Dagur - 29.07.1985, Side 7
6 — DAGUR — 29. júlí 1985
29. júlí 1985 - DAGUR - 7
p-:-
Hundadagakonungurínn Haraldur Ingi.
Ég fékk að fara í búning.
Akurliljurnar selja föt.
niður á flötina.
Á hátíðarsvæðinu voru kraft-
lyftingamenn einnig með ýmsar
skemmtilegar uppákomur, menn
reyndu að lofta misþungum stein-
um, það var Akureyrarmót í
sjómanni og sitthvað fleira á döf-
inni.
Margt var hægt að kaupa á há-
tíðarsvæðinu og margir nýttu sér
það.
Slökkvilið Akureyrar vakti gíf-
urlega athygli er þeir kappar
kepptu í vatnsknattspyrnu.
Skrúðgangan þótti takast mjög
vel og tók fjöldi fólks þátt. Gang-
an endaði á hátíðarsvæði á flöt-
inni fyrir neðan Samkomuhúsið.
Þar stóðu skátar fyrir tívolíi og
að sögn viðmælanda blaðsins var
brjálað stuð í öllum hornum!
Menn gátu spreytt sig á hinum
ýmsu þrautum í tívolíinu, en það
sem mestra vinsælda naut var
salibuna þar sem viðkomandi var
settur í þar til gerða netadræsu og
látinn gossa fram af götunni og
Leikurinn var hinn skemmtileg-
asti og góð tilþrif í báðum liðum.
í öðru liðinu voru gömlu fast-
ráðnu kempurnar, en í hinu voru
sumarafleysingamenn.
Um kvöldið var mikil stemmn-
ing á svæðinu. Varðeldur var
kveiktur og það var dansað alveg
villt fram eftir nóttu.
En það er best að myndirnar
tali sínu máli. Þær segja hvort eð
er alltaf meira en mörg hundruð
orð. - mþþ.
Þá er hundadagahátíðinni
lokið. Veðurguðirnir voru
bara í skemmtilegum grímu-
búningum, eins og svo margir
aðrir. Og það var létt yfir há-
tíðargestum.
Það var um klukkan eitt eftir
hádegið á laugardag að undarleg-
ar verur sáust á sveimi og stefndu
allar að Laxdalshúsi. Er betur var
að gáð reyndust vera á ferð þátt-
takendur í skrúðgöngu hunda-
dagahátíðar.
Tónlist frá Útvarp Síríus
glumdi yfir svæðinu og skapaði
viðeigandi stemmningu.
Nýju hljóðfæri var dreift til
þátttakenda í skrúðgöngunni, en
frá því sögðum við hér í Degi á
sínum tíma og kölluðum „Niður-
soðna sömbu“. Hljóðfærið er
sumsé niðursuðudósir frá K.
Jónssyni og Co. í stað franskrar
grænmetisblöndu voru steinar í
dósunum og hristu menn óspart í
takt við tónlist frá Síríusi.
Þessi seldi fyrir Sigga Gúmm
e«» s«•» *9”
■onsett fyrir fndíái
Hvað er hann að gera maðurinn?
Rósbert Snædal og Michael Jón Clarke seldu vöfflur
og hundadagaöl.
°g trúða
Bjarki Tryggva, Bjössi bólstrari og Þráinn leikarí