Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 16. ágúst 1985 Ekkihœgtaöstólaá... Þá má nefna að hægt er að gera ágæt- is sölu til Frakklands, en Efnahags- bandalagið fór alveg með að það skil- aði nokkrum hagnaði. En það er ekkert vafamál að of lít- ið er gert af því að matreiða kjöt og ég nefni í því sambandi Ladolambið. En það er því miður staðreynd að enn sem komið er hefur unnið kjöt skilað miklu verra verði til bænd- anna. Tilfellið er að gömlu grisju- pokarnir skiluðu besta verðinu til okkar, en í eina tíð var allt kjöt sett í grisjupoka og selt þannig.“ 0 Baðstofu- stemmning Böðvar er skemmtilegur maður og ræðinn og við höfðum alveg gleymt tímanum. Gamla Borgundarhólms- klukkan í herbergi hans minnti okk- ur á að tíminn stóð ekki kyrr. Við ris- um á fætur og Böðvar bauð okkur að ganga upp á loftið og skoða baðstofu sína. Stiginn upp er brattur, en upp komumst við klakklaust. Eins og áður sagði er allt timbur í baðstof- unni úr gamla torfbænum sem búið var í að Gautlöndum til ársins 1955. Og timbrið er frá árinu 1874. Það var óneitanlega sérstök stemmning í baðstofunni og við þóttumst heyra nið aldanna seytla í gegnum skarsúð baðstofunnar. Við settumst á forláta rúm sem þarna voru og Böðvar segir okkur að Steingrímur Jónsson afa- bróðir sinn hafi átt. „Þetta var brúðarsæng þeirra hjóna,“ segir hann. Með rúmunum fylgdi servantur og tveir skápar. „Hér er ég með merkilegan minn- isskjöld um langalangafa minn, Sig- urð Jónsson sem hingað kom árið 1818. Hann dó blessaður maðurinn eins og aðrir dauðlegir menn og var grafinn á Skútustöðum. Afi minn hirti skjöldinn þegar kirkjugarðurinn var jafnaður við jörðu.“ Böðvar las upp fyrir okkur áletrun skjaldarins en hún hljóðaði svo: Hér hvílir merkismaðurinn Sigurð- ur Jónsson, tvígiftur tuttugu og þriggja barna faðir, dáinn þrettánda, jarðaður nítjánda ágúst 1843 á sjö- tugasta og níunda aldursári. Öldung hér falin foldu fyrr kenndan nú örendan þar líða þankinn skoði það var hetja stórmetin þrautgóður, gætinn, vitur gáfnapund vel nam stunda. Hann var læknir, hans söknum um hann sára lýðir rómi. (J.Th.) Þarna uppi í baðstofunni segir Böðv- ar okkur af Reykjahlíðarættinni, en Böðvar er af þeirri ágætu ætt. Niðri í stofu bíður okkar borð hlaðið brauði er Hildur ber fyrir okkur. Á meðan við gerum kökunum góð skil rifja þau hjónin upp vísur Starra í Garði um Reykjahlíðarættina: Yndislega ættin mín æðin stærst frá séra Jóni drýgir hór og drekkur vín dýra, kæra ættin mín. Hún er miklu meiri en þín mest aföllum hér á Fróni. Yndislega ættin mín æðin stærst frá séra Jóni. Aldrei þynnist út í kyn æðin stærst frá séra Jóni. Á ættarinnar háa hlyn hanga eplin mjúk og lin. Meðan bæði bein og sin bera keim afséra Jóni aldrei þynnist út í kyn æðin stærst frá séra Jóni. 9 Logandi himinn Áður en við kveðjum Böðvar og Hildi og þökkum góðgerðirnar er ekki hægt annað er að spyrja al- mæltra tíðinda af heyskap og veður- fari. „Þakka ykkur fyrir, veðrið er búið að vera leiðinlegt. 8.-9. júlí hóf að rigna og því fylgdi þrumuveður og síðan varð þriggja vikna samfelld rigning að heita mátti. En það stytti upp á fimmtudegi og það er heilla- merki. Ég held að ef hann er í ótíð, norðanátt og rigningum og upp birti á fimmtudegi eða föstudegi, þá komi góður kafli á eftir. Sunnudagar eru hins vegar ótryggir. Ég man eftir því þegar ég var á ní- unda ári, það var árið 1933 að í júní- lok kom þetta geypilega þrumuveð- ur. Himinninn logaði allur. Það voru menn í brautarvinnu hér skammt frá og eldingarnar stóðu af járnkörlum þeirra. Hestar urðu kolbrjálaðir og sagt var að haglið sem veðrinu fylgdi hafi verið á stærð við grátittlingsegg. Við krakkarnir urðum logandi hrædd og mamma kallaði okkur inn í eldhús og hitaði handa okkur súkkulaði, síðan lét hún okkur spila svartapétur til að gleyma tilverunni utan dyra. Á eftir þessu veðri fylgdi mikil rigning- artíð sem stóð nokkuð lengi.“ Það er engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín, sagði skáldið og víst var ekki þörf að kvarta yfir veðri þegar við kvöddum Böðvar á hlaðinu á Gautlöndum. Það var nokkuð tek- ið að rökkva og í norðrinu logaði himinninn. „Ég hef notið áranna og lífsins og er tilbúinn að lifa öll árin mín sextíu upp á nýtt. Þó að lífið leiki ekki alltaf við mann, þá leggur það manni líka eitthvað gott til. Þó maður missi eitthvað fáum við annað í staðinn.“ - mþþ „UngafólJdð hefur áhuga á Islandi“ - segja hjónin Ólafía Stefánson og Stefán J. Stefánson Vestur-íslendingar sem hér voru á ferð fyrir skömmu „Við erum bœði fœdd á Gimli, “ sögðu hjónin Stefán J. Stefánson og Ólafía Stefánson, Vestur-íslendingar sem hér voru á ferðalagi fyrir skömmu og komu við á ritstjórn Dags að spjalla aðeins um lífið og tilveruna. „Föðurfólkið mitt er úr Skaga- firðinum," sagði Stefán. „Afi minn Stefán Eiríksson kom úr Djúpadal í Blönduhlíð. Ég hef verið að reyna að finna nákvæm- lega hvenær það var og ætla að hafa upp á því þegar ég kem vest- ur aftur. Én það var einhvern tíma á árunum 1886, 7 eða 8.“ Móðurfólk mitt bjó á Gilsá í Eyjafirði og gamli torfbærinn sem amma mín fæddist í stendur enn. Föðurfólk mitt kom frá Auðnum í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu," sagði Ólafía. Þau hjónin ásamt öðrum hjón- um eru stofnendur Viking Travel, ferðaskrifstofu sem stendur fyrir ferðum Vestur-ís- lendinga til íslands. Þetta er tí- unda árið sem félagið flytur hópa Vestur-íslendinga hingað og töldu hjónin að um tvö þúsund manns hefðu komið hingað á vegum félagsins. Hér á landi er dvalið í þrjár vikur. „Þrjár vikur eru varla nógur tími. Við eigum svo mikið af ætt- ingjum og kunningjum og þeir eru dreifðir um landið. Einnig höfum við kynnst fjölda fólks í gegnum starf okkar, og það er allt saman gott fólk,“ segja þau hjónin. En þau hafa margoft ver- ið fararstjórar fyrir íslendinga á ferð um Vesturheim og kynnst mörgu fólki í gegnum það. Stefán hefur verið yfirfógeti Manitobafylkis og segir hann starfið ósköp svipað og starf sýslumanns á íslandi. Stefán var í starfi hjá dómsmálaráðherra- deild í þrjátíu og hálft ár. Hann hefur verið formaður Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi og veitt íslendingum marg- háttaða fyrirgreiðslu vestra. Þjóðræknisfélagið var stofnað 1919 og hefur starfað allar götur síðan. Skiptist það í tíu deildir sem starfa frá Kyrrahafi og til Manitoba. „Tilgangur félagsins er að halda við þjóðerninu og íslenskri menningu. Einnig stuðlar félagið að því að halda við málinu þar sem því verður við komið og ætli ekki sé óhætt að segja að félagið reyni að gera þá sem tilheyra því að betri borgurum. Við höld- um ársþing, þorrablót og aðrar skemmtanir." Þau Ólafía og Stefán tala bæði mjög góða íslensku. Hvar skyldu þau hafa lært hana? „Ég lærði íslenskuna strax,“ sagði Ólafía. „Hún var að ein- hverju leyti töluð á mínu heim- ili.“ „Á mínu heimili var töluð enska og ég gekk líka í enskan skóla,“ sagði Stefán. „Ég var ekki alveg ókunnur íslenskunni, en lagði á það áherslu að læra hana þegar ég var orðinn fullorð- inn. Éaðir minn kenndi mér ís- lensku. Hann hafði afskaplega góðan norðlenskan hreim.“ „Ég hafði engan áhuga á að koma til íslands til að byrja með,“ sagði Stefán. „Það var ekki fyrr en tvær íslenskar frænk- ur mínar komu í heimsókn vestur árið 1967 að ég fékk áhuga. Þetta var eins með föður minn, hann hafði engan áhuga á að koma hingað. En það var fólk frá ís- landi sem kom í heimsókn og kveikti í honum áhuga. Hann kom svo fyrst þegar hann var áttatíu og sjö ára og aftur tveim- ur árum seinna. Þetta er sjálfsagt einstakt.“ Þau Ólafía og Stefán hafa oft komið til íslands. „Já, við höfum komið líklega fimmtán sinnum hingað til íslands,“ segja þau. Ólafía segist fyrst hafa komið árið 1964. En síðan árið 1974 hafa þau komið saman hjónin. Ólafía og Stefán stunduðu bú- skap fram til ársins 1970 á Gimli, en þá fluttust þau til Winnipeg. „Við vorum með stórt holda- nautabú á tímabili. Annars er best að lýsa okkar búskap sem blönduðum, því að við komum víða við. Við vorum með naut- gripi, hænsnarækt, grasfrærækt og ýmislegt fleira. Landið var gott, við bjuggum á bestu jörð- inni í sveitinni. Alls var hún um 500 hektarar.“ Að lokum töluðum við um unga fólkið og hvort það myndi tengt eins tryggum böndum við átthagana og kynslóð Ólafíu og Stefáns. „Við höfum orðið vör við auk- inn áhuga ungs fólks á íslandi og íslenskri menningu. Það eru haldin sumarnámskeið í íslensku á vegum Þjóðræknisfélagsins og í einum skóla í nágrenni við okk- ur eru þrír kennarar alveg bráð- flinkir í íslenskunni og þeir hafa verið mjög áhugasamir að miðla af þekkingu sinni. Þannig að fé- lagið er aldeilis ekki dautt.“ „Við erum mjög ánægð með ferðina, höfum fengið gott veður og við vonumst til að koma aftur að ári,“ sögðu þau hjónin Ólafía og Stefán að lokum. - mþþ Stefán J. Stefánson fyrrverandi yfirfógeti Manitobafylkis og kona hans Ólafía Stefánson: Höfum komið fimmtán sinnum til íslands. Mynd: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.