Dagur - 07.08.1985, Page 3
7. ágúst 1985 - DAGUR - 3
Krakkamót KEA
í knattspyrnu
haldið á Þórsvellinum á laugardaginn
Laugardaginn 10. ágúst verður
haldið krakkamót KEA í fót-
bolta á Þórsvellinum. Mótið er
fyrir krakka sem búa á félags-
svæði KEA. Miðað er við að
þátttakendur séu á aldrinum
10 ára og yngri - þ.e. í 6.
flokki. Það er íþróttafélagið
Þór sem annast framkvæmd
mótsins.
„Þessi hugmynd fæddist fyrir
nokkrum mánuðum og eftir að
forsvarsmenn KEA höfðu velt
henni fyrir sér var ákveðið að láta
til skarar skríða. Haft var sam-
band við stjórnendur íþróttafé-
laganna Þórs og KA og eftir að
hafa rætt við þá var ákveðið að
Þór skipulegði mótið,“ sagði
Áskell Þórisson, blaðafulltrúi
KEA í samtali við Dag. „Við ger-
um okkur vonir um að alls komi
rösklega 100 þátttakendur - víðs
vegar af félagssvæði KEA - á
mótið. Þórsarar hafa gert áætlun
um gang mála og samkvæmt
henni á mótið að hefjast kl. 10 um
morguninn og því á að vera lokið
laust fyrir klukkan 18. Spilað
verður á þrem litlum völlum allt
frá upphafi til loka mótsins."
„Þar sem krakkarnir verða að
allan daginn mun KEA sjá þeim
fyrir einhverju í svanginn," sagði
Áskell. „Þau munu t.d. fá pylsur
frá Kjötiðnaðarstöðinni og sitt
lítið af hverju frá Brauðgerð
KEA og Mjólkursamlagi KEA.
Foreldrar þeirra barna sem
keppa á mótinu eiga því ekki að
þurfa að senda þau með peninga
á mótið.“
Að sjálfsögðu fá tvö efstu liðin
verðlaunapeninga, en allir sem
taka þátt í krakkamóti KEA fá
boli með áíetrun til minningar.
„Ég vona svo sannarlega að þetta
mót heppnist vel. Ef allt gengur
upp er síður en svo ólíklegt að
hér verði um árvissan viðburð að
ræða,“ sagði Áskell að lokum.
Margir hraustir á hundadagahátíðinni:
Bæjarlögmaöurinn
reyndist „stálhraustur '
Það voru nokkrír sem tóku þá
áhættu að sýna krafta sína op-
inberlega er þeir tóku þátt í
kraftamóti því sem lyftinga-
menn okkar á Akureyri stóðu
fyrir á hundadagahátíðinni.
Það má segja að þar kom í Ijós
margur dulinn krafturinn. Fyr-
ir þá sem náðu árangri voru
góð verðlaun í boði, t.d. árs-
birgðir af kaffi, hundadagaöl í
lítravís, bikarar af ýmsum
stærðum og jafnvel peningar.
Ekki var um þessar þekktu
greinar kraftlyftinga að ræða
að þessu sinni heldur ýmsar
nýjungar sem kraftlyftinga-
mennirnir fundu upp á. En úr-
slit urðu þessi:
Akureyrarmót
í sjómanni
1. verðlaun 5.000 kr. & bikar og
10 kg af Bragakaffi.
Þátttakendur í sjómanni voru alls
um 40-45.
Karlar:
1. Örn Traustason
2. Jóhannes Sumarliðason
3. Sigurður Þengilsson.
Konur:
1. Inga Runólfsdóttir
2. Ingibjörg Guðlaugsdóttir.
UHarballatog
SÍS gaf vegleg verðlaun.
1. Eiríkur Sigurðsson 4,60 sek.
2. Frímann Guðmundss. 5,11 sek.
3. Örn Traustason 5,11 sek.
Ölkassalyftingar
á tíma (með hundadagaöli).
Handleggjum haldið beint út.
1. Örn Traustason 1,14 mín.
2. Heimir Rögnvaldss. 1,05 mín.
3. Magnús Jónsson 1,03 mín.
Hellusteinalyftingar
1. Sigurvin Jóhannesson
12 hellur
2.-3. Pálmi Guðmundss.(Bimbó)
10 hellur
2.-3. Frímann Guðmundsson
10 hellur.
Kaffipokahlaup
Verðlaun gefin af Kaffibrennslu
Akureyrar.
1. Örn Traustason 18,29 sek.
2. Arnar Pétursson 19,11 sek.
3. Kjartan Aðalsteinss. 21,81 sek.
Steinalyftingar
Taka þá í fangið.
Verðlaun fyrir tvo þyngstu 130 kg
stálhraustan og 150 fílhraustan.
Aðeins tveimur tókst að taka
fílhraustan, það voru þeir Guðni
Sveinsson frægur kraftamaður
frá Siglufirði og Örn Traustason
frá Hauganesi, sem sló í gegn í
þessum aflraunum á hundadaga-
hátíð. En hann mun vera bróðir
hins kunna kraftajötuns Víkings
Traustasonar.
Það voru nokkrir sem tóku 130
kg stálhraustan í fangið - en
mesta athygli vakti að skrifstofu-
víkingurinn Hreinn Pálsson
bæjarlögmaður skyldi afreka
slíkt. - Heyrst hefur að bæjarbú-
ar hafi verið yfir sig hrifnir af
framtaki kraftlyftingamanna á
hundadagahátíð.
Vinsælasta tækið var aflmælir-
inn. Fleiri hundruð manns
reyndu sig.
.jl IDBTVD Jl 0X3 ******
Félagsstarf
aldraðra
Þriðjudaginn 13. ágúst verður farin dagsferð í
Laxárdal, S.-Þing.
Skoðuð verður Laxárvirkjun, byggðasafnið að
Grenjaðarstað o.fl.
Verð kr. 600,- Hádegismatur að Laugum innifal-
inn. Farið verður frá Húsi aldraðra kl. 10.00 f.h.
Þátttaka tilkynnist í síma 25880.
Félagsmálastofnun Akureyrar.
Er fluttur
Er fluttur að Geislagötu 1
(beint á móti bæjarskrifstofunum)
Klæðningar k Viðgerðir k Nýsmíði k Plussáklæði
Ullaráklæði k Leðurlíki.
Geri tilboð í stærri verk.
Bólstrun Björns Sveinssonar
Geislagötu 1, sími 25322.
Til sölu vel með farinn Ford Fairmont ár-
gerð 1980 ekinn 46 þúsund km.
Upplýsingar í síma 25821 eftir kl. 8.30 á
kvöldin.
Kynning
verður í versluninni
föstudaginn 9. ágúst frá kl. 2-6 e.h.
Kynnt verður:
Súkkulaði-María,
kex frá Frón.
Kynningarafslattur.
★
Athugið! í utileguna:
Allar niðursuðuvörur
frá Kjötiðnaðarstöð KEA
á kynningarverði.
Geríð góð kaup.