,“ sagði Erlendur. Var
Erlendur ákveðinn í að veiða
annan af merktu löxunum.
Skömmu eftir að Erlendur hafði
veitt silunginn beit annar á hjá
honum, nokkru stærri. Einhver
hafði á orði að þetta yrði ágætt
hjá honum um kvöldmat. En
rogginn sagði Erlendur: „Þeir eru
búnir að finna smjörþefinn af
spúninum mínurn." -mþþ
Gunnlaugur Sigurjónsson heitir hann og veiddi fyrsta silunginn úr Leiru-
tjörninni, að vonum hreykinn. Myndir: KGA
Það var töluverður hópur manna saman kominn við Leirutjörn sl. mánudag,
en þá var hundadagahátíð sett. Búið var að sleppa laxi og silungi í tjörnina
og menn veiddu grimmt.
„Óeðlilegt og furðulegt“
- segír Sturla Kristjánsson um einkaskólann
„Okkur finnst það ákaflega
óeðlilegt að kalla þennan skóla
einkaskóla. Þarna er verið að
gefa tveimur manneskjum
heimild til að reka ríkisskóla í
eigin nafni. Þær fá um 3 millj-
ónir í rekstur og launauppbæt-
ur, sem er ekki Iítið mál. Ef við
fengjum fimm stöðugildi fyrir
hverja 100 nemendur gætum
við gert mikið, en nú eru
í síðustu viku auglýsti stjórn
verkamannabústaða á Akur-
eyri eftir tilboðum í byggingu
15 íbúða ■ raðhúsum við Fögru-
síðu. Hákon Hákonarson,
formaður stjórnarinnar var
spurður nánar út í þetta tilboð.
„Byggingartíminn er áætlaður
18 mánuðir og mér sýnist sem
þetta muni verða langstærsta
skólarnir úti um landið í erfið-
leikum með að standa undir
lögboðnu hlutverki. Á sama
tíma og svo er, þykir okkur
óeðlilega og furðulega að
þessu staðið,“ sagði Sturla
Kristjánsson, fræðslustjóri, en
fræðsluráðin á Norðurlandi
hafa ályktað gegn einkaskólan-
um sem setja á á laggimar í
Reykjavík í haust og þá eink-
framkvæmdin í íbúðabyggingum
í ár. Að sjálfsögðu vonum við að
byggingaraðilar skoði þetta út-
boð vandlega og að við fáum góð
tilboð," sagði Hákon. „Tilboðin
verða opnuð 16. júlí nk.“
Þetta ætti að skapa þó nokkr-
um mönnum atvinnu og er enn
ein vísbendingin um að bjartara
sé framundan í atvinnumálum
hér á Eyjafjarðarsvæðinu. -ám.
um því að hann skuli styrktur
af opinberu fé.
í ályktuninni er bent á að nem-
endur í heimavistum hafi á síð-
asta skólaári þurft að greiða um 2
þúsund krónur á mánuði vegna
mötuneytis, sveitarfélög sem
standi að akstri vegna skóla-
göngu þurfi að greiða allt að 1
þúsund kr. með hverjum nem-
anda á mánuði. Ennfremur segir:
„Víða í dreifbýli neyðast sveit-
arfélög til þess að bæta kjör
kennara langt umfram kjara-
samninga. Gerist þetta ýmist
með því að bjóða kennurum og
skólastjórum frítt húsnæði, jafn-
vel með hita og lýsingu eða bein-
ar yfirborganir, nema hvort
tveggja sé. Þetta þýðir í raun, að
foreldrar og aðrir íbúar dreifbýl-
isskólahverfa greiða skólagjöld
til ríkisskóla til þess að halda
þeim gangandi.
Fræðsluráðin telja því var-
hugavert að einkaskólar fái fram-
lög úr opinberum sjóðum eins og
Tjarnarskóli, því í lögum um
grunnskóla segir í 75. grein:
„Ekki eiga einkaskólar kröfu til
styrks af almannafé.“ HS
15 íbúðir í verka-
mannabústöðum
HÚS TIL SÖLU
Tilboð óskast í húseignina Mímisveg 28 á Dalvík. Eignin
er endaíbúð í raðhúsi, byggð 1975. 5 herbergi, eldhús,
þvottahús og áfastur bílskúr. íbúðin er 138 fm og bíl-
skúrinn 28 fm. íbúðarlóð er í mjög góðu ástandi.
Upplýsingar í síma 96-61441. Réttur áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Gætír þú
ekki hýst einn eða tvo færeyska unglinga úr
Ieikhópnum FENRIS frá 20.-25. júlí?
Ef svo er, viltu þá segja til þín í síma 23868, 21764 eða
21347? Þar getur þú líka fengið að vita nánar um málið.
Leikklúbburinn Saga.
Innrettingar og kælitæki
í matvöruverslun eru til sölu.
Um er að ræða: Kæliklefa og tvö kæliborð ásamt góðri
pressu. Einnig er sér húsnæði með frystiklefa. Auk
þessa hillur og fleira.
Uppl. á Fasteignasölu
Ásmundar S. Jóhannssonar.
Brekkugötu 1, sími 21721, Akureyri.
Innbæjarskipulag -
Borgarafundur
Borgarafundur til kynningar á tillögu að
deiliskipulagi Innbæjar og Fjöru, verður
haldinn í Dynheimum fimmtudaginn 11. júlí
kl. 20.30. Þann dag verður sýning á tillögunni
opin kl. 14-19 og meðan á fundinum stendur.
ATH. að sýningu lýkur 16. júlí en hún er opin í
Dynheimum, virka daga frá kl. 14-18.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna
rennur út 31. júií.
Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar.
Frá Kjörbúð KEA
Brekkugötu 1
Tilboð
hefst í versluninni
fimmtudaginn 11. júlí á:
Ryvita hrökkbrauði
Pickwick tei
Toro spaghettiréttum
Toro súpum
Toro pottréttum
Mikill afsláttur.