Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 10. júlí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 220 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ríkisstjómin á leikinn í háskólamálinu Á árunum upp úr 1960 fóru ýmsir að impra á þeirri hugmynd að stefna skyldi að því að koma upp háskólakennslu á Akureyri. Davíð skáld frá Fagraskógi orðaði þessa hugmynd opinberlega á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar 1962 og árið 1964 gerði Ingvar Gíslason, alþingismaður, þetta mál að þingmáli með flutningi sérstakrar þingsályktunartillögu. Þessari hugmynd var misjafnlega tekið og má raunar segja að hún hafi legið í þagnargildi þar til á ráðherraárum Ingvars Gíslasonar 1980- 1983, en árið 1982 skipaði hann þriggja manna nefnd til að kanna raungildi þeirrar hugmyndar að hefja háskólakennslu á Akureyri. Nefnd þessi skilaði mjög jákvæðu áliti með nákvæmum til- lögum um, hvernig staðið skyldi að byrjunar- framkvæmdum er hefjast skyldu þegar á næsta hausti. Fjórðungssamband Norðlendinga hélt ráð- stefnu um þetta mál í júní sl. og kom þar meðal annars fram, og hafði raunar komið fram áður, að bæjarstjórn Akureyrar ætlar að auðvelda framkvæmdina með því að leggja til húsnæði undir háskólaútibúið. Það vakti athygli á ráð- stefnunni, að Gísli Jónsson menntaskólakenn- ari, einn af máttarstólpum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, sá ekki aðra fyrirmynd betri handa núverandi menntamálaráðherra en að feta í fót- spor Jónasar frá Hriflu og láta verkin tala í há- skólamáli Norðlendinga nú, eins og Jónas gerði á sinni tíð, þegar hann beitti sér fyrir stofnun menntaskóla á Akureyri, þvert ofan í andstöðu og úrtölur reykvískra menntamanna. í grein sem Ingvar Gíslason skrifaði í DV fyrir nokkru um þetta mál segir hann m.a. að ríkis- stjórnin eigi leikinn og ef menntamálaráðherra færist undan að hafa forgöngu í málinu eigi for- sætisráðherra að beita sér fyrir því með aðstoð fjármálaráðherra. Ingvar segir: „Núverandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að örva nýsköpun í atvinnulífi og efla byggðaþróun um allt land. Þau mál eru á sér- stöku umráðasviði forsætisráðherra. Tillagan um háskólaútibú á Akureyri er vel undirbúið landsbyggðarmál og mikilvægt atvinnumál að sínu leyti. Ekki er vitað að betur undirbúið mál til örvunar atvinnulífi og vexti Akureyrarbæjar né virkara landsbyggðarmál liggi á skrifborðum ríkisstjórnarinnar. Því verður að treysta að ríkis- stjórnin undir forystu Steingríms Hermannsson- ar framkvæmi þessar tillögur. Af 12 þing- mönnum úr Norðlendingafjórðungi, sem allir hafa áhuga á að þetta mál gangi fram, eru 9 úr stuðningsliði ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórninni ætti ekki að vera óljúft að gera svo stórum hluta stuðningssveitar sinnar til hæfis á einu bretti og eiga auk þess víst lof stjórnarandstöðunnar í leiðinni," sagði Ingvar Gíslason. Þess má svo geta að fræðsluráðin á Norður- landi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við þessar hugmyndir og mikil samstaða er um þær á Norðurlandi. Þau segja háskólakennslu á Ak- ureyri eðlilegan og tímabæran áfanga, sem yrði til þess að meiri og hagnýtari árangur næðist. Samband norðlenskra kvenna: Fjársöfnun til styrktar þroskaheftum Aðalfundur Sambands norð- lenskra kvenna var haldinn á Húnavöllum 8. og 9. júní sl. Fundinn sóttu fulltrúar allra kvenfélagasambanda á svæðinu sem nær frá Austur-Húnavatns- sýslu til Norður-Þingeyjarsýslu að báðum sýslum meðtöldum. Ýmis mál sem sambandið hef- ur haft á stefnuskrá sinni voru rædd á fundinum, svo sem or- lofsmál, garðyrkjumál og málefni þroskaheftra sem S.N.K. hefur mjög látið sig varða. Sambandið mun á næsta ári gangast fyrir fjársöfnun til styrktar þroskaheft- um á Norðurlandi. Það hefur oft áður unnið að slíkri söfnun til styrktar heimili vangefinna að Sólborg á Akureyri. Guðrún Benediktsdóttir Hvammstanga flutti erindi frá Samtökum um jafnrétti milli landshluta. Hvetur fundurinn kvenfélög til að kynna sér sam- tökin og telur að lítilsvirðingar hafi gætt í málflutningi ýmissa fjölmiðla gagnvart landsbyggð- inni og er nú mál að linni. Fundurinn telur að flytja beri þjónustustarfsemi þjóðfélagsins meira út á landsbyggðina bæði hvað vald og fjármagn varðar. Friðarmál voru rædd og vekur fundurinn athygli á nauðsyn þess að konur taki höndum saman um varðveislu heimsfriðar. Fundur- inn skorar á allar konur í landinu að leggja sitt af mörkum og láta sig varða þetta lífshagsmunamál alls mannkyns. Þá var skorað á Alþingi að fella bjórfrumvarpið. Soffía Guðmundsdóttir Akur- eyri flutti „hugleiðingu í lok kvennaáratugar" og rakti hvað áunnist hefur og einnig hvar huga þarf enn betur að jafnréttismál- um. Oddný Björgvinsdóttir Reykjavík og Ásgerður Pálsdótt- ir Geitaskarði fræddu um ferða- þjónustu bænda sem nú er í mótun hér á landi. Miklar umræður urðu á fund- inum um öll þessi mál. Samband norðlenskra kvenna varð 70 ára á sl. ári, og gaf í því Fögru lífi er lokið. Á sólríkum sumardegi, laugardaginn 15. júní síðastliðinn, lést í Landspít- alanum frú Birna Björnsdóttir frá Akureyri eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi, að kynnast þessari elskulegu og einlægu konu og eignast vináttu hennar. Hún hafði til að bera þá eigin- leika, sem ósjálfrátt vöktu þá vissu, að væru allir slíkum mann- kostum búnir, væri heimurinn betur settur. Pá var hún gædd slíkri reisn og glæsileik, að ekki brást henni til hinstu stundar. Það var í desember 1976, að fyrst varð vart við þann sjúkdóm, sem að lokum varð henni að aldurtila. Þá gekkst hún undir hættulegan uppskurð og virtist ná furðu góðri heilsu, svo að gekk kraftaverki næst. Á síðast- liðnu ári tóku veikindin sig upp að nýju og nú varð engum vörn- um við komið. í þessu langa veik- indastríði heyrðist hún aldrei mæla æðruorð, en var þakklát fyrir þá góðu aðhlynningu, sem hún hlaut. Velfarnaður annarra var henni ávallt ofarlega í huga. Mikla umhyggju og tryggð sýndi hún Eyfirðingafélaginu í Reykja- vík, sem hún starfaði mikið fyrir, tilefni út afmælisrit. Halldóra Bjarnadóttir stofnaði sambandið, og var formaður þess um langt árabil. Núverandi stjórn skipa: Elín Aradóttir Brún, Sigríður Hafstað Tjörn og Guðbjörg Bjarnadóttir Akureyri. var ávallt boðin og búin til þess að leggja fram krafta sína í þágu þess félags. í þeim störfum kom glöggt fram smekkvísi hennar og fágun, sem einkenndu allar henn- ar pjörðir. A kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir áralanga vin- áttu, sem skilur eftir dýrmætar minningar um sérstæða konu. Ég og fjölskylda mín vottum eiginmanni Birnu og börnum þeirra, föður hennar, systrum og öðrum vandamönnum einlæga samúð. Harpa M. Björnsdóttir. t, Minning: Bima Björnsdóttir Bæklingur um silungsveiði Feðamálaráð hefur nú gefið út á ensku litprentaðan átta síðna bækling, Angling in Iceland, þar sem í máli og myndum er vakin athygli á hinum margvís- legu möguleikum á fiskveiði hér á landi, öðrum en laxveiði. í bæklingnum er einkanlega fjallað um silungsveiði, en einn- ig er vikið að möguleikum á sjóstangaveiði. Þessi bæklingur er gerður í samráði við Landssamband veiði- félaga, sem lét gera sérstakan fylgibækling, þar sem sagt er frá silungsveiði á sjö tilteknum stöðum, Brúará, Hreðavatni, Vatnsdalsvatni, Hnausatjörn, Höfðavatni, Laxá í Aðaldal ofan Brúa og Eiðavatni. Þessum fylgi- bæklingi er ætlað að gefa sýnis- horn af þeim möguleikum sem bjóðast í silungsveiði hér á landi Angling in Iceland er prentað- ur í 50 þús. eintökum. Hluta upp- lagsins, rösklega 20 þús. ein- tökum, hefur þegar verið dreift í samvinnu við Iceland Review. Var þessum hluta upplagsins dreift sem fylgiriti með síðasta tölublaði Iceland Review. Að öðru leyti verður Angling in Ice- land einkum dreift fyrir milli- göngu sportveiðifélaga og klúbba á meginlandi Evrópu og í Banda- ríkjunum. Þessi útgáfa er á ensku, en Ferðamálaráð hefur til athugunar að láta einnig prenta þennan bækling á þýsku og dönsku, norsku eða sænsku. Talið er að líklegt sé, að auka megi talsvert tölu þeirra ferða- manna erlendra sem hingað koma með því að vekja sérstaka athygli á þeim möguleikum sem hér gefast á silungsveiði og sjó- stangaveiði. Slíkur veiðiskapur er í senn fjölbreytilegur og til- tölulega ódýr. I tengslum við veiði af þessu tagi gefst erlendum ferðamönnum einnig færi á að komast í nána og beina snertingu við náttúru landsins. Ferðamálaráð gerir sér vonir um, að sú athygli sem vakin er á þessu á erlendum vettvangi, verði til þess að auka tekjur þjóð- arinnar af erlendum ferða- mönnum og veiti þeim jafnframt aukna ánægju af dvölinni hér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.