Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 10.07.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 10. júlí 1985 Hefur þú tekið þátt í að velja lög á vinsældalista Rásar 2? (Spurt á Sauðárkróki) Rannveig Jónasdóttir: Nei, en ef ég veldi lag væri það Loving the Alien með David Bowie. Kristinn Hjálmarsson: Nei, það hefur alltaf verið á tali þegar ég hef hringt. Snæbjörn Jónasson: Já, einu sinni hef ég náð. Ég valdi A view to a kill með Duran Duran. Grétar Karlsson: Nei, ekki ennþá, hef aldrei munað eftir því. „Lui ■ afn- sl tói éi > £ £ - Jóhann Kristinsson íslandsmeistari í sjóstangaveiði í viðtali Jóhann Kristinsson: . . hafði belja étið hausinn af laxinum.“ Mynd: KGA „Þetta var ákaflega skemmti- leg keppni því maður vissi ekki fyrr en alveg undir lokin hver myndi vinna. Og þegar upp var staðið var ekki nema eitt stig á milli okkar feðganna,“ sagði Jóhann Kristinsson, 63 ára, sem nýlega varð íslandsmeist- ari í sjóstangaveiði. Keppnin um Islandsbikarinn var í þrem hlutum, fyrst var keppt á Ak- ureyri, þá í Vestmannaeyjum og loks á ísafirði. Og í þriðja sinn varð Akureyringur Is- landsmeistari. „Það gekk einna best á ísa- firði,“ segir Jóhann. „Þú sérð það, allir sem voru á mínum báti voru til úrslita. Við veiddum álíka mikið síðasta daginn og allir hinir bátarnir til samans. Við máttum halda okkur vel að, á réttum þrem tímum drógum við rúmlega 240 fiska, þar af fékk ég 143. í heild fékk ég 251 fisk sem gerði tæp 460 kíló.“ - Ertu mikill sportveiðimað ur? „Ég hef gaman af þessu, bless- aður vertu. Einu sinni dró ég lúðu eina allgóða í Vestmanna- eyjum. Hún var 90,7 pund og eig- inlega jafn stór og ég! Ég byrjaði sjóstangaveiði í kringum 1970. Já, félagið hérna á Akureyri var rétt nýlega stofnað þá og ég fór í það - þannig að þetta er nú ekki göm- ul íþrótt. Það hefur þrisvar verið keppt um íslandsbikarinn og Ak- ureyringar hafa alltaf unnið.“ - Eru hinir ef til vill orðnir hvekktir út af þessum sigursælu Akureyringum? „Segi það nú ekki. Skipstjór- arnir áttu þó til þegar þeir töluðu saman í talstöðvarnar að spyrja hver annan - er einhver Akureyr- ingur um borð hjá þér, hvernig beita þeir? Sjálfur nota ég eigin- lega alltaf flugur sem ég hanna og hnýti sjálfur. Það er ákaflega spennandi.“ Það er auðheyrt á Jóhanni að hann kann margar góðar sögur og hefur gaman af að rifja upp minningar frá veiðiferðum. Ég spyr hann hvenær hann hafi feng- ið sfna fyrstu stöng. „Ég man nú ekki nákvæmlega hvenær það var, ég man að ég keypti hana hjá Tómasi Stein- grímssyni. Svo fór ég í Laxá. Hafði aldrei svo mikið sem séð lax veiddan. Nú þeir voru með mér kunningjar mínir og sögðu mér að kasta. Ég gerði það. Svo var fiskur á og þeir sögðu upp með stöngina og ég fylgdi þeirra ráðum. Jú, mér tókst að landa laxinum en áður en ég gat haft hann með mér heim hafði komist í hann belja og étið af honum hausinn. . . Ég er búinn að draga marga skemmtilega laxa síðan. Um þar- síðustu helgi fengum við sjö, þeir voru nokkuð vænir og einn var nítján pund.“ Jóhann er bifvélavirki og rekur bílaverkstæðið Víking. „Ég byrj- aði á Víkingi 1949, en hafði áður prófað að fara á sjó, það var nú aðallega til að athuga hvernig það væri, en fjölskyldan sætti sig ekki við það. Nú ég tók við Þórs- hamri ’56 og var þar til ’58 þegar ég byggði núverandi Víking.“ Jóhann á sér fleiri áhugamál en veiðiskapinn. „Ég hef gaman af að smíða og hef fengist svolítið við það. Bæði úr messing og tré. Ég er með smá smíðaverkstæði hérna í bílskúrnum hjá mér og er stundum að dunda þar. Þannig að ég þarf ekki að láta mér leið- ast.“ - Og hvenær er svo næsta sj óstangaveiðimót? „Það verður í september. Ak- ureyrarmótið. Já, verður maður ekki að vera með, ég held það nú. Ef allt gengur eins og maður vonar að það gangi.“ - KGA. Hvergi hægt að pissa í miðbæ Akureyrar! Utanbæjarkona skrifar Það er ekki í frásögur færandi þó sveitakonur bregði sér í kaup- staðarferð. Samt ætla ég að segja ykkur frá smá ferð minni til Ak- ureyrar rétt um daginn. Ég lagði af stað í bifreið okkar hjónanna, ásamt börnum okkar tveimur, pilti og stúlku. Maðurinn heima að gera við girðingar. Þó ekki sé um mjög langan veg að fara, þá þykir börnunum alltaf svolítið spennandi að fara til Akureyrar. Jæja, við förum að útrétta í Miðbænum, kaupa stígvél á manninn, gúmmískó á strákinn og stelpan fékk sæta peysu. Nú, svo fengu allir límonaði og súkku- laðikex. En upp úr því fer að kárna gamanið. „Mamma, ég þarf að pissa.“ Auðvitað átti snarlega að leysa málið. Við af stað að leita að salerni. Og þó við leituðum og leituðum, fundum við ekki. „Eg þarf líka að pissa.“ ,.Ég er alveg að pissa á mig.“ Upphófst mikil píslarganga. Hvergi hægt að pissa í Miðbæn- um, nema ef til vill bara í miðri göngugötu. En það tíðkast ekki, svo áfram var leitað að salerni. Til að gera langa sögu stutta, þá brá ég mér með piltinn bak við húsalengju við Skipagötu hvar hann létti á sér. Stúlkan nokkuð eldri neitaði alfarið að viðhafa sömu aðferðir og pilturinn. Fyrir náð og miskunn fékk hún sínum málum bjargað í verslun þar sem gömul skólasystir mannsins míns vinnur í afleysingum. Góðir fulltrúar Akureyrar Ragnheiður Gylfadóttir Akra- nesi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Ég fylgdist með unglinga- meistaramóti í golfi sem fram fór hér á Akranesi fyrir skömmu, og mér finnst mjög miður hversu lítið hefur verið fjallað um Akur- eyringana sem tóku þátt í mót- inu, bæði í ríkisfjölmiðlunum o dagblöðunum. Þótt Golfklúbbur Akureyrt fengi aðeins einn á verðlaunapa stóðu þeir sig flestir mjög vel mótinu og það sem meira ei framkoma þeirra utan vallar sei innan vakti athygli og þeir vor góðir fulltrúar Akureyrar á þess móti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.