Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 10. júlí 1985 10. júlí 1985-DAGUR-7 Bjartari horfur í atvinnumálum - Ræða Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra flutt á aðalfundi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar fyrir skömmu Finnbogi Jónsson framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar flutti á aðalfundi félags- ins hinn 28. júní erindi um at- vinnumál á Eyjafjarðarsvæðinu undir heitinu „Bjartari horfur í atvinnumálum“. Finnbogi varð góðfúslega við þeirri ósk okkar að fá þetta erindi til birtingar og fer það hér á eftir. Inngangur Atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins hafa, sem kunnugt er, verið mikið til umræðu meðal almennings og í fjölmiðlum á síðustu árum. Kjarn- inn í þeirri umræðu hefur verið sá, að algert svartnætti væri framundan og nánast ekkert nýtt væri á döfinni sem hleypt gæti nýju blóði í'at- vinnulífið á þessu svæði. En er það virkilega svo að ekkert hafi áunnist og allt sé hér á niðurleið. Er Eyja- fjörður sá „dauðadalur“ sem mátt hefur skilja á umfjöllun dagblaða á síðustu misserum? Hér á eftir verður reynt að leita svara við þessum spurningum. Um- fjölluninni mun ég skipta upp í þrjá þætti. í fyrsta lagi mun ég gera grein fyrir þróun atvinnulífs frá 1980 til 1983, sem eru þau ár sem nýjustu tölur í þessum efnum ná yfir. I öðru lagi mun ég rifja upp hvað áunnist hefur í atvinnumálum frá 1983 til dagsins í dag. Að síð- ustu mun ég svo reyna að leggja mat á núverandi stöðu atvinnumála við Eyjafjörð og framtíðarhorfur. Þróun atvinnulífs frá 1980-1983 Eins og flestum er kunnugt hefur dregið mjög úr fjölgun íbúa við Eyjafjörð eftir 1980 og allra síðustu ár nánast verið um stöðnun að ræða í fólksfjölgun eða jafnvel fækkun. Árið 1980 var íbúatala Eyjafjarðar- svæðisins 19.513 en árið 1983 19.981. Aukning á þessum þremur árum er aðeins um 2,4%. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum í heild hins vegar um tæp 4,0% sem er 60% meiri fjölgun. Þótt íbúatalan gefi ákveðnar vísbendingar um þróun atvinnumála segir hún ekki alla söguna. Betri mælikvarði í þeim efnum er þróun ársverka, þ.e.a.s. hversu mörg heilsársstörf eru unnin á hverjum tíma. Samkvæmt upplýs- ingum Framkvæmdastofnunar ríkisins var fjöldi ársverka í öllum atvinnugreinum í Eyjafirði á árinu 1980 samtals 8218 en á árinu 1983 hins vegar 8756. Aukningin nemur 538 ársverkum sem jafngildir 6,5% aukningu. Á sama tíma fjölgaði ársverkum á landinu í heild um 8,8%. Samkvæmt þessu höfum við haldið okkar hlut betur í fjölgun starfa en í fólksfjölguninni sem slíkri. I töflu 1 kemur fram hvernig þessi aukning ársverka skiptist á einstakar atvinnugreinar. í þremur greinum af níu er um fækkun að ræða, þ.e. í landbúnaði, byggingar- iðnaði pg í samgöngum, fiskveiðar standa í stað en í öðrum greinum er um fjölgun að ræða. Mestur samdráttur er í bygging- ariðnaði og nemur hann hvorki meira né minna en um 150 ársverk- um eða tæpum 15 prósentustigum á þremur árum. Á árunum 1976- 1980 voru byggðar á Eyjafjarðar- svæðinu u.þ.b. 230 íbúðir á ári að meðaltali. Þetta svarar til þess að byggt hafi verið yfir tæplega 3000 manns á umræddu 4 ára tímabili meðan fólksfjölgunin á sama tíma var um 1300 manns. Það má því segja að um óhjákvæmilegan og að nokkru leyti eðlilegan samdrátt hafi verið að ræða í byggingariðnaði upp úr 1980. Engu að síður hlýtur svo mikill samdráttur á svo skömmum tíma að vera mjög óæskilegur með tilliti til framtíðar- stöðu þessarar atvinnugreinar á svæðinu. Fækkun í landbúnaði nemur tæp- um 70 ársverkum frá 1980 til 1983 eða um 10 af hundraði. Þetta er í samræmi við þá þróun sem átt hef- ur sér stað í landbúnaði almennt í landinu og reyndar hefur fækkunin ar ársverkum um tæp 160 eða rúm- lega 19% og svo þjónustugreinarn- ar en þar fjölgar um hvorki meira né minna en 522 ársverk sem jafn- gildir 15% aukningu á þremur árum. Iðnaðurinn, að frátöldum bygg- ingariðnaði, kemur viðunandi út í þróun atvinnuþátttöku á þessum árum, en samtals koma til 70 ný störf í þessari grein á tímabilinu. Hlutfallsleg aukning nemur 4,1% samanborið við 3% á landinu í heild að meðaltali. Varðandi fiskveiðarnar er rétt að geta þess að bæði á árunum 1981 og 1982 voru sjómenn fleiri en á árinu 1983 eða um 520 samanborið við 486 árið 1983. Þessi samdráttur stafar m.a. af því að einum togara Útgerðarfélags Akureyringa, Sól- bak var lagt á þessum tíma eins og kunnugt er. Sjá nánar töflu 2. Þegar á heildina er litið er ekki hægt að segja annað en þróun at- vinnulífs við Eyjafjörð hafi verið mjög viðunandi á árunum 1980- 1983 ef undan er skilinn samdráttur í byggingariðnaði og landbúnaði. Á miðju ári 1983 ríkti hins vegar veruleg óvissa varðandi framtíðar- þróun í atvinnumálum byggðar- lagsins. í skýrslu samstarfsnefndar um mönnum sjálfum, einstaklingum og fyrirtækjum og samtökum þeirra. Hún benti hins vegar á, að til að halda eðlilegu byggðajafnvægi við höfuðborgarsvæðið þyrfti að koma til stóriðja í einhverri mynd eða stóraukin hlutdeild í fyrirsjáanlegri aukningu þjónustustarfa í landinu. En hver hefur hin raunverulega þróun orðið á þessum tveimur árum frá því að umrædd úttekt var gerð á stöðu og horfum atvinnulífs við Eyjafjörð. Hefur eitthvað áunnist í atvinnu- málum á sl. tveimur árum? Sem kunnugt er hefur íbúum í Eyjafirði ekki fjölgað frá 1983. Á Akureyri hefur þvert á móti verið um fækkun að ræða tvö ár í röð og sama gildir um ýmis önnur sveitar- félög á svæðinu. Ég tel að ákveðnar vísbendingar séu nú um að þessi þróun sé að snúast við og að við getum vænst þess að íbúum við Eyjafjörð fari aftur að fjölga þótt það verði ekki í sama mæli og var fyrir 1980. En af hverju skyldi þá þróunin vera að snúast við? Megin- skýringin er auðvitað sú staðreynd að þrátt fyrir allt hefur ýmislegt nýtt komið til sögunnar á síðustu tveimur árum sem rennt hefur styrkari stoðum undir atvinnulífið víða verið meiri. Það má til dæmis nefna að á Austurlandi var sam- dráttur í ársverkum á sama tímabili yfir 20% og að meðaltali yfir landið í heild var fækkunin um 6%. Að fækkunin skuli vera meiri hér, en nemur landsmeðaltali kemur mér þó á óvart með tilliti til þess hve Eyjafjörðurinn er í rauninni hag- kvæmt landbúnaðarhérað. Helstu vaxtagreinarnar á tíma- bilinu eru fiskvinnslan, en þar fjölg- iðnþróun í Eyjafirði, sem út kom um þetta leyti var bent á að gera þyrfti verulegt átak í atvinnumálum ef tryggja ætti áframhaldandi og æskilega fólksfjölgun á svæðinu á komandi árum. Nefndin var þó ekki þeirrar skoðunar að algert svartnætti væri framundan þar sem hún taldi að fjölmargir möguleikar væru til nýsköpunar í atvinnumál- um við Eyjaförð sem unnt væri að hrinda í framkvæmd af heima- á svæðinu. Mig langar að nefna hér nokkur dæmi: Í. í árslok 1983 kom til Akureyrar nýr togari, Akureyrin, sem gerður er út sem frystitogari. Á milli 35 og 40 manns hafa atvinnu af þessari út- gerð en með margfeldisáhrifum á þjónustustarfsemi og annað má fullyrða að tilkoma þessa togara hafi ekki skapað færri en 100 ný störf á svæðinu. TAFLA 1 Skipting mannafla á atvinnugreinar 1980 og 1983. Ársverk. Breyting 1980 1983 ársv. í % 1. Landbúnaður 668 601 -67 -10,0 2. Fiskveiðar 486 486 0 0 3. Fiskvinnsla 824 982 158 + 19,2 4. Iðnaður 1791 1864 73 +4,1 5. Byggingar 1008 859 -149 -14,8 6. Verslun 960 1125 165 + 17,2 7. Samgöngur 455 418 -37 -8,1 8. Bankaro.fi. 266 324 58 +21,8 9. Þjónusta 1761 2097 336 + 19,1 SAMTALS 8218 8756 538 +6,5 TAFLA2 Skipting mannfjölda eftir atvinnugreinum 1981 og 1983 í Eyjaflröi. Ársverk Ársverk Breyting (%) 1981 1983 Landbúnaður 654 601 -53 (-8,1) Fiskveiðar 527 486 -41 (-7,8) Iðnaður 1) 3676 3705 +29 (+0,8) Þjónusta 2) 3595 3964 +369 ( + 10,3) Samtals 8452 8756 +304 (3,6) 1) Fiskvinnsla °g byggingariðnaður meðtalin. 2) Verslun, bankar, samgöngur og önnur þjónusta. 2. Útgerðarfélag Akureyringa hef- ur fest kaup á nýjum togara í stað Sólbaks. Rekstur slíks togara þýðir um 60-70 ársverk auk margfeldis- áhrifa. Miðað við árið 1983 sem var það ár þegar mest óvissa rfkti hér í atvinnumálum þýða þessir tveir togarar 50% aukningu á togaraút- gerð frá Akureyri með tilheyrandi áhrifum á aðrar atvinnugreinar. 3. Um áramótin 1983/84 kom nýr 184 tonna togari til Grenivíkur. Þótt hann hafi að hluta til komið í stað tveggja minni báta sem seldir voru af staðnum er þarna um aukin afköst i útgerð að ræða. Varðandi þennan togara má einnig nefna að hann er gerður út með línubeit- ingarvél sem er nýjung í útgerð við Eyjafjörð. 4. Sjávarútvegurinn í landinu al- mennt hefur átt í miklum rekstrar- erfiðleikum á síðustu árum. Út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á þessu svæði hafa þó staðið þessa erfiðleika af sér hlutfallslega betur en fyrirtæki víða annars staðar á landinu og jafnvel skilað hagnaði þegar hliðstæð fyrirtæki á öðrum stöðum hafa sýnt verulegt tap. Af þessum ástæðum svo og þeirri stað- reynd að afkoma fiskvinnslunnar er mun betri á þessu ári er fjáhags- legur grundvöllur stærstu útgerð- arfyrirtækjanna hér til frekari upp- byggingar og nýsköpunar á næstu árum hlutfallslega góður. Raun- verulegt eigið fé Ötgerðarfélags Akureyringa hf. fyrir skatta er t.d. vart undir 400 millj. króna og er ÚA trúlega fjárhagslega sterkasta fyrirtæki sinnar tegundar í landinu. 5. J3yggð hefur verið rækjuverk- smiðja á Árskógsströnd sem veitir hátt í 30 manns atvinnu sem er mjög mikið í ekki stærra byggðar- lagi. Þá hefur verið endurbyggð rækjuverksmiðja á Dalvík og farið fram fjárhagsleg endurskipulagning á Söltunarfélagi Dalvíkur hf. sem skapar forsendur fyrir frekari upp- byggingu þess fyrirtækis á næstu árum. 6. Horfur í iðnaði eru nú verulega bjartari en var á árinu 1983. Má t.d. nefna að hjá Slippstöðinni hef- ur ástandið að verulegu leyti snúist við. I stað fjölda uppsagna sem horfur voru á fyrir um 1-1 Ví> ári síð- an er nú skortur á starfsmönnum a.m.k. í ákveðnum iðngreinum. Umfangsmikil viðhaldsverkefni eru fyrirsjáanleg út allt þetta ár og Slippstöðin hefur haslað sér völl á erlendum vettvangi með nýlegum samningum við Kanadamenn. 7. Mikil framleiðslu- og veltuaukn- ing hefur orðið hjá Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar á síðustu miss- erum m.a. í kjölfarið á umfangs- miklum nýfjárfestingum hjá fyrir- tækinu. Starfsmannafjöldi í fram- leiðslunni sem slíkri hefur að vísu ekki aukist að sama skapi, sem einungis verður að telja jákvæða þróun en ljóst er að peningaveltan ein skapar margfeldisáhrif og þar með aukna atvinnu í öðrum grein- um. 8. Á árinu 1983 kom til sögunnar nýtt fyrirtæki, Gúmmívinnslan, sem er eina fyrirtækið utan Reykja- víkur sem hefur með höndum sóln- ingu á stórum hjólbörðum. Þá er þetta fyrirtæki að hefja framleiðslu á gúmmíbobbingum og gúmmí- mottum úr hráefni sem áður fór á haugana og er það alger nýjung hér á landi. 9. Á þessu ári var hafinn rekstur kjarnfóðurverksmiðju hjá Fóður- stöð KEA og KSÞ en áður var allt kjarnfóður fyrir nautgripi og sauð- fé til Eyjafjarðarsvæðisins innflutt. Verksmiðjan selur framleiðslu sína auk þess vestur í Húnavatnssýslu og austur í Þingeyjarsýslur. Unnið er að undirbúningi á að hefja fram- leiðslu á svína- og kjarnfóðri. 10. Framleiðsla á votfóðri fyrir loðdýrarækt hefur verið endur- skipulögð með stofnun sérstakrar fóðurstöðvar á Dalvík fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið. Loðdýrarækt vex hröðum skrefum á svæðinu og hefur aukist um allt að 50% á tveimur árum og reyndar meira ef tekið er tillit til útrýmingar á sýkt- um stofni. Á árinu 1983 voru 12 loðdýrabú í Eyjafirði en með nýj- um umsóknum sem nú liggja fyrir má gera ráð fyrir að þau verði tæp- lega 30 á næsta ári. 11. Starfsfólki hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri hefur fjölgað frá árinu 1983, m.a. vegna mikillar aukningar í fullvinnslu á skinnum en hún hefur tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Eftirspurn eftir framleiðslu skódeildarinnar, sem lá við að yrði lögð niður fyrir þremur árum, er nú meiri en um margra ára skeið og rekstrargrund- völlur traustari. 12. Efnaverksmiðjan Sjöfn vinnur um þessar mundir að gangsetningu nýrrar verksmiðju til framleiðslu á dömubindum og bleium. Auk þess hefur fyrirtækið þróað ýmsar nýjar afurðir á síðustu árum innan hins hefðbundna framleiðslusviðs fyrir- tækisins. 13. Rafeindaiðnaður hefur nú náð fótfestu á Eyjafjarðarsvæðinu með endurskipulagningu og stofnun hlutafélagsins DNG hf. og fjár- hagslegri þátttöku ýmissa fyrir- tækja á Reykjavíkursvæðinu í þessu sambandi. 14. Stofnað hefur verið nýtt fyrir- tæki á Dalvík, Sæplast hf., sem starfrækt er allan sólarhringinn fimm daga vikunnar, til framleiðslu á plastkörum og brettum. Fyrirtæk- ið framleiðir bæði fyrir innlendan og erlendan markað og unnið er að þróun nýrra vörutegunda sem mun fela í sér enn frekari framleiðslu- aukningu á næstu árum. 15. Stofnað hefur verið fyrirtækið AKVA sf. á Akureyri, sem mun hafa með höndum framleiðslu á ýmsum drykkjarvörum auk þess sem það mun reyna fyrir sér með útflutning á vatni til neyslu erlend- is. 16. Hafinn er rekstur tveggja fisk- eldisfyrirtækja við Eyjafjörð, ann- ars á Dalvík og hins í Ólafsfirði. Með þessum fyrirtækjum er lagður grundvöllur að landnámi þessarar nýju og áhugaverðu atvinnugreinar í Eyjafirði og unnið er að athugun- um á fleiri verkefnum á þessu sviði. 17. Stofnað hefur verið fyrirtækið ÍSTESS hf. í samstarfi við norska aðila, og mun það fyrirtæki gegna lykilhlutverki í framleiðslu á laxa- fóðri fyrir fiskeldisstöðvar á fslandi á komandi árum auk þess sem um útflutning verður að ræða. Þá mun fyrirtækið einnig framleiða þurr- fóður og íblöndunarfóður fyrir vax- andi loðdýrarækt á íslandi, en þess konar fóður er nú alfarið innflutt. 18. Hjá Plasteinangrun hf. hefur orðið mjög mikil aukning í fram- leiðslu á útgerðarvörum á síðustu árum og er nú svo komið að fyrir- tækið annar vart eftirspurn þrátt fyrir að fyrirtækið sé nú rekið allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Söluhorfur næstu misseri eru mjög góðar og jafnvel í sjónmáli stór- verkefni sem ekki verður mætt nema með nýjum fjárfestingum í framleiðslutæk j um. 19. Stofnað hefur verið nýtt fyrir- tæki í Ólafsfirði, Sæver hf., sem hefur að markmiði kavíarfram- leiðslu, rækjuvinnslu og ýmsa aðra framleiðsiu á niðurlögðum og/eða niðursoðnum sjávarafurðum. 20. Rekstur Vélsmiðjunnar Odda hefur tekið verulegum stakka- skiptum frá árinu 1983 þegar mikill samdráttur varð á hinu hefðbundna framleiðslu- og þjónustusviði fyrir- tækisins. Þessum samdrætti hefur fyrirtækið mætt með þeim hætti sem ber að gera og þörf er á á nokkurra ára fresti í öllum rekstri, þ.e.a.s. með vöruþróun og með því að hasla sér völl á nýjum sviðum. Fyrirtækið er nú að festa sig í sessi m.a. sem tækjaframleiðandi fyrir sjávarútveginn, bæði fyrir innlend- an og erléndan markað. Þetta er svið, sem er mjög áhugavert en hef- ur allt of lítið verið sinnt hér á landi fyrr en á allra síðustu árum. Starfs- mannafjöldi frá árinu 1983 hefur aukist um meira en 30% af þessum sökum. 21. Ýmis smærri fyrirtæki hafa komið til sögunnar á síðustu árum á sviði iðnaðar og öðrum sviðum sem of langt mál væri að rekja en slík fyrirtæki eru mikilvægir hlekkir í samtvinnaðri keðju atvinnulífsins á svæðinu. í þessu sambandi má nefna þjónustufyrirtæki í prentiðn- aði s.s. HS vörumiða, pökkunarfyr- irtæki í matvælaiðnaði s.s. Tinda- fell, og ýmis smærri fyrirtæki sem veita þjónustu og ráðgjöf á ýmsum sviðum, sem í allt of miklum mæli hefur hingað til verið sótt til Reykjavíkur. Þá má nefna ýmsar ótaldar nýjungar hjá starfandi fyrir- tækjum s.s. pökkunarverksmiðju Kjötiðnaðarstöðvarinnar o.fl. 22. Lagður hefur verið grundvöllur að stóraukinni ferðamannaþjón- ustu á Akureyri og nágrenni á næstu árum. Unnið er að allt að þrefaldri stækkun á Hótel KEA, nýtt fyrirtæki, Hótel Stefanía, hef- ur þegar hafið rekstur og ákvörðun hefur verið tekin um þriðju stór- framkvæmdina á þessu sviði, bygg- ingu Hótels Goðafoss. 23. Á sl. ári var stofnað fyrirtækið Samver hf. sem ætlað er að gegna veigamiklu hlutverki á fjölmiðlun- arsviði á næstu árum, en þar er ým- islegt að gerast um þessar mundir sem kunnugt er og mjög mikilvægt að Eyfirðingar taki virkan og stóran þátt í þeirri þróun sem þar er fyrir- sjáanleg. 24. Fjölmargir veitingastaðir hafa risið hér á svæðinu á allra síðustu árum, sem gegna vissulega mikil- vægu hlutverki í mannlífinu og verða til að auka hvers konar ferða- mannaþjónustu. Má í þessu sam- bandi t.d. nefna Laxdalshús á Ak- ureyri, Sæluhúsið á Dalvík, Brekku í Hrísey og Vín í Hrafnagilshreppi. 25. Að lokum má svo nefna að á síðasta ári tók Verkmenntaskólinn á Akureyri formlega til starfa og þar er virkilega um merka nýjung að ræða í skólamálum á svæðinu og sem mun gegna lykilhlutverki í allri verkmenntun sem aftur er forsenda enn frekari landvinninga í hagræð- ingu og nýsköpun atvinnulífsins hér sem annars staðar á næstu árum. Niðurstöður Ég hef hér að framan rifjað upp ýmislegt sem áunnist hefur í at- vinnumálum hér á sl. tveimur árum. Að mínu mati er það alls ekki svo lítið. Upptalning þessi er heldur engan veginn tæmandi, að- eins 25 dæmi, sem komu fljótt upp í hugann við samantekt þessa er- indis. Vissulega hafa einnig ýmis blóm fallið á tímabilinu en þó er ég þeirrar skoðunar að nýjungarnar yfirgnæfi það sem miður hefur farið. Varðandi stöðu atvinnumála nú á miðju ári 1985 er margt sem bendir til að hún sé tiltölulega góð og horfurnar bjartari en verið hefur um nokkurt skeið. Það sem skyggir vissulega á og sá skuggi er óneitan- lega stór er ástandið í byggingar- iðnaðinum. Um ástandið nú segir það e.t.v. sína sögu að á Akureyri hefur verið sótt um tvær einbýlis- húsalóðir það sem af er þessu ári. Eins og ég hef áður vikið að hlaut vissulega að verða verulegur sam- dráttur í byggingariðnaði upp úr 1980 miðað við hvað mikið hafði verið byggt þar á undan. í dag er umfang byggingarframkvæmda hins vegar komið langt niður fyrir það sem eðlilegt getur talist. Til þess að jafna svona miklar og óæskilegar sveiflur í þessari at- vinnugrein væri að mínu mati eðli- legt að opinberir aðilar og sveitar- félög höguðu sínum framkvæmdum þannig að meira væri byggt þegar samdráttur er í almennum hús- byggingum og minna þegar þensla er á íbúðamarkaðinum. Staðreynd- in er hins vegar sú að þessu virðist þveröfugt farið. Nú er til að mynda mikil þensla í íbúðabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma eru opinberar framkvæmdir á því svæði í hámarki. Á landsbyggðinni er samdráttur í íbúðabyggingum og á sama tíma samdráttur í opinber- um framkvæmdum. Einhvern veginn hef ég þó á til- finningunni að byggingariðnaður- inn hafi þegar náð botninum og að bjartari tíð sé framundan í íbúða- byggingum á næsta ári. Ég held einnig að munur á fasteignaverði á Akureyri og í Reykjavík muni minnka verulega á næstu misser- um. Vaxandi peningavelta í kjölfar aukins afla og framleiðsluaukning- ar á svæðinu mun kalla á aukin verkefni í byggingariðnaði. Ef frá er talið núverandi ástand í byggingariðnaðinum tel ég að iðn- aður í Eyjafirði standi á tiltölulega traustum fótum. Horfur í sjávarútvegi eru allt aðr- ar en þær voru fyrir aðeins einu ári. Lífsskilyrðin í sjónum hafa batnað til muna og útflutningsverð hefur farið hækkandi. f landbúnaði í heild má gera ráð fyrir að um óhjákvæmilegan og áframhaldandi samdrátt verði að ræða. Eyjafjarðarsvæðið er hins vegar eitt besta landbúnaðarhérað í landinu, ekki síst fyrir nautgripa- rækt og þess vegna tel ég mjög óeðlilegt að veruleg minnkun eigi að verða hér á þessu svæði, umfram það sem þegar er orðið, þ.e.a.s. á svæði þar sem hvað ódýrast er að framleiða mjólk í landinu. í sauðfjárræktinni hlýtur hins vegar að verða samdráttur en með tilliti til stórfelldrar aukningar í loð- dýrarækt neita ég að trúa því að um verulegan samdrátt verði að ræða í landbúnaði í Eyjafirði á næstu árum þegar á heildina er litið. Umfangsmikill vöxtur hefur ver- ið í þjónustugreinum hér á síðustu árum eins og fram kom á töflu 1 og 2. Á því þarf að verða áframhald en við verðum að fá ný verkefni á þessu sviði. Þar er efst á blaði stofn- un útibús frá Háskóla íslands á Ak- ureyri þegar haustið 1986. Þá ákvörðun verðum við að knýja í gegn á allra næstu mánuðum. Því verður ekki trúað að stjórnvöld jarðsetji þá hugmynd eins og þau hafa gert með aðrar hugmyndir sem hafa verið á lofti í þessum efnum á síðustu mánuðum s.s. byggðastofnun og þróunarfélag. Háskóla verðum við að fá og það eru engin rök fyrir að neita þeirri sjálfsögðu kröfu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.