Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 13

Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 13
16. ágúst 1985 - DAGUR - 13 Elías HaUdórsson sýmr á Króknum Laugardaginn 17. ágúst opn- ar Elías málverkasýningu í báðum sölum Safnahússins á Sauðárkróki. Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga þessa helgi og þá næstu frá kl. 14-22. Það er verðugt erindi á Krókinn að skoða sýninguna. N.L.F.A. með kajþölu Næstkomandi sunnudag, þann 18. ágúst gengst Náttúru- lækningafélagið á Akureyri fyrir kaffisölu í Kjarnalundi, byggingu félagsins í Kjarna- skógi. Með kaffinu verður hægt að kaupa heitar vöfflur og marg- víslegar kökur. AUur ágóði af kaffisölunni rennur til byggingar heilsu- hælisins. Það eru allir vel- komnir í Kjarnalund á sunnu- daginn og geta þeir sem vilja fengið að skoða bygginguna og séð hvað henni miðar. Norðlenskir tónar Nk. sunnudagskvöld gefst Húsvíkingum færi á að hlýða á endurtekningu á tónleikum sem haldnir voru í Samkomu- húsinu á Akureyri á hunda- dagahátíðinni í júlí, sl. Tónleikar þessir - Norð- lenskir tónar - eru kynning á sönglögum eftir norðlensk tónskáld og tónskáld sem starfað hafa hér norðanlands. Er hér um að ræða jafnt vel þekkt sönglög sem lítið eða nánast óþekkt, svo sem lög Elísabetar Jónsdóttur frá Grenjaðarstað, og sjaldheyrð lög eftir Björgvin Guðmunds- son, Áskel Jónsson o.fl. Flytjendur eru söngvararnir Hólmfríður Benediktsdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Michael J. Clarke og Þuríður Baldursdóttir og píanóleikar- arnir Kristinn Örn Kristinsson og Soffía Guðmundsdóttir. Tónleikarnir verða haldnir í Húsavíkurkirkju á sunnu- dagskvöld, 18. ágúst, og hefj- ast kl. 21.00. Kristinn Örn Kristinsson og Þuríður Baldursdóttir. Á innfelldu myndinni eru Michael Clarke og Jóhann Már. Aðalfundur Memingarsamtaka Norðlendinga á Laugum Aðalfundur Menningarsam- taka Norðlendinga verður haldinn dagana 29. og 30. ágúst nk. að Hafralækjarskóla í Aðaldal. Fundartími og fundarstaður eru að nokkru valdir með hlið- sjón af fjórðungsþingi, sem haldið verður að Laugum sömu daga. Meginviðfangsefni fundar- ins að þessu sinni verður að ræða samstarf MENOR við grunnskóla á Norðurlandi, en eins og flestum félagsmönnum er kunnugt kom fram tillaga á aðalfundi samtakanna á Ak- ureyri haustið 1983, um að efnt skyldi til listaviku í skólum á Norðurlandi. Nú á ári æskunnar virðist þetta ætla að verða að veru- leika, með góðri samvinnu við fræðslustjórana á Norðurlandi og skólastjóra grunnskólanna. Verða þeir gestir aðalfundar- ins og skiptast á skoðunum við félaga MENOR um möguleika og útfærslu þessarar listaviku, sem stefnt verður að í sem flestum grunnskólum á Norð- urlandi á komandi hausti. Þetta er hugsað á þann hátt, að MENOR útvegi skólunum úr sínum röðum leiðbeinend- ur, sem verða á launum í viku- tíma við ákveðið verkefni, ailt eftir óskum hvers skóla. Svipað form hefur verið reynt í nokkrum skólum á Norðurlandi áður og gefist vel, en nánar verður skýrt frá því á aðalfundinum og eru félagar MENOR hvattir til að fjöl- menna og leggja sitt af mörkum, til að gera þetta að sjálfsögðum hlut í skólastarf- inu. Hörður Torfason á hljómkimferð í ágústmánuði og fram í sept- ember mun lagasmiðurinn og söngvarinn Hörður Torfason fara í hljómleikaferð hringinn Á sunnudaginn kemur lýkur starfi sumarbúða KFUM og K við Hólavatn með kaffisölu eins og mörg undanfarin ár. KFUM og K á Akureyri hafa rekið sumarbúðir við Hóla- vatn frá árinu 1965. í sumar voru fjórir 14 daga flokkar, tveir fyrir drengi og tveir fyrir stúlkur. Þórey Sigurðardóttir, Þóra Harðardóttir og Björgvin Jörgensson veittu sumarbúð- unum forstöðu. í kringum landið og verða fyrstu tónleikarnir í Borgar- nesi þann 12. ágúst. Þaðan heldur Hörður vestur og Það er orðin venja að hafa kaffisölu að Hólavatni við lok sumarstarfsins og getur fólk þá komið við, fengið sér hress- ingu og styrkt starfið í sumar- búðpnum. Sunnudaginn 18. ágúst er því tilvalið að bregða sér Eyja- fjarðarhringinn og koma við að Hólavatni í leiðinni milli kl. 14.30 og 18.00 og fá sér kaffi og kökur á góðum og friðsæl- um stað. norður um land og lýkur ferð- inni með afmælishljómleikum í Reykjavík þann 4. septem- ber. Hörður er einn fyrsti ef ekki fyrsti „trúbadúr" þessa lands og gaf út fyrstu plötu sfna árið 1971. Hann er leikari og leik- stjóri að mennt og hefur starf- að mikið á landsbyggðinni við leikstjórn hjá áhugamanna- leikfélögum. Reyndar hefur Hörður komið víða við í menningarmálum, bæði í út- varpi og sjónvarpi, en undan- farin ár hefur hann verið bú- settur í Danmörku. í þessari hljómleikaferð mun Hörður Torfason ein- göngu syngja eigin lög við texta fjölmargra ljóðskálda og eflaust munu margir njóta þess að heyra hann rifja upp vinsæl- ustu lög sín eins og „Eg leitaði blárra blóma“, „Guðjón", „Kveðið eftir vin minn“ og fleiri, og heyra hvað hann hef- ur nýtt fram að færa. Hörður heldur tónleika á Norðurlandi sem hér segir: 16. ágúst: Hvammstangi. 17. ágúst: Blönduós. 18. ágúst: Sauðárkrókur. 19. ágúst: Ólafsfjörður. 20. ágúst: Dalvík. 21. ágúst: Hrísey. 22. ágúst: Samkomuhús Akur- eyrar. 23. ágúst: Húsavík. 25. ágúst: Raufarhöfn. 26. ágúst: Þórshöfn. Jóharn Ævar og Stefán sýna í Vín Jóhann Ævar Jakobsson og Stefán Jónsson sýna nú vatns- litamyndir í söluskálanum Vín. Hér er í flestum tilfellum um landslagsmyndir að ræða, sem allar eru málaðar nýlega. Myndirnar eru allar til sölu. Sýningunni lýkur á sunnudags- kvöld. Söngvararnir Michael Jón Clarke og Jóhann Már Jó- hannsson syngja í Mánasal í Sjallanum í kvöld, föstudags- kvöld, ýmis létt lög og dúetta. Meðal efnis sem þeir flytja Stuðmenn, þessir síungu heið- ursmenn, leika fyrir Norðlend- inga um þessar mundir. Þeir voru í Sjallanum í gærkvöld og aftur á sunnudagskvöld, auk þess sem þeir verða með konsert fyrir yngra fólk kl. 4 á sunnudag. Þá verða þeir í Ólafsfirði með dansleik í kvöld og á Húsavík á laugardag. Á dans- leikjunum og hljómleikunum blandast saman gamalt og nýtt - sígild Stuðmannalög ásamt mikið af splunkunýju efni. Bílaklúbbur Akureyrar heldur sína áriegu sandspyrnukeppni á morgun, laugardag. Keppnin fer fram við Hrafnagil í Eyja- firði og hefst klukkan tvö. Miðaverð er 150 krónur. Keppnin er liður í íslands- móti kraftmestu ökutækja landsins og verða þau öll með. í heild verða keppendur 15-20 talsins og verður keppt í ýms- um flokkum. Má þar nefna flokk grindarbíla, eða „dragstera" og koma 2 nýir slíkir til keppninnar, einn ak- ureyrskur og annar reykvísk- ur. Þá verður keppt í flokki út- búinna fólksbíla og þar verða eru lög sem þeir sungu á tón- leikum í Samkomuhúsinu á hundadagahátíðinni. En á þeim tónleikum sem nefndir voru Norðlenskir tónar sungu þeir félagar ásamt þeim Þuríði Á laugardaginn frá kl. 13-17 verður ýmiss konar varningur boðinn til sölu í réttinni við Reistará við Dalvíkurveg. Kaupendur ganga um almenn- ing réttarinnar og geta boðið í varning í dilkunum, sem kem- ur úr öllum áttum. Þar á meðal má nefna gamalt dót, fatnað, skó, bútasaum, skreytta tré- tveir nýir bílar, einnig verða tveir nýir í flokki útbúinna jeppa. Einnig verður keppt í flokkum „standard" fólksbíla og jeppa. Til þeirrar keppni þarf engan úthúnað annan en þann sem í bílnum er og geta allir sem áhuga hafa tekið þar þátt. Sú nýjung verður tekin upp að keppt verður í opnum flokki. þar sem saman keppa allir útbúnu flokkarnir. Keppnin fer fram eftir blönduðu kerfi, sem hefur í för með sér að alltaf verður eitthvað að sjá, frá klukkan tvö til fimm á laugardaginn. Baldursdóttur og Hólmfríði Benediktsdóttur, lög eftir norðlenska höfunda. Soffía Guðmundsdóttir leikur undir á píanó. bakka, sprellikarla, vegg- platta, leikföng, fisk. græn- meti. kartöflur, sveppi nýja sem súrsaða, blóðbergssaft og keramikvörur. Þá verður hægt að kaupa veitingar og njóta tónlistar í góðum félagsskap. Einnig verður hugsanlega rek- in hestaleiga fyrir börn. að Hólavatni Söngur í Sjallanum - Jóhann Már og Michael syngja fyrir matargesti Stuðmenn á Norðurlaná Útimarkaður í Reistarárrétt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.