Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR— 16. ágúst 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR, 250 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E, JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRfMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Rétúáít hlutfall skyldu og réttar „Verður með engu móti unað við þá fölsku hagsæld sem blómstrað hefur í inn- flutningsverslun og þjón- ustu margs konar og hefur skapað þeim sem verðmæt- anna afla þurfalingsstöðu í fávísi yfirborðskenndrar skólamenntunar. Velferð ís- lensks menningar- og manndómsþjóðfélags er ekki síst háð því að skiln- ingurinn á manngildi nái yfirtökunum á auglýsinga- og gróðahyggju sem upp- runa sinn á í orðum Kains: „Á ég að gæta bróður míns?“ “ Þannig kemst Jónas Pét- ursson, fyrrum alþingis- maður Austfirðinga og mik- ill áhugamaður og einn af frumkvöðlum byggðahreyf- inga þeirra sem nú eflast með hverjum deginum, að orði í blaðagrein nýverið. Jónas segir ennfremur í grein sinni: „Hið réttláta hlutfall skyldu og réttar miðist við að gjaldeyris- öflun hvers svæðis skapi réttinn til hlutdeildar í tekj- um ríkisins í beinu hlutfalli við hlut svæðisins í gjald- eyrisöflun. Gjaldeyrisöflun- in er bein undirstaða ríkis- teknanna. Jöfn hlutdeild heildarteknanna fari fyrst til samfélagsþáttanna sem verða í hlut ríkisins. Finna skal út frá uppskurði ríkis- reiknings 2—3 seinni ár, skiptingu liðinna ára á þessum grundvelli, sem gefur myndir af fram- kvæmdum þessara hug- mynda. “ Þarna er Jónas að lýsa þeirri grundvallarhugmynd sem býr að baki byggða- hreyfinganna, að landinu verði skipt í fylki og að hvert svæði njóti í samræmi við það sem það aflar. „Gjaldeyrisbankar á hverju svæði eru trygging þess að ljósar liggi fyrir öflun verð- mætanna á hverju svæði, auk þess sem ótvíræður réttur verði sameiginlega til ákvörðunar á raungildi undirstöðunnar, “ segir Jón- as Pétursson ennfremur. Meðal meginmarkmiða byggðahreyfinganna er að styðja og vernda byggð um allt land, styðja oc; vernda þjóðlíf sem byggir á heima- öflun í samræmi við lífbeltin tvö, gróðurbeltið og hafið umhverfis, í ljósi þekkingar á samhengi nota og verndar. Manngildi á að vera meira en auðgildi, seg- ir einnig um meginmarkmið by ggðahreyfinganna. Þessi hreyfing er þver- pólitísk og hefur náð sífellt meiri útbreiðslu. Hún er nauðsynlegt andsvar við þeirri óheillaþróun sem grefur um sig í íslensku þjóðfélagi, þar sem menn hafa misst sjónar á hinum raunverulegu verðmætum. Framsóknarflokkurinn hefur barist fyrir svipuðum sjónarmiðum, en ekki haft pólitískt afl til að vinna þeim brautargengi sem skyldi. Vonandi verður byggðahreyfingin til þess að innan allra flokka skap- ist hljómgrunnur fyrir breytingum. ,, Við hittumst himnaríki“ „Þetta er vonandi að breytast til batnaðar. Það hefur ekki verið nokkur þurrkur hér lengi, “ sagði Guð- mundur Jónsson sem við hittum við Fagra- neskot í Aðaldal á ferð okkar um svœðið. Guðmundur var ásamt bróður sínum Þórarni og systrabörnum, Unni Mjöll Hafliðadóttur og Hjálmari Boga Hafliðasyni að búa sig undir að fara að snúa. Við fengum að trufla þau í smá stund, þó ekki hafi veitt af að nota þurrkinn. í Fagraneskoti eru um 200 fjár, 8 kýr og um 15 kálfar. „Það eru líka 4 hross hér, sem notuð eru til skemmtunar þegar færi gefst,“ sagði Guðmundur. „Nei, nei ég er ekki bóndinn á bænum. Ég er sonur hans. Ég kem alltaf hingað á sumrin og hjálpa til við heyskapinn, annars bý ég á Húsavík." - Og hvað gerir þú þar? „Ég er skotmaður. Vinn á slát- urhúsinu.“ - Hvernig er að vera skotmað- ur? „Pað er ekki verra en hvað annað. „Ég skýt allar skepnur sem koma á sláturhúsið og ég held að það sé ekki verri vinna en önnur störf við sláturhúsið. Við erum nú stundum að hugga okk- Smá pása frá heyskapnum; Guðmundur Jónsson hallar sér að snúningsvélinni, á pallinum sitja Hjálmar Bogi Hafliðason, systir hans Unnur Mjöll og Þórarinn Jónsson. Mynd: HJS ur við það, að öll hittumst við í himnaríki þegar þar að kemur. En ég hef nú engar áhyggjur af því.“ Guðmundur segir að á slátur- húsinu á Húsavík sé nautgripum slátrað hálfsmánaðarlega og svo er mikið um svín að auki. Fyrir utan kindurnar auðvitað. „Nei, það var ekkert námskeið í þessu, ég fékk bara byssu í hendurnar og þetta lærist á því að vinna við þetta. Auðvitað þarf maður að vita hvar á að skjóta, en það lærist fljótt. Það hefur allt gengið vel hjá mér.“ En höldum áfram að tala um heyskapinn. „Við vorum búnir að slá um 2 hektara, þegar ótíðin skall á og það lá flatt í 3 vikur. Heyið varð ekki ónýtt en fremur lélegt var það. I allt sláum við um 8 hekt- ara.“ - Er eitthvað um að bændur verki í vothey? „Það er eitthvað smávegis, flestir bændur verka eitthvað í vothey, en við gerum það ekki hér.“ Bærinn Fagraneskot stendur við Vestmannsvatn og við spurð- um hvort eitthvað væri veitt í vatninu? „Já, það er mikil veiði í vatn- inu, bæði lax og silungsveiði. Vatnið var orðið grunnt og hægt að vaða yfir það á góðum stígvél- um. En það hefur breyst og veiði er nokkuð góð. Við höfum tölu- vert gert af því að veiða okkur í matinn,“ sagði Guðmundur. - mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.