Dagur - 07.08.1985, Page 4
4 - DAGUR - 7. ágúst 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR, 250 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 30 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GÍSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI
KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, MARGRÉT Þ.
ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Mergurinn málsins
Mjög miklar umræður hafa blossað upp í kjöl-
far hækkunar á innfluttu kjarnfóðurgjaldi,
sem veldur hækkun á verði svína- og alifugla-
kjöts. Þeim sem stunda þessar búgreinar og
notast nær eingöngu við innflutt fóður finnst
sem að sér sé vegið — verið sé að rétta hlut
hinna hefðbundnu búgreina á þeirra kostnað.
Að sumu leyti er þetta rétt, en varla ætti þó
nokkrum að vefjast hugur um það að málið er
flóknara en svo að verið sé að hygla einum á
annars kostnað.
Engum ætti að dyljast það, að þjóðhags-
lega séð hlýtur að vera heppilegra að nýta
innlent fóður við kjötframleiðslu heldur en
innflutt. Hollur er heimafenginn baggi, segir
máltækið og mætti að ósekju rifja það upp
ögn oftar. Þjóð sem er háð milliríkjaverslun
hlýtur ekki aðeins að reyna að flytja út sem
verðmætastar afurðir, sem byggjast á nátt-
úruauðæfum, verkþekkingu og hugviti
fólksins, heldur hlýtur hún einnig að leggja á
það jafnmikla áherslu að draga sem mest úr
innflutningi sem ekki er beinlínis nauðsyn-
legur. Allar þjóðir reyna að stjórna þessum
málum og hafa áhrif á þau, með einum eða
öðrum hætti, og beita til þess ýmsum hag-
stjórnartækjum.
En það er einnig meira í húfi þegar hinar
hefðbundnu búgreinar eru annars vegar. Árið
1979 var gripið til aðgerða til að draga úr
sauðfjárframleiðslunni vegna þess að viðun-
andi markaði skorti. Síðan hafa sölumöguleik-
ar á kindakjöti versnað, ef eitthvað er. Álitið
er að fækka þurfi sauðfé um 35-45% frá því
sem nú er og verður þá orðin um helmings
fækkun frá 1978, þegar sauðfé var flest.
Þessi fyrirsjáanlegi samdráttur í sauðfjár-
búskapnum leiðir að fróðra manna mati til
þess að á annað þúsund bændur muni leggja
niður sauðfjárbúskap og verulegur hluti
þeirra muni bregða búi alfarið án þess að aðr-
ir taki við. Afleiðingar þessa verða gífurlegar,
bæði fyrir það að byggð haldist í sveitum, þar
sem fyrir eru miklar fjárfestingar, en einnig
fyrir vinnslustöðvarnar og atvinnu fjölda fólks
í þorpum og bæjum víðs vegar um landið.
Kostnaður við að finna fólki ný viðfangsefni,
húsnæði og þjónustu, verður gífurlegur, ef
ekki verður brugðist við.
Nú þegar er verið að vinna að hagkvæm-
ustu lausn þessa stóra vandamáls og reyna
að hafa áhrif á þróunina. Fé það sem fæst fyrir
hækkað kjamfóðurgjald á að nota til annarrar
atvinnuuppbyggingar, meðal annars til nýrra
og arðvænlegra búgreina. Þetta er mergurinn
málsins.
minning:
f Axel Bjöm Clausen
26. dag júlímánaðar var til hvíld-
ar borinn Axel Clausen. Axel lést
þann 18. júlí. Manni verður orð-
fátt við slíka harmafregn og á erf-
itt með að skilja að maður eigi
ekki eftir að eiga fleiri góðar
stundir með Axeli. Axel Clausen
fæddist 4. ágúst 1938 og var sonur
hjónanna Jónasar Stefánssonar
er lést 1966 og Fannýjar Clausen
sem lést 1983. Axel var næst-
elstur fimm systkina sem komust
til fullorðinsára, en hin heita
Fríða, Stella, Bjarni og Vöggur.
Axel var rafvirki að mennt og
starfaði sem slíkur alla sína tíð og
lengst af starfaði hann á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Ungur að árum gekk hann að
eiga Maggý Þorsteinsdóttur og
varð þeim fjögurra barna auðið,
þau eru Jónas Clausen f: 1957,
Hulda f: 1960, Freyja Dröfn f:
1964 og Telma f: 1966. Með
mikilli atorku og dugnaði tókst
4. ágúst 1938 - Dáinn 18. júlí
Axeli að koma upp húsnæði fyrir
fjölskyldu sína sem staðsett var í
Einholti hér á Akureyri. Tókst
það með mikilli vinnu en á þess-
um árum starfaði Axel einnig í
hljómsveit. Axel var alla tíð
mjög atorkusamur og vildi hann
1985
alltaf hafa nóg fyrir stafni. Eitt
áhugamál hafði Axel sem tók
öllu öðru fram það var laxveiðar.
Á hverju sumri fór hann í nokkra
veiðitúra og kom alltaf með ein-
hverja veiði heim. Axel var mik-
ill fluguhnýtingamaður og hnýtti
hann allar sínar flugur sjálfur það
er hann var mjög handlaginn
maður. Ekki má gleyma að minn-
ast á barnabörnin hans tvö þau
Axel Rúnar Clausen Jónasson og
Söndru B. Clausen Þráinsdóttur
en á þeim hafði hann sérstakt
dálæti. Ekki auðnaðist honum að
sjá þriðja barnabarnið er fæddist
daginn eftir andlát hans, dóttur
sem fæddist þeim Jónasi Clausen
og Báru Sigþórsdóttur. Ég ætla
að ljúka þessari fátæklegu kveðju
með því að biðja góðan guð að
styrkja hans nánustu í þessari
sorg og megi minningin um þenn-
an góða dreng lifa.
Þráinn Stefánsson.
„Fömm ofl
í ferðalög"
- Komið við að Botni, þar sem Sólborg rekur sumarheimili
Á ferð blaðamanna Dags um
fjörðinn í vikunni, var rennt
heim að bænum Botni þar sem
rekin er sumardvöl fyrir vist-
menn Sólborgar. Það fyrsta
sem fyrir augu okkar bar, er við
renndum í hlaðið var stór,
rauðleitur spýtnahaugur.
Skyldu bændur vera farnir að
safna í áramótabrennu? For-
sjálir menn. Við nánari eftir-
grennslan kom í Ijós að þarna
var Rauða húsið í frumpörtum
sínum. Sorglegur endir
hússins.
En víkjum aftur að sumardvöl-
inni. Við bönkum upp á og til
dyra kemur annar umsjónarmað-
ur hópsins, heitir hann Jón. Sum-
ir voru komnir á fætur, aðrir voru
að fara á fætur. Eftir nokkur
heilabrot var ákveðið að við kíkt-
um inn og spjölluðum við fólkið
því ekki var hægt að koma seinna
um daginn, þar sem hópurinn var
á leið í Varmahlíð í Skagafirði.
Við inn í eldhús og þar var setið
að snæðingi. Við eldhúsborðið
sátu Gunnhildur, Guðrún, Heiða
Rósa og Dóra, en Skarphéðinn
var inni í herbergi, eflaust ekkert
verið um komu okkar gefið.
Auk Jóns hefur Hjördís umsjón
með hópnum.
„Við komum hingað á mánu-
daginn og verðum fram á föstu-
dag,“ sagði Gunnhildur. „Við
höfum verið að ferðast, fórum á
Dalvík og Ólafsförð í gær, ég tók
myndir af kirkjunni." Tekurðu
mikið af myndum? „Já, ég er ansi
klár að taka myndir og er búin að
safna mörgurn." En á kvöldin,
hvað gerið þið þá? „Við hlustum
á segulband. Ríó tríóið er í
uppáhaldi hjá mér, einnig Gylfi
Ægisson. Ég á nýju kassettuna
með Gylfa. Ég hef gaman af sjó-
mannalögum.“
Þau Gunnhildur, Gunna,
Heiða, Dóra og Skarphéðinn eru
öll úr sambýlinu við Byggðaveg
og vinna í Iðjulundi. Þau fá 3ja
vikna sumarfrí og er þessi fimm
daga dvöl þeirra að Botni hluti af
því. En hvað ætla þau að gera
meira í sumarfríinu? „Ég fer út á
Hjalteyri 4. ágúst, til mömmu,“
sagði Dóra. Gunna er frá Húsa-
vík og segist vera búin að fara
þangað til sinna foreldra. Gunna
sýnir okkur veggteppi sem hún er
að rýja. „Ég geri mikið af handa-
vinnu, mér finnst gaman að
prjóna.“
En þau þurftu að taka sig til
fyrir Skagafjarðarferðina og við
töfðum því ekki lengur. Allir út
á stétt og smellt af nokkrum
myndum. Kvatt og brunað niður
að Hrafnagili. - HJS