Dagur - 19.08.1985, Síða 1

Dagur - 19.08.1985, Síða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 68. árgangur Akureyri, mánudagur 19. ágúst 1985 90. tölublað Biskup heim að Hólum? Horfur eru nú til þess, að bisk- upsstóll verði endurreistur að Hól- um í Hjaltadal, með því að sr. Sig- urður Guðmundsson, vígslu- biskup, flytji heim í Hóla. Á aðal- fundi Hólafélagsins í gær var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Hólafélagið fagnar mjög fram- komnum hugmyndum um að emb- ætti vígslubiskups Hólastiftis verði flutt heim að Hólum og fagnar um leið yfirlýstum vilja núverandi vígslu- biskups til þess að svo megi verða. Hefur endurreisn biskupsstóls á Hól- um verið eitt af höfuðmarkmiðum Hólafélagsins allt frá stofnun þess og bendir félagið á, að nú hafa skapast þær aðstæður, sem hjálpa til að svo megi verða. Fagnar félagið yfirlýst- um vilja sóknarnefnda Hólapresta- kalls í þessu máli og hvetur kirkjuyf- irvöld til þess að taka mál þetta til af- greiðslu, kirkju- og kristnilífi þjóðar- innar til eflingar.“ - CS í gær var í fyrsta sinn messað í nýbyggingu Glerárkirkju. Séra Pálmi Matthíasson predikaði. Kórinn söng við undirleik Atla Guðlaugssonar og Atla Örvarssonar sem léku á trompet og Jóns Hlöðvers Askelssonar á píanó. Kirkjugestir voru margir. Mynd: KGA Hrísey: Leikskóli tekur til starfa Innan fárra vikna mun leik- skóli taka til starfa í Hrísey. Keypti hreppurinn 92 fermetra hús undir starfsemina. Er þetta í fyrsta skipti sem dagvistun af þessu tagi verður í Hrísey. Að vísu var gerð tilraun fyrir nokkrum árum með að reka gæsluvöll eitt sumar, en ein- hverra hluta vegna gekk það ekki. Guðjón Björnsson, sveitar- stjóri sagði að verið væri að kaupa húsbúnað og leiktæki. Leikskólinn er fyrir 14 börn, en hægt er að koma fleirum að ef þörf er á. Hríseyingar voru svo heppnir að þangað flutti fóstra í vor og mun hún starfa við leik- skólann. Sagði Guðjón að það hefði verið orðið brýnt verkefni að koma upp einhvers konar dag- vistun fyrir börn. Það væru aðal- lega konur í fiskvinnslunni sem kæmu til með að hafa börn sín á leikskólanum og hefðu þær oft verið í vandræðum fram að þessu. - HJS Vegagerðin dæmd til að greiða bætur - vegna skekkju í verklýsingu við 1. áfanga Leiruvegar Dómur er genginn í máli því sem verktakafyrirtækið Gunn- ar og Kjartan hf. sótti gegn Vegagerð ríkisins vegna meintrar skekkju í útboðs- gögnum varðandi 1. áfanga Leiruvegar. Vegagerðin var dæmd til að greiða verktakan- um 231 þús. kr. auk vaxta og varð bótaupphæðin að með- töldum vöxtum u.þ.b. 340 þús. kr. Mál þetta spannst út af því að taka varð efni í burðarlag og síu- lag vegarins á öðrum stað en ráð var fyrir gert í verklýsingu Vega- gerðarinnar og hlaust af því nokkur aukakostnaður, að mati verktaka. Samkvæmt verklýsingu átti að taka efnið á Þveráreyrum en þegar farið var að leita að efni af réttri gerð kom í ljós að það varð að fara út í ána til þess að sækja efnið og var það þá gert að beiðni Vegagerðarinnar. Þegar ekki náðist samkomulag milli Vegagerðarinnar og verk- takans um greiðslur vegna þessa var samþykkt af báðum aðilum að vísa málinu til gerðardóms Verkfræðingafélags íslands. Verktakinn fór fram á að fá í bætur kr. 681.474 en Vegagerðin krafðist á móti sýknu af öllum kröfum stefnanda. Eins og áður segir varð niðurstaða gerðardóms sú að Vegagerðinni var gert að greiða verktakanum 231 þús. kr. auk vaxta og verðbóta. Þess má geta að í samninga- umleitunum verktakans og starfsmanna Vegagerðarinnar hér fyrir norðan komust menn það næst samkomulagi að Vega- gerðin bauð 175 þús.'kr. í bætur en verktakinn krafðist 450 þús- unda króna. Upphafleg kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar vegna þessa verks hljóðaði upp á 2.897.500 miðað við verðlag í febrúar 1984. Tilboð verktaka nam 58% af kostnaðaráætlun. Verktaka og Guðmundi Svafarssyni um- dæmisverkfræðingi Vegagerðar ríkisins á Akureyri, ber saman um að aukakostnaður sem fram kom vegna skekkju í verklýsingu og leiddi hún til þessara deilna, hefði fallið á Vegagerðina óháð því hver hefði unnið verkið og á hvaða verði. -yk Unnið að gatnagerð í Hrísey. Götur í Hrísey malbikaðar - framkvæmd upp í Hrísey er nú unnið að varan- legri gatnagerð. Er áætlað að það taki um 2 ár að leggja bundið slitlag á allar götur í byggðinni á suðurhluta eyjar- innar. Eru göturnar um 1 og Vi km. Að sögn sveitarstjórans, Guð- jóns Björnssonar, er verkið vel hafið og er nú unnið við að undir- byggja göturnar. Er á áætlun að á 4 milljónir króna ljúka því fyrir veturinn. Fram- kvæmd þessi er upp á 4 milljónir króna, sem er mikil framkvæmd í 270 manna byggðarlagi og mjög gott að geta lokið þessu af á að- eins tveimur árunt. Segir Guðjón að gatnagerð þessi sé aðallega umhverfis- og hreinlætismál, en eins og flestir vita er fremur lítið af bifreiðum í Hrísey. - HJS Jóhannes fékk þann stærsta - Dró 27 punda og 115 cm hæng á Hólmavaðsstíflunni Stærsti laxinn sem dreginn hefur verið á land hérlendis í sumar að því er við best vitum fékkst úr Laxá í Aðaldal á laugardagskvöldið. Það var sjálf veiðiklóin, Jóhannes Krist- jánsson, sem fékk laxinn við Hólma- vaðsstífluna og fískurinn reyndist hvorki meira né minna en 27 pund og 115 cm að lengd. - Þetta var hængur. sem greinilega var búinn að liggja í ánni í einn til einn og hálfan mánuð, sagði Jóhannes í samtali við blaðið. Hann taldi víst, að fiskurinn hafi verið yfir 30 pund þegar hann gekk í ána. - Eg fékk hann á svartan Toby þegar komið var fram í myrkur á laugardagskvöldið. hálftíma fyrir lokun. Hann var ekki nijög erfið- ur, ætli það hafi ekki tekið mig um þrjú korter að landa honum. Sigmund- ur Ófeigsson hjálpaði mér við verkið. dró laxinn upp á hól, þannig að öruggt væri að hann kæmist ekki út í ána aftur. sagði Jóhannes. Góð veiði hefur verið í Laxá í sumar. það eru komnir um 1350 laxar á land. en í allt fyrrasumar fengust ekki nema 950 laxar. Veiði hefur hins vegar verið treg að undanförnu. ekki síst vegna þess hversu vatnsmikil áin er. - GS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.