Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 15

Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 15
Mikið framboð af garðávöxtum: Útsala á blómkáli Þrátt fyrír súld og rigningu að undanförnu hér norðanlands er nú mikið framboð af garð- ávöxtum í verslunum og verðið tiltölulega hagstætt miðað við það sem var fyrir stuttu síðan. Þannig hefur verð á blómkáli lækkað úr 145 kr. fyrir kfló- grammið í heildsölu í 56 kr. Þetta verð gildir hjá Söluféiagi garðyrkjumanna í Reykjavík og hjá umboðsaðilum þess út um land, að viðbættum flutn- ingskostnaði. Samkvæmt upplýsingum hjá Sölufélaginu er mikið framboð af garðávöxtum eins og er, en óvíst er að það standi lengi. Þar spilar veðráttan inn í dæmið, því þótt gott veður hafi verið sunnan- lands, þá hefur þurrkur hamlað útiræktun. Já, það er misskipt gæðunum! Rófur kosta nú 30 kr. kg, hafa lækkað úr 57 kr. Búast má við að þær falli enn frekar í verði, því í fyrra féll verð þeirra allt niður í 8 kr. á kg, þegar markaðurinn yfirfylltist af rófum. Kólóið af hvítkáli kostar 61 kr. Hér er um heildsöluverð að ræða. Samkvæmt upplýsingum hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, sem er umboðsaðili fyrir Sölufélagið á Akureyri, þá á auglýst verðlækk- un hjá Sölufélaginu fyrir sunnan að skila sér í verslunum hér, þó ekki sé víst að það gerist sam- dægurs. Þetta á við um þá garð- ávexti sem hér hafa verið nefndir og auk þess tómara og agúrkur, svo dæmi séu nefnd. Akureyrarprestakall: Messað verður í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag kl. 11 f.h. Sálmar: 453, 209, 189, 330, 243. B.S. Glerárprestakall: Sunnud. 18. ágúst verður messað í nýju kirkjubyggingunni kl. 2 e.h. Kvenf. Baldursbrá verður með kaffiveitingar á staðnum. Kynnt verður skipulag og fram- kvæmdir við kirk juna. Fjölmennum. Pálmi Matthíasson. Möðruvallaklaustursprestakall. Verð í fríi frá 15. ágúst til 31. ágúst. Séra Pálmi Matthíasson í Glerárprestakalli annast þjón- ustu fyrir mig á meðan. Sími hans er 25962. Pétur Þórarinsson. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. , Sunnudaginn 18. ágúst kl. 20.00: Almenn sam- koma. Efni: „Hvað er trú?“ Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðalfundur blakdeildar KA verður haldinn í KA-herberginu í Lundarskóla laugardaginn 17. ágúst kl. 15.00. Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin. Akureyringar! Eyfirðingar! Okkar árlega kaffisala er nk. sunnudag 18. ágúst kl. 14.30- 18.00. Styrkið okkur í starfi. Sumarbúðirnar Hólavatni. Hefur þú fengið merki til björg- unar? Opnber biblíufyrirlestur sunnu- daginn 18 ágúst kl. 10.00 í Ríkissal votta Jehóva, Gránufé- lagsgötu 48, Akureyri. Ræðu- maður Leif Sandström. Allt áhugasamt fólk velkomið. Vottar Jehóva. Minningarkort Slysavarnafélags íslands fást í Bókabúð Jónasar, Bókvali og Blómabúðinni Akri Kaupangi. Styrkið starf Slysa- varnafélagsins. Kvennadcild S.V.F.Í. Akureyri. verkamenn Norðurverk hf. Óseyri 16, sími 21777. Vélstjóra Vantar vélstjóra fram að áramótum á Særúnu EA 251 sem er 73 tonna bátur. Uppl. í síma 63146. 16. ágúst 1985 - DAGUR - 15 Frá stjóm verkamannabústaða Akureyri Stjórn verkamannabústaða auglýsir til sölu eftirtaldar íbúðir í verka- mannabústöðum: A. Eldri íbúðir: 1. 4ra herb. 115 fm íbúð í raðhúsi við Móasíðu 8 b. Áætlað verð 2.300.000. 2. 4ra herb. 100,4 fm íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu 12 h. Áætlað verð 1.700.000. 3. 4ra herb. 82,9 fm íbúð í fjölbýlishúsi við Hjallalund 1 e, Áætlað verð 1.600.000. 4. 3ja herb. 58,7 fm íbúð í fjölbýlishúsi við Smárahlíð 18 g. Áætlað verð 1.400.000. 5. 2ja herb. 58,7 fm íbúð í fjölbýlishúsi við Smárahlíð 18 j. Áætlað verð 1.200.000. B. Nýjar íbúðir: Sjö 5 herb. íbúðir, ca. 125 fm í raðhúsum við Fögrusíðu. Réttur til kaupa á íbúð í verkamannabústöðum er bundinn við þá sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) Eiga lögheimili á Akureyri. b) Eiga ekki íbúð fyrir, eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu ár áður en úthlutum fer fram (1982-1983 og 1984) eigi hærri fjárhæð en sem svarar 307.000 á ári fyrir einhleyping eða hjón og kr. 28.000 fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Umsóknarfrestur er til 6. september næstkomandi Útborgun er 20% af verði íbúðanna og mismunurinn 80% er fenginn að láni úr Byggingasjóði verkamanna til 42 ára. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu verkamannabústaða Kaup- angi við Mýrarveg, sími 25392. Akureyri, 15. ágúst, 1985, Stjórn verkamannabústaða, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.