Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 9
10. júlí 1985-DAGUR-9 Þetta er í fyrsta skipti sem Bjami er valinn í landslið og fínnst víst sumum tími til kominn að hann fengi að spreyta sig í lands- liðsbúningnum. Halldór er hins vegar öllu vanari þegar um landslið er að ræða. Hann lék fjóra leiki með landsliði 14-16 ára á sínum tíma og skoraði tvö mörk í þeim leikjum. Þá lék hann fimm leiki með 16-18 ára landsliðinu og skoraði 1 mark í þeim leikjum. Hann hefur leikið tvo landsleiki með 21 árs liðinu og í fyrra lék hann tvo a-landsleiki gegn Færeyjum og Grænlandi. Þá lék hann einnig í landsliði íslands sem fór til Kuwait í vor. Hlé er nú á keppninni í 1. og 2. deild. Næstu leikir Akureyrarfé- laganna KA og Þórs eru í bikar- :keppninni. KA á að mæta Víði á Akureyrarvelli þann 16. júlí eða nk. þriðjudag og daginn eftir fá Þórsarar FH-inga í heimsókn í sömu keppni. Fjórir kátir með bikarinn eftir leikinn í gærkvöldi. Frá vinstri: Sigurbjörn Viðarsson, Siguróli Kristjánsson, Árni Stefánsson og Bjarni Sveinbjörnsson. Mynd: KGA Spjöldin voru á lofti Það gekk ýmislegt á (að venju) þegar KA og Þór léku um Ak- ureyrarmeistaratitilinn í knatt- Stefán hlaut fimm gull Stefán B. Thorarensen frá Ak- ureyri hlaut fimm gullverðlaun á Norðurlandamóti fatlaðra unglinga sem haldið var í Finn- landi á dögunum, en þar mættu keppendur frá íslandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Stefán sýndi á mótinu hversu fjölhæfur hann er og vann bæði til verðlauna í frjálsíþróttum, sundi og borð- tennis. Hann sigraði í 60 metra hlaupi, 100 metra hlaupi, langstökki, borðtennis og var í sigursveitinni í boðsundi. Bróðir Stefáns, Elvar B. Thor- arensen keppti einnig á mótinu. Hann varð fjórði í borðtennis, fjórði í 25 metra skriðsundi og í sveit íslands sem varð í 2. sæti í boccia. Þeir áttu báðir að keppa í kúlu- varpi einnig en hættu við þátt- töku vegna veðurs. Óhætt er að segja að þeir Stefán og Elvar hafi staðið sig frábærlega á mótinu og sérstaklega er árangur Stefáns at- hygli verður. spyrnu í gærkvöld. Þrjú gul spjöld á lofti og eitt rautt sem sýnir að menn voru ekki að- gerðarlausir og það var hraust- lega barist í grenjandi rigningu á rennblautum vellinum. Þór sigraði 2:1 þrátt fyrir að Þórsarar væru einum leikmanni færri í 75 mínútur eftir að Nói Björnsson hafði verið rekinn af velli. Kjartan Tómasson rak hann út af fyrir brot og þeir Hall- dór Askelsson og Sigurbjörn Viðarsson Þórsarar ásamt KA- manninum Ágústi Ásgrímssyni fengu allir að sjá gula spjaldið. Fyrri hálfleikur leiksins var slakur knattspyrnulega séð en ekkert gefið eftir í baráttunni. Segja má að ekki hafi komið nema eitt hættulegt marktækifæri er Tryggvi Gunnarsson skaut á 40. mínútu eftir mikinn einleik, en boltinn snerti varnarmann og fór í stöng. Gott framtak Tryggva og gott færi. Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri og bæði liðin reyndu þá að leika knattspyrnu við erfiðar aðstæður. Kristján Kristjánsson átti fljótlega skot rétt yfir KA-markið og á 10. mín- útu hálfleiksins skoraði Þór. Bjarni Sveinbjörnsson felldur í teignum eftir einleik og Jónas Róbertsson tók vítaspyrnu „á la Jónas“. KA jafnaði 8 mín. síðar. Vörn Þórs mistókst að hreinsa frá eftir fyrirgjöf, boltinn til Friðfinns Hermannssonar sem skoraði og jafnaði. Eftir þetta fengu bæði liðin sín tækifæri en aðeins eitt þeirra gaf mark. Kristján Kristjánsson skoraði sigurmark leiksins með skoti úr aukaspyrnu á 77. mínútu eftir að Bjarni hafði verið felldur utan teigs. Skömmu fyrir leikslok fékk KA svo gullið tækifæri til að jafna, Haraldur Haraldsson með skot í stöng en „gleymdi" að hirða frákastið sem vel hefði get- að fært KA mark. Þór sigraði því, og bestu menn liðsins voru Bjarni Sveinbjörns- son og Siguróli Kristjánsson, en hjá KA voru Erlingur Kristjáns- son, Njáll Eiðsson og Tryggvi Gunnarsson bestir. Dórnari sem fyrr sagði Kjartan Tómasson og var ekki öfundsverður af hlut- verki sínu. gu/gk-. „Krakkamót KEA“ ekki um helgina - en knattspyrnusambandið heldur „pollamót KSf“ á Húsavfk „Knattspyrnudeild Þórs sem ætlaði að annast mótið fyrir okkur um næstu helgi fór fram á það við okkur að mótinu yrði frestað vegna óvæntra óvið- ráðanlegra orsaka og við urð- um við því,“ sagði Áskell Þór- isson hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, en „krakkamóti KEA“ sem vera átti um næstu helgi á Þórsvelli hefur verið frestað. Áskell sagði að mótið yrði haldið engu að síður, og hefur verið ákveðið að halda það þann 10. ágúst á Þórsvellinum með sama sniði og fyrirhugað var um næstu helgi. Um næstu helgi verður hins vegar „pollamót KSÍ" haldið á Húsavík og er reiknað með að þangað mæti mikill fjöldi knatt- spyrnustráka úr 6. flokki. Mót þetta var haldið í fyrsta skipti í fyrra og þótti takast þokkalega þrátt fyrir slaka framkvæmd og er vonandi að KSÍ standi betur að málum í sambandi við mótið núna. Hópferð á Skagann Þórsarar eiga að leika gegn ákveðið að gangast fyrir hópferð Akranesi í 1. deild hinn 20. á leikinn. Þeir sem hafa áhuga júlí á Skipaskaga og er það geta fengið allar upplýsingar og geysilega mikilvægur leikur. látið skrá sig í ferðina í síma Stuðningsmenn Þórs hafa 22381 daglega kl. 16.00-18.00. Tveir leikmenn Þórs, þeir Hall- dór Áskelsson og Bjarni Svein- bjömsson, hafa verið valdir í landslið íslands sem á að leika gegn Færeyjum í kvöld og á föstudagskvöld. „Riddarar hringborösins" eða „kaffiteríukarlamir“ á KEA eins og sumir kalla þá, héldu sitt árlega golfmót á dögunum, og er myndin hér að ofan tek- in af keppendum. - Sigurvegari var Ragnar Lár, lengst til vinstri i aftari röð og lék hann mjög vel. Markaregn í 4. deildinni Þeir skora grimmt í 4. deild d og e í knattspyrnunni þessa dagana. Við erum hér með úr- slit í 8 leikjuin og í þeim hafa verið skoruð hvorki fleiri eða færri en 40 mörk eða fimm mörk að jafnaði. Úrslit leikj- anna hafa orðið sem hér segir: D-riðiIl: Reynir-Svarfdælir 3:0 Hvöt-Svarfdælir 2:0 Skytturnar-Höfðstrend. 5:0 Geislinn-Revnir 4:2 E-riðill: Bjarmi-Tjörnes 0:8 Æskan-Árroðinn 1:3 UNÞ-Vaskur 0:6 Æskan-Bjarmi 4:2 Halldór og Bjarni í landsllðið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.