Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 7
16. ágúst 1985 - DAGUR - 7 - Valdís Hallgrímsdóttir? - Jú, það er hún. Sæl vertu, Valdís. Hvað segirðu gott? - Allt fínt. Var að koma úr góða veðrinu fyrir sunnan. - Svo ertu að koma að utan líka? - Já, ég fór til Lahti í Finn- landi, að keppa á vinabæjamóti. Við vorum 22 frjálsíþrótta- menn, 24 manna hópur í allt. Fórum út þann 28. júlí og kom- um heim 2. ágúst. - Hvernig gekk? - Það gekk mjög vel. Mikið betur en ég bjóst við. Við höfðum lítinn tíma til æfinga, byrjuðum að æfa um mánaða- mót maí-júní. En flestir sem fóru bættu sig verulega. - Pannig að þetta hefur bara verið gaman? - Já, þetta var mjög skemmtilegt. - Þú hefur lengi verið í íþróttum. Segðu mér af byrjun- inni. - Ég byrjaði í fimleikum hjá Fresti Guðjóns og Önnu Hermanns, þá var ég bara smá- polli. - Lengi í fimleikum? - Ég tók aldrei þátt í neinni keppni. Fór einu sinni suður og var með skólasýningu. Ég hætti eftir þá sýningu. - Af hverju? - Pað var hlegið að mér. - Af hverju var hlegið? - Það var einn þjálfarinn sem mest hló. Honum fannst ég stirð, ekki of fimleikaleg. Svo ég lagði fimleikana á hilluna. - Hvað tók þá við? - Ég stundaði handbolta á veturna, en frjálsar íþróttir á sumrin. Ég keppti fyrir Þór, en það var engin frjálsíþróttadeild hjá Þór, þannig að ég gekk til liðs við KA. Þar lognaðist deild- in út af og við sem héldum áfram fórum yfir til UMSE. - Hvernig stendur á því að ekki eru frjálsíþróttadeildir inn- an Akureyrarfélaganna? - Ég held það sé fyrst og fremst vegna þess að það vantar einhverja menn til að standa á bak við þetta og stjórna. Áhug- ann vantar ekki. Ég hef verið að þjálfa á vegum ÍBA í sumar og það hafa komið um 60 krakkar á æfingar. ÍB A hefur staðið fyrir þessu í sumar, m.a. vegna árs æskunnar og þessa íþróttamóts í Lahti. En um framhaldið veit ég ekki. Ég vil samt endilega reyna að halda þessu áfram og svo er einnig um Jón Stefánsson sem hefur verið með mér í þessu. Mjög áhugasamur. Það er skrýtið að í 13 þúsund manna bæ skuli ekki geta þrifist ein frjálsíþróttadeild. Fólkið sér ekkert nema boltann. - Talandi um bolta. Einhvern tíma varstu í kvennalandsliðinu í handbolta. - Já, ég var fyrir sunnan einn vetur og æfði handbolta með KR og var þá valin til að æfa með landsliðinu. Ég spilaði með í tveimur leikjum við bandarísk- ar stelpur. Það var mjög skemmtilegt. En svo fór ég norður í apríl og datt þá sjálf- krafa út úr liðinu, því ég gat ekki stundað æfingar. - Þú hefur ekki viljað vera lengur fyrir sunnan ? - Nei, ég á kærasta hér fyrir norðan, sem sér ekkert annað en fótboltann. Hann spilar með Þór og það þýðir ekkert að fá hann með sér suður. Enda var það allt í lagi. Það er svo margt annað sem ég hef áhuga á hér. Frjálsíþróttirnar eru númer eitt hjá mér, svo að mér er alveg sama að fara aftur heim. - Ertu búin að vera lengi í frjálsum ? - Ég hef æft að staðaldri í 5 ár, en frá 15 ára aldri hef ég ver- ið að dútla við þær. Ég er aðal- lega í sprett- og grindahlaupi. - Er grindahlaupið ekki dá- lítið erfitt? - Jú, 400 m grindahlaup er frekar erfitt. Þetta er mikil tæknigrein. Maður verður að vanda mjög skrefin á milli grind- anna og fá þau til að passa. - Hvernig er æfingaaðstaða, t.d. á veturna? Getið þið eitt- hvað æft ykkur? - Síðasta vetur fengum við að vera í 50 m löngum gangi uppi í íþróttahöll. Þar gátum við hlaupið yfir nokkrar grindur. Það bjargaði miklu, en ég veit ekki um framhaldið. Mér skilst að þarna eigi að vera kaffitería. En mér finnst bara skemmtilegt að æfa við svona aðstæður og ég held ég geti fullyrt að árangur okkar er merkilega góður miðað við þá aðstöðu sem við höfum til æfinga. - Eruð þið mörg að æfa? - Nei, ég er mest ein. Annað slagið fæ ég vinkonur mínar til að hlaupa með mér og svo eru það krakkamir hjá ÍBA. - Þá eru það kraftlyftingarn- ar. Þú vaktir mikla athygli í vet- ur þegar þú tókst þátt í kraftlyft- ingamóti. - Það var þannig, að ég stundaði handbolta á veturna og frjálsar á sumrin. Til að halda mér í formi greip ég í lóðin. Síð- asta vetur var haldið bekk- pressumót sem ég tók þátt í. Kári Elíson og Élosi Jónsson dæmdu og stuttu eftir mótið hringdi Flosi í mig og spurði hvort ég væri til í að vera með á Dagsmótinu. Ég sló til. - Og vannst? - Við vorum bara tvær sem kepptum, sín í hvorum þyngd- arflokknum. Þannig að það kom af sjálfu sér. - Var gaman? - Alveg ofsalega. Það var al- veg frábært að keppa í kraftlyft- ingum. Það er svo góður mórall og strákarnir vildu allt fyrir okk- ur gera. Þeir vildu að vel tækist til svona í fyrstu skiptin og sjálf- sagt hefur þetta líka verið til- breyting fyrir þá. - Ætlarðu að halda áfram? - Nei, ég er hætt. Kraftlyft- ingar eru ekki fyrir kvenfólk. Þær fara svo illa með bakið og hnén. Það verður víst að viöur- kennast að við erum veikbyggð- ari. En þetta er samt mjög skemmtileg íþrótt. - Áður en ég segi bless, á að fara út að hlaupa í kvöld? - Það er ekki spennandi í þessari rigningu og vont að taka spretti, en ætli ég skokki ekki eitthvað smávegis. , - Gangi þér vel og vertu blessuð. - Þakka þér fyrir og vertu sæl. - mþþ ,£trákamir vildu óbrár aUtfyrir okkur gera“ - Valdís Hallgrímsdóttir, frjálsíþróttamaður, á línunni jjp r I Vín um helgina Grænmetismarkaður alla helgina, bæði seint og snemma. Verðið í lágmarki en gæðin í hámarki. Munið Vínarísinn, hvergi nema í Vín. Verið velkomin. HLH-flokkurinn, Halli, Laddi og Björgvin skemmta föstudaginn 16. ágúst frá kl. 10-? Miðaverð kr. 200 Ritstjórn Auglýsingar Afgreiðsla Sími (96) 24222 DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.