Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. ágúst 1985 16. ágúst 1985 - DAGUR - 9 Hann var úti íflekk að snúa í sunnangolunni. Með þriggja daga gam- alt skegg á að giska. Tók af sér eyrnahlíf- arnar og brosti. ,Jið leita uppi skemmtilega viðmœlendur. Þá ætt- urðu að fara annað, “ sagði hann er ég bar upp erindið, að fá við- tal við Böðvar Jónsson á Gautlöndum í Mý- vatnssveit. En ég stóð sem fast- ast við lúna traktorinn og fékk að heyra und- an og ofan af land- námsmanninum Gauti er bjó tilforna á Gaut- löndum. Frá honum segir í Hrana sögu Hrings. Við mœltum okkur mót aftur um kvöldið. Böðvar tók á móti okk- ur og vísaði til herberg- is síns. Kona hans Hildur Ásvaldsdóttir sinnti gestum sem voru allmargir að Gaut- löndum. Langalangafi minn fluttist hingað að Gautlöndum frá Lundarbrekku í Bárðardal árið 1818 og síðan höfum við búið hér fimm ættliðir í beinan karllegg. Fyrstur var Sigurður Jónsson, þá Jón, síðan Pétur, faðir minn Jón Gauti og ég. Sonur minn Jóhann er að hefja búskap með mér og er þá sá sjötti.“ Að Gautlöndum eru húsakynni mjög rúm, þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Alls er húsið fjórar hæðir. Á þeirri efstu er gömul baðstofa sem þau hjónin Böðvar og Hildur Ásvaldsdóttir byggðu úr timbri úr baðstofu torfbæjar, en í honum var búið til ársins 1955. „Þetta var stór bær, en ekki sér- lega góður orðinn. Á sumrin lak hann í rigningum, sérstaklega mið- bærinn á milli framhússins og bað- stofunnar. Þar sem þakið var sæmi- lega bratt lak ekki. Þegar við byggðum þetta hús árið 1955 ákváðum við að byggja bað- stofu í enda hússins uppi á lofti. Hún er reyndar nokkuð minni en gekk og gerðist. Baðstofan er öll byggð úr timbrinu úr gömlu baðstofunni. Sú baðstofa var byggð árið 1974, þannig að timbrið er orðið nokkuð gamalt. Við merktum allt timbrið og röðuð- um því eins upp og það var skratti mikið verk. En vel þess virði!“ 0 Draugar í gamla bænum að Gautlöndum var baðstofan í þrennu lagi, norðurhús, suðurhús og miðbaðstofa. Fólkið svaf í baðstofunni, en í framhúsinu var gestaherbergi. „Pað var talið að uppi á lofti fram- hússins væri draugur. Menn urðu varir við að þar var gengið upp stiga með ókennilegum hætti. Einu sinni var það að bóndi á næsta bæ gisti þar, helvíti harður karl og hugaður. Um nóttina vaknar hann upp við það að verið er að ganga upp stigann og er ekkert einkennilegt við það. Á leið- inni upp var pallur og þar var Böðvar í baðstofu sinni. Hér er hann með skjöld er var á leiði langalangafa hans, Sigurðar Jónssonar: Hér hvflir merkismaðurinn Sigurður Jónsson, tvígiftur, tuttugu og þriggja bama faðir. . . Mynd:- HJS 0 Leiklistin Við höfum leikið mikið hér í Mý- vatnssveit og leikhefð er mikil. Það var árið 1886 sem byrjað var að leika hérna og það voru strax fullkomin leikrit, ég nefni Maurapúkann eftir Ara Jónsson. Mikið var um revíur og skylt efni, en þó ekki eingöngu. Við sýndum t.d. Tengdamömmu eftir Kristínu Sigfúsdóttur árið 1949 og 1952 sýndum við Mann og konu og fengum þá í fyrsta skipti leikstjóra sem var Ingibjörg Steingrímsdóttir. Eitthvað eftirminnilegt? Það er margt, en ég get sagt ykkur frá því að haustið 1963 fengum við Birgi Brynj- ólfsson Jóhannessonar leikara til að setja upp með okkur Allra meina bót eftir þá Patrik og Pál. Birgir hafði verið hjá okkur sumarstrákur í mörg ár, en kom og setti þetta upp með okkur. Við fórum með þetta verk til Akureyrar og ég hygg að við séum fyrsti leikhópurinn fyrir utan Leikfé- lag Reykjavíkur sem sýndi á Akur- eyri. Á Akureyri urðu sýningar þrjár. Sú fyrsta var miðdegissýning og var nokkuð vel mætt, en um kvöldið var gjörsamlega sneisafullt hús og svo var einnig á sýningu kvöldið eftir. Þannig var líka á Húsa- vík, á síðustu sýningu okkar þar vor- um við búin að selja miða í hálft ann- að hús og var þá ákveðið að hafa miðnætursýningu. Á þeirri sýningu var einnig alveg hreint fullt hús. í fyrra vorum við með kynningu á verkum Jökuls Jakobssonar. Við lék- um smásögu og fyrsti þáttur Klukku- strengja var leiklesinn, einnig frum- fluttum við leikþáttinn Afmæli í kirkjugarðinum. Sveinn Einarsson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri kom hingað og flutti geysigott erindi um Jökul. 0 Mýs og menn Veturinn 1963 réðumst við í það stórvirki að sýna Mýs og menn eftir Steinbeck. Þetta er þriggja tíma verk og aðalhlutverkin eru bara tvö, Georg og Lenni. Ég lék Georg og það mátti heita að ég væri inni á svið- inu allan tímann. Við fengum Ragnhildi Steingríms- dóttur á Akureyri til að leikstýra. Ég hringdi til hennar að bera upp erind- ið. Já, já, hún var álveg til með að leikstýra og spurði hvort við værúm búin að ákveða leikrit. „Ja, það er nú svona,“ segi ég. „Það er með hálf- um huga að ég ber þetta upp við þig, en okkur hefur dottið í hug að taka fyrir Mýs og menn.“ Hún varð alveg gjörsamlega orðlaus. Seinna fórum við tveir inn eftir að hitta hana. Áður hafði hún lesið söguna, en las nú yfir leikritið. Hún hélt að við værum snarvitlaus. En upp settum við þetta og Ragnhildur var ægilega fín. Við sýndum Mýs og menn í Frey- vangi og þar fengum við geysigóðar viðtökur og það var eftirminnileg sýning. Þetta er mikið átakaverk. Lenni er lítið þroskaður andlega, ákaflega stór kraftajötunn og alltaf að lenda í klandri eins og hann segir. Hann ímyndar sér að þeir félagarnir geti búið út af fyrir sig og lifað á kan- ínum. Georg hefur tekið þennan auðnuleysingja að sér og það endar með því að hann verður að skjóta hann. Áður en að því kemur er upp- gjör á milli þeirra og á meðan á því stóð þá gerðist eitthvað frammi í salnum. Það var uppi fótur og fit, en við héldum áfram að leika eins og ekkert hefði í skorist. Á eftir fréttum við að liðið hefði yfir konu og það er ekki að segja ykkur af því að hún var flutt alla leið til Kaupmannahafnar. Ég hafði hálfgerðar áhyggjur af því að hafa valdið konunni þessu tauga- stressi sem olli þessu. Mér þykir ^einna vænst um þetta leikrit af öllum þeim sem ég hef tekið þátt í, þetta er falleg saga um mannleg örlög. Ein- hver sú fallegasta sem ég hef lesið. 0 Ekkert blöff Það er spennandi að fást við leiklist- ina og ég hef lengi fengist við hana. Alls hef ég leikið í fjórtán leikritum og verið viðriðinn uppsetningu fjölda leikrita. Þegar maður er að leika er ekki hægt að stóla á neitt nema sjálf- an sig. Og það er heldur ekki hægt að blöffa. Það verður að láta allt af hendi. Þetta er mjög krefjandi og vegna þess hversu krefjandi þetta er þá er það spennandi. Jú, jú, því er ekki að neita, þetta hefur tekið óskaplegan tíma frá bú- skapnum. Ég get sagt ykkur eina sögu af því. Ragnhildur Steingríms- dóttir sem leikstýrði fyrir okkur sagði frá því einhvers staðar, að Mývetn- ingar væru heldur betur klárir. Þeir væru svo á kafi í leiklist og félagsmál- um að þeir mættu ekkert vera að því að hugsa um kindurnar. Ef þær yrðu veikar, þá væru þær bara skotnar! Hikuðu ekki við það! Og það er reyndar sannleikurinn að einu sinni skaut ég veika kind. Ég nennti ekki að standa í því að gefa henni meðöl því ég var viss um að það myndi ekkert þýða. Þessi saga gekk fjöllum hærra hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sínum tíma.“ Á Gautlöndum eru rúmlega þrjú hundruð kindur og tólf til fjórtán kýr. Böðvar og sonur hans Jóhann eru að byggja fjós fyrir sextíu og fjóra gripi. Það er áætlað fyrir tutt- ugu og fjórar mjólkurkýr og um fjörutíu kálfa og geldneyti. Við spyrjum Böðvar hvort það gangi upp að vera að stækka við sig á þessum tímum. „Nei, ég er að gera hluti sem ég má ekki gera. Mér var gefið leyfi til að stækka fjósið og þá segi ég að ergóið sé að ég verði að fá kvóta. Það er galli á þessum þætti landbúnaðar- málanna að okkur er sagt að fram- leiðslan sé of mikil og við sjáum það sjálfir. Samt sem áður er fólki leyft að byggja umfram þarfir. Ég á við að ráðunautarnir leyfa okkur að byggja, en þeir sem stjórna framleiðslunni og kvótanum eru ekki hafðir með í ráðum. Það er eitthvert sambands- leysi á milli þessara aðila. Mjólkur- framleiðsla hefur dregist saman í Þingeyjarsýslum og því var auðsótt mál að fá að byggja stærra fjós. En auðvitað á ekki að leyfa mér né nein- um að stækka við sig nema með fullu samkomulagi framleiðslustjórnarinn- ar. Ef ég fæ að byggja verður um leið að tryggja mér aukinn kvóta svo ég geti einhvern veginn unnið upp í fjárfestinguna.“ 0 Grisjupokarnir Þá er það lambakjötið. Við förum að ræða hvort ekki sé möguleiki á að selja lambakjöt sem villibráð á Bandaríkjamarkað. „Það hefur verið reynt. í sjö ár var ég í samtökum Búvörudeildar Sam- bandsins og þar var verið að vinna í þessum málum. Gerðar voru nokkr- ar kvikmyndir og heilmargar auglýs- ingamyndir þar sem syndar voru myndir frá íslandi. Valdir voru fal- legir staðir á landinu og hið tæra loftslag og blátæra vatn okkar var sýnt og í texta var þess getið hversu ómengað þetta væri. Teknar voru myndir af fé upp til fjalla og að lok- um var sýndur fjöldi rétta úr lamba- kjöti. Þessu var svo fylgt eftir og einn okkar færustu matreiðslumanna, Hilmar Jónsson fór til Bandaríkj- anna og sýndi matreiðslu kjötsins. Undantekningarlaust voru allir hrifn- ir af þessu. En það er tvennt sem á strandar. Flutningur til Bandaríkj- anna er mjög dýr, en samt engin ástæða til að gefast upp fyrir því. En það eru verndartollarnir sem settir eru á kjötið sem koma í veg fyrir að við getum selt okkar kjöt erlendis. í Bandaríkjunum er boðið upp á kjöt frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu sem boðið er niður. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að það kjöt er allt annar matur en við bjóðum. Við bjóðum villibráð og lúxusmat. Sjá næstu síðu. Böðvar á Gautlöndum í helgarviðtali: , fylú hœzt að amttnem sjalfan stansað, en svo var haldið áfram upp efri tröppurnar sem voru nokkuð færri. Síðan verður hann ekki var við neitt fyrr en komið er upp á loftið, þá er staðnæmst og hann heldur að gengið sé í hinn enda loftsins. En eft- ir smá stund er hurðin hjá honum opnuð. Þetta var í desemberbyrjun og kolniðamyrkur. Honum finnst al- veg áreiðanlegt að gengið sé inn á gólfið. Hann gerir sér enga grein fyr- ir hvað þetta muni vera, en finnst sem þetta sé ekki eðlilegt. En það hvarflaði ekki að honum fyrr en þessi vera eða óvera var komin inn á gólfið hjá honum að ekki væri allt með felldu. Segir hann þá: Hver er þar? Það er ekkert ansað. Rís þá maður- inn, sem var smiður og með gríðar- lega hnefa, á fætur og lemur bylm- ingshögg í borð sem þarna var og hrópar: Hver er þar? Þá heyrir hann að gengið er fram fyrir dyrnar og þeim lokað. Og síðan ekkert meir, engar skýringar. Ég tek enga ábyrgð á þessari sögu, en maðurinn var strangheiðarlegur og trúði ekki á drauga. Þeir voru nokkuð margir sem heyrðu þarna fótatak, en ég varð aldrei var við neitt slíkt. 0 Álfar Ég hef hins vegar séð ljós og hygg að til séu álfar. Ekki hef ég orðið var við álfa, en tel mig hafa séð ljós. Einhverju sinni var ég staddur á Skútustöðum og með mér var Jón Þorláksson bóndi á Skútustöðum. Þetta var um ellefuleytið að kveldi í febrúarmánuði, það var norðvest- angola og tunglið óð í skýjum. Ég var hjá prestinum á Skútustöðum og hafði verið í öðru húsi um kvöldið, en var á leið heim. Þegar við komum út stöldruðum við smá stund, höfum líklega gengið út undir vegg að pissa eins og siður var í þá daga. Við horfðum niður að ásunum eða háls- unum sem eru hér ofan við áður en beygt er hingað niður að Gaut- löndum. Þegar komið er upp að krossgötunum á hálsinum er gríðar- lega stór steinn í melnum. Þennan stein kölluðum við alltaf álfasteinn. Þar sem við erum að horfa niður að hálsinum þá sjáum við ljós. Við hugsum okkur að þar myndi maður á ferð með lugt að leita að skíðaslóð sinni. Samt var tunglskin, en stund- um dró fyrir. Þó var aldrei dimmt og hann hefði ekki þurft ljós til að finna slóðina. Á þessum tíma gengu menn iðulega með ljós þegar vitað var að skíðaslóðir stóðu opnar að vetrinum. Jæja, við tókum mið og sáum að ljós- ið hreyfðist aldrei, hvorki áfram, til norðurs eða suðurs. Og ég segi þá við Jón: Ja, nú held ég að þetta sé rétt við álfasteininn. En þar sem við vor- um ekki klárir á því þarna í tungl- skininu hvort ljósið var sunnan eða ofan við steininn tókum við mið og ætluðum að líta eftir því daginn eftir ef veður yrði bjart. Það reyndist vera og þá kom það fram sem við héldum að ljósið var á nákvæmlega sama stað og steinninn. Kannski eru til á þessu aðrar skýringar, ég veit það ekki. Þó er úti- lokað að þetta hafi verið stjarna, því ljósið bar í ásana en var ekki fyrir ofan þá. Nú, þá gat verið að um hrævarelda væri að ræða, en ég held að svo hafi ekki verið. Hrævareldar vara stutt og eru á flökti. Annars er ábyggilega ekki mikið um álfa á þessu svæði. Við búum á nýju landi og erum þar sem land er að gliðna. Hér koma upp eldsumbrot og álfar halda sig ekki í hraunum, það er alveg útilokað. En álfar eru til held ég, þó ekki séu þeir hér. Ég er líka nokkuð hjátrúarfullur. Það er steinn í gili hér rétt fyrir ofan bæinn og ég myndi aldrei hrófla neitt við honum eða í kringum hann. Þess- um steini fylgir engin sögn, en maður hefur samt einhverjar hugmyndir um að þarna sé eitthvað. 0 Ekki of raunsœr Það borgar sig ekki að vera of raun- sær. Þá leyfir maður sér ekki að ímynda sér neitt. Við verðum að leyfa okkur að skapa okkur ævintýri. Menn verða líka síður rómantískir ef þeir eru mjög raunsæir. Ég man eftir því í gamla daga að þegar gott var veður horfðum við mikið suður til fjallanna. Þar er mikil auðn og upp- fokið land og stundum gusu upp miklir reykjarstrókar. Það var ekki annað en hvirfilbylur í söndunum eða heljarmikið moldrok. En þegar hvirfilbylurinn þaut eftir söndunum þá leyfði maður sér að halda að þarna væru menn á ferð. Annað hvort að koma sunnan yfir Sprengi- sand eða þá sem var ennþá meira spennandi að þetta væru útilegu- menr.. Því þarna inn frá voru eitt sinn útilegumenn, í Hvanna- og Herðubreiðarlindum, Fjalla-Eyvind- ur og Halla fundust þarna uppi á öræfum og voru flutt ofan í Reykja- hlíð. Böðvar á Gautlöndum. í efra húsinu býr Böðvar ásamt konu sinni Hildi Ásvaldsdóttur og sonum. árinu 1874, en það timbur var í gömlu baðstofunni að Gautlöndum. Á efstu hæðinni hafa þau hjónin látið innrétta baðstofu úr timbri frá Mynd:- mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.