Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 16
Eigum enn laus borð íSmiðju á laugardag ogíseinni túna á föstudag Fimm hundmð Kiwanismenn með þinghald á Akureyri um helgina Nýta allt gistirými bæjarins 15. umdæmisþing Kiwanis- hreyfíngarinnar á íslandi verður sett í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 21.00. í dag munu fræðslu- og umræðuhópar starfa, en formlegt þinghald hefst á morgun í Sjallanum og lýkur þar með hófí annað kvöld. Um 500 manns hvaðanæva af landinu sækja þingið og mun þetta vera eitt fjölmennasta þing sem haldið hefur verið á Akureyri. Sem dæmi um það pöntuðu Kiwanismenn upp allt gistirými á Akureyri fyrir einu og hálfu ári og að auki þurftu þeir skólann á Pelamörk. Meðal gesta á þinginu eru umdæmisstjóri „Norden“-um- dæmis, Hans Jakob Björnstad, og verðandi heimsforseti Kiw- anis, Frank J. Dinota frá Kalif- orníu. Umdæmisstjóri íslenska umdæmisins er Ævar Breið- fjörð í Reykjavík. Sigurinn innsiglaður! Sigurður Pálsson skorar annað mark Þórs í leiknum við Fram í gærkvöld ■ og þar með unnu Þórsarar „sætasta sigur sumarsins“, eins og þjálfari þeirra orðaði það, tvö mörk gegn engu. Sjá nánar á íþróttasíðu. ________________________________________Mynd: KGA. Ágreiningur í bæjarstjórn um útboð eða ekki útboð vegna Síðuskóla: Samið við S.S. Byggi sf I gær staðfesti meirihluti bæjarstjórnar samning við S.S. Byggi sf. um að gera 1. hæð Síðuskóla fokhelda. Áður hafði verið gerður samningur við sama fyrirtæki um bygg- ingu kjallarans samkvæmt til- boði, en nýi samningurinn er gerður á grundvelli einingar- verðs þess. Auk þess var stuðst við samninga við aðra verk- taka um hliðstæð verk. Bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Það kom fram í máli bæjarfull- trúa meirihlutans á fundinum, að ástæðan fyrir því að rétt þótti að hætta við útboð, en ganga þess í stað til samninga við S.S. Byggi, hafi verið sú, að hætt hefði verið við tafir á framgangi verksins með útboði og hugsanlegum skiptum á verktaka. Verkið þyldi ekki slíkar tafir. - Það vantar um 5 þúsund fermetra í skólahús- næði til að fullnægja þörfinni hjá grunnskólum bæjarins, þannig að ástæða er til að hraða fram- kvæmdum, sagði Tryggvi Gísla- son. í sama streng tóku Sigríður Stefánsdóttir og Freyr Ófeigsson. Sigurður J. Sigurðsson átaldi, að ekki skyldi hafa verið viðhaft útboð, ekki síst með hliðsjón af því, að þetta væri stærsta verk- efnið sem Akureyrarbær færi út í á árinu. Sigurður sagði útboðs- skilmála hafa verið tilbúna, þannig að útboð hefði ekki tafið verkið. Einnig gagnrýndi Sigurð- ur, að með þessum samningi væri farið langt út fyrir þann ramma, sem fjárhagsáætlun markaði. Hann dró hins vegar ekki í efa, þörfina fyrir bygginguna. Það kom fram í máli Helga M. Bergs, bæjarstjóra, að samning- urinn við S.S. Byggi sf. fæli í sér byggingarkostnað, sem svaraði til rúmlega 80% af áætlun hönnuða. Hann gat þess ennfremur, að samkvæmt samningnum væri reiknað með framkvæmdum fyrir um 7,7 m. kr. á árinu, en einung- is væru til um 1,7 m. kr. til verks- ins á fjárhagsáætlun. Helgi taldi líklegt, að verktakinn sæi um að fjármagna mismuninn fram yfir áramót. - GS Olafsfjörður: Mikið atvinnuleysi - Óvíst hvenær úr rætist í Ólafsfírði eru nú um 150 manns á atvinnuleysisskrá þar sem fískvinnslufyrirtæki hafa sagt upp flestöllu starfsfólki sínu vegna hráefnisskorts. Frá Ólafsfirði eru gerðir út þrír togarar, Sigurbjörg, Ólafur bekkur og Sólberg. Sigurbjörg- inni hefur verið breytt í frystiskip og landar hún því ekki nema full- unnum fiski og hinir togararnir eru því sem næst búnir með sína kvóta. Erfitt er að fá keyptan kvóta og því fyrirsjáanlegt að at- vinnuleysi verði viðvarandi í Ólafsfirði nema eitthvað nýtt komi til. Dagur var í Ólafsfirði í vikunni og eru nánari fréttir það- an á síðu 6. -yk. Plasteignangrun hf.: Ný gerð af trollkúlum væntanleg Hjá Plasteinangrun hf. á Akur- eyri er búið að gera teikningar af nýrri gerð af trollkúlum. Mót eru væntanleg til verksmiðj- unnar frá Noregi í september eða október, og þá er ætlunin að hefja framleiðslu þegar í stað. Plasteinangrun hefur framleitt trollkúlur um margra ára skeið, en þessi gerð verður stærri og með meira flot en eldri gerðir, og þarf því færri kúlur en hingað til í hverju til- viki. Þá hefur verið mjög mikil sala á fiskkössum hjá Plasteinangrun nú undanfarið, og það svo að í steypudeild hefur orðið að vinna allan sólarhringinn alla sjö daga vikunnar til að hafa undan. Er fyrirsjáanlegt að því verður að halda áfram um nokkurn tíma enn. Þetta stafar að hluta til af því að til Færeyja hefur nú undanfarið verið selt mikið af kössum, og raunar öðrum fram- leiðsluvörum líka, svo sem troll- kúlum og flothringjum. „Það gengur illa að særa á ykkur sunnanátt, því um helgina, sennilega á sunnu- daginn, má búast við norðan- átt hjá ykkur aftur, öllu kald- ari en síðast, og einhver væta fylgir henni hka,“ sagði Magnús Jónsson, veður- fræðingur, í morgun. Þessi væntanlega norðanátt stend- ur a.m.k. fram í miðja næstu viku. Stómtsala Stórútsala Vefiiaðarvöradeild, 50% afcl. Dömudefld, 20-50% afsl. Bamadefld, 50% afsl. Herradefld, 25-50% afsl. Búsáhaldadefld, 50%. Opið á laugardag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.