Dagur


Dagur - 16.08.1985, Qupperneq 3

Dagur - 16.08.1985, Qupperneq 3
16. ágúst 1985 - DAGUR - 3 Barnapeysa (3-4ra ára) Efni: 5 hnotur Rondo Suivoukko (bómull og hör). Prjónar nr. 3 og 31/2. 4 Útlar tölur eða hnappar. Bolur: Fitjið upp 156 1. á hringprjón nr. 3. Prjónið brugðningu; 1 1. br., 1 1. sl. 4 cm. Skiptið þá yfir á prjón nr. 3'/i og prjónið slétt prjón 20 cm. Skiptið nú bolnum í tvennt (2x78 1.) og prjónið bakstykki fyrst; prjönið munsturprjón þannig að á réttu enfál(ar 1. prjónaðar sléttar en á röngu til skiptis 1 1. b(:v_l 1. sl. Þegar komnir eru 12 cm með munsturprjóni eru geymdar 24 miðlykkjur (hálsmál) og hvor öxl prjónuð fyrir sig 4 uniferð- ir. Geymið síðan lykkjur á öxlum. Framstykkið er prjónað í tvennu lagi. Fyrst hægri hluti; prjónið 36 I. munsturprjón en 5 1. með garðaprjóni (fyrir miðju framst.). Prjónið eins og á bakstykki 12 cm og gerið 4 hnappagöt með jöfnu millibili á garðaprjónslistann. Fellið síðan af lykkjurnar af listanum og 91. til viðbót- ar en prjónið áfram öxl 4 umf. Vinstra fram- stykki er prjónað eins nema að lykkjurnar sem mynda listann eru teknar upp innan við listann á hægri hluta og hnappagötum náttúrlega sleppt. Lykkið saman axlir. Ermar: Fitjið upp 341. á prjóna nr. 3 og prjónið brugðn- ingu; 1 1. br., 1 1. sl. 4 cm. Skiptið þá yfir á prjóna nr. 3V4 og prjónið slétt prjón. Aukið út 8 1. með jöfnu milliblil í fyrstu umf. en síðan 1 1. í byrjun og 11. í enda á 6. hverri umf. Þegar erm- in mælist 30 cm er fellt af. Kragi og frágangur: Takið upp lykkjur í hálsmáli (skiljið listana eftir) og prjónið garðaprjón fram og til baka 8 garða og fellið af. Saumið ermar í með aftur- sting og fclið alla lausa enda. Festið tölur í listann. Unglingapeysa Efni: 10 hnotur Brugsen bómullargarn nr. 8. Prjónar nr. 3lA og 4Vi. Ath! Prjónað er með garninu tvöföldu. Bolur: Fitjið upp 160 1. á hringprjón nr. 3Vi. Prjónið brugðningu; 21. sl., 2 1. br. 6 cm. Aukið þá út 20 I. með jöfnu millibili um leið og skipt er yfir á prjón nr. 4'A Prjónið nú munsturprjón öðrum megin að framan eins og teikningin sýnir en slétt prjón annars staðar. Kaðlar eru teknir saman f 9. hverri umf. Þegar komnir eru í allt 36 cm er bolnum skipt í fram- og bakstykki, og bakið prjónað fyrst; prjónað er slétt prjón fram og til baka 20 cm. Pá er hvor öxl prjónuð fyrir sig 38 1. þannig að 2 1. eru prjónaðar saman við hálsmál í hverri umf. á réttunni 3svar sinnum. Pá eru prjónaðar 2 umf. til viðbótar og lykkjurnar geymdar. Prjónið framstykkið áfram 3 cm, en þá skipt- ist það í tvennt. Fyrst er prjónaður sá hluti þar sem munstrið er, + 61 sem eru prjónaðar 11. sl., 1 1. br. Þessar 6 1. mynda listann og á hann eru gerð 3 hnappagöt með jöfnu millibili. Þegar komnir eru 17 cm eru lykkjurnar á listanum felldar af og sfðan er öxlin prjónuð eins og á bakstykkinu. Hinn hluti framstykkisins er prjón- aður eins, en athugið að taka upp 6 1. í listann fyrir innan þann á hinu framstykkinu. Ermar: Lykkið nú saman axlir og takið upp lykkjur í handvegi (ca. önnur hver 1.) á ermaprjón nr. 4'A og prjónið áfram slétt prjón 12 cm. Skiptið þá yfir á prjón nr. 3'A og prjónið brugðningu; 2 I. sl., 2 1. br. 3 cm og fellið af. Kragi: Takið upp lykkjur í hálsmáli ca. 75 1. og prjónið munsturprjón þannig að á réttu eru allar 1. prjónaðar siéttar en á röngu til skiptis 1 1. sl., 1 1. br. Afinœlishátíð á Raufarhöfri - Raufarhafnarhreppur 40 ára og Austri 50 ára Um helgina verður tvöföld af- mælishátíð á Raufarhöfn; sveitarfélagið á 40 ára afmæli og ungmennafélagið er 50 ára. Af því tilefni verður haldin af- mælissýning á gömlum Ijós- myndum og nýju skipulagi, auk þess sem vígður verður nýr íþróttavöllur. í gærkvöid var opnuð afmælis- sýning í félagsheimilinu. Þar verða sýndar 70-80 gamlar ljós- myndir, sem hafa verið stækkað- ar upp og innrammaðar. Þessar myndir eru margar allt að því jafngamlar hreppnum, og sumar eldri, og fjöldi þeirra er tekinn á síldarárunum margumræddu. Á mörgum þeirra má sjá þekkta borgara á Raufarhöfn, sem nú eru komnir á og yfir miðjan aldur, auk fasteigna og skipa, sem nú eru horfin af sjónarsvið- inu. Sveitarstjórnin vildi með þessu varðveita þessar gömlu myndir og þá Raufarhöfn sem var. Þær munu framvegis prýða hin ýmsu húsakynni sveitar- félagsins. Jafnframt því að líta til baka, er einnig horft fram á við. Hall- dór Jóhannsson, landslags- arkitekt, sem unnið hefur að skipulagi á opnum svæðum í bænum í sumar, sýnir sínar fyrstu tillögur á þessari sýningu. Hall- dór var á sýningunni í gærkvöldi, en hann vill gjarnan fá ábending- ar og tillögur, áður en frá endan- legum teikningum verður gengið. Sýningin er opin í dag frá 14-22 og á morgun frá 14-17. Heitt verður á könnunni og geta gestir tyllt sér niður og rætt gamla daga. Á laugardaginn verður nýr íþróttavöllur Austra formlega tekinn í notkun. Sú athöfn hefst kl. 13.30 með skrúðgöngu Austramanna frá gamla vellinum að hinum nýja, en þar fer síðan fram stutt vígsluathöfn. Kl. 15.00 hefst á vellinum bikarmót UNÞ í knattspyrnu og lýkur því um kl. 19.00. Þar eigast við öll félögin í norðursýslunni. Austri heldur dansleik í Hnitbjörgum um kvöldið til fjáröflunar fyrir íþróttavöllinn. Gautar leika fyrir dansi. Eftir hádegi á sunnudag verður frjálsíþróttamót unglinga og bikarmót eldri félaga innan UNÞ á nýja íþróttavellinum. All- ir Raufarhafnarbúar eru hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldun- um. Síldarsöltun á Raufarhöfn 1983. Mynd: H.Sv.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.