Dagur


Dagur - 19.08.1985, Qupperneq 8

Dagur - 19.08.1985, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 19. ágúst 1985 Minning: T Sigursveinn Fríðriksson Fæddur 21. júní 1919 - Dáinn 5. ágúst 1985 Sumarið birtist honum ekki með blóm í fangi og bros um vanga, færandi birtu og unað. Pað færði honum þjáningu sjúkdómsraunar, sem lauk með þeim örlagadómi, sem enginn fær áfrýjað. Sigur- sveinn lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, aðfaranótt 5. þessa mánaðar, 66 ára að aldri. Með honum er góður maður genginn, sem margir munu sakna. Kynni okkar Sigursveins urðu á sl. vori þegar hann kom suður til Reykjavfkur til að leita sér lækninga við meini því, sem í Ijós hafði komið að þyrfti án bið- ar sérstakrar meðferðar við. Hana sótti hann á Landspítal- ann svo vikum skipti og bjó á meðan á sjúkrahóteli Rauða kross íslands. Þar mættumst við á vordegi björtum og mun hvorugt okkar hafa álitið, að skugginn óum-' flýjanlegi væri svo skammt undan. Sigursveinn, sem var mjög harðgerður, vildi ekki mikla um of heilsubrest sinn. Hann gerði sér far um að missa ekki vonina um að úr kynni að rætast. Hann var léttur í máli, glaður og hlýr, svo að návist hans skóp vellíðan þeirra sem hennar nutu. Þar sem við vorum samborgarar og áttum bæði uppruna og ævislóðir norð- an heiða, þekktum við sameigin- lega fjölda margt, og sitthvað var, sem við bárum líkan hug til. Af brennandi áhuga fylgdumst við með því sem gerðist heima og ræddum um það löngum. Það stytti marga stund. Líka skildum við hvort annað varðandi þá brotalöm á heilsu, sem hélt okkur föstum á fjarlægri slóð. Við ræddum um það raun- veruleikanum samkvæmt, hisp- urslaust, og það veitti vissan létti. Við báðum hvort öðru bata af heilum hug. Það myndaðist vin- arhandtak, sem gaf styrk. Ég dáðist að Sigursveini fyrir þá sjúk- dómsbaráttu, sem lék hann svo hart. Hann unni lífinu, þráði að fá notið þess starfs og umhyggju fyrir því sem var honum hjart- fólgnast. Hugurinn skóp brú yfir fjarlægðina og var heima öllum stundum, sívakandi yfir ástvinum og ættbyggð. Hvað ég skildi hann vel og gladdist einlæglega með honum þegar hann loks fékk far- ið heim til þessa alls, í von um batnandi heilsu, - betri tíð - um sinn. Hans var sárt saknað þegar hann var ekki lengur á þeim stað, þar sem hann hafði deilt kjörum við svo marga, - suma í lengri tíma. Hann vann hugi allra sem kynntust honum eitthvað að ráði, svo hlýr var hann og alúðlegur. Það brást varla, að hann ætti bros til að gefa. Og hverjum manni var hann fúsari og fljótari að rétta hjálparhönd fengi hann því við komið. Öllum var Ijóst það fordæmi, sem hann gaf með viljastyrk sín- um og þolgæði. „Þessi maður er hetja“, heyrðist oft sagt um Sig- ursvein. Og það voru orð að sönnu, því allan tímann var hann í raun mjög veikur. En það var sem birtan í sál hans lýsti upp svipmótið, þannig að hann virtist að öllum jafnaði mun betur á sig kominn en raun var á. Og nú er hann allur. Tregi vandamanna og vina er mikill og missir þeirra stór. Og hvar sem Sigursveinn var og kom verður hans minnst með hlýrri þökk, - minnst sem hins starfsfúsa, at- orkusama, vökula og frábærlega trúa manns. Slíkum hefur veglegum launum heitið verið. Handan fögrudyra fær hann „meira að starfa Guðs um geim“. Þar lýsir af ljúfri minning. Hún fölskvast ei. Eiginkonu Sigursveins, Svein- björgu Rósantsdóttur, dætrum þeirra og öðrum ástvinum, sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar þess máttar, sem ræður tíma og eilífð. Jórunn Olafsdóttir frá Sörlastöðum. Minning: Lára Dýrieif Baldvinsdóttir frá Hrísey Fædd 19. júní 1917 - Dáin 1. júií 1985 Ekki grunaði mig, fyrir ári síðan, þegar Lára systir mín kom til Siglufjarðar ásamt fjölskyldu sinni að það yrði síðasta heim- sókn hennar til okkar. Þá var hún að rétta við eftir erfið veikindi, en samt sem áður nutum við sam- fundanna af heilum hug, bjartsýn á að allt væri þetta í áttina til betri heilsu, en það var þá ein- ungis „stund milli stríða". Seinni part vetrar fór að síga á ógæfu- hliðina og 1. júlí sl. lést hún eftir hetjulega baráttu, umvafin um- hyggju elskulegs starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og fjölskyldu sinnar, en þar átti hún allt sem hún helst hefði kosið. Eiginmaðurinn, börnin og barna- börnin komu um langan veg til að hitta hana hvenær sem færi gafst og Elsa dóttir hennar var svo lán- söm að geta komið því við að vera hjá móður sinni í mestu erfiðleikunum þó aðstæður væru ekki sem bestar á hennar heimili. Fleiri urðu til að létta henni lífið með ýmsu móti og oft talaði hún um sóknarprestinn sinn og var eiginlega undrandi á því hvað hann gat gefið sig mikið að þeim hjónum heima í Hrísey, og hvað hann væri duglegur að heimsækja sig á sjúkrahúsið, henni var mik- ill styrkur að þeim heimsóknum. Sjálf var hún ákaflega óeigin- gjörn og vanari því að snúast kringum aðra. En nú er þessarí þrautagöngu lokið. „Á grænum grundum lætur þú mig hvílast," stendur í Davíðssálmum. Sannar- lega er hún vel að því komin að hvílast á grænum grundum meðal blómanna sem hún hafði svo mikið yndi af alla tíð. En hún hafði um fleira að hugsa í lífinu en blómin sín. Árið 1938 hóf hún sambúð með eftirlifandi manni sínum, Hjörleifi Jóhannssyni frá Svínárnesi á Látraströnd og tveimur árum seinna gengu þau í hjónaband og fluttu til Hríseyjar sama ár og hafa búið þar síðan, eða í 45 ár. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi, Baldur sem búsettur er í Hrísey og á eina dóttur, Elsu sem býr í Reykja- vík, gift Hjálmari Loftssyni, eiga þau þrjá syni og Gunnhildi Sig- rúnu sem búsett er í Kópavogi með börnum sínum þremur. Son- ardóttirin Lára Dýrleif ólst upp á heimili ömmu sinnar og afa frá tveggja ára aldri og veit ég að það var erfið tilhugsun að þurfa að yfirgefa hana svo unga en hún er tæplega 12 ára. Oft skiptust á skin og skúrir í þessari fjölskyldu eins og gengur og því oft þörf á að fjölskyldan stæði saman enda var mjög kært með öllum innan fjölskyldunnar og flestum sumarfríum var eytt í Hrísey og það segir sína sögu. Svo margs væri að minnast í sambandi við þau hjón, Láru og Hjörleif að langt væri upp að telja, en þó get ég ekki lokið þessum línum án þess að þakka allt sem þau voru okkur hjónun- um og börnum okkar. Samband okkar systra var einstaklega náið þó aldursmunur væri nokkur og fannst mér hún vera bæði móðir mín og systir. Alltaf vorum við velkomin í Hrísey og dvöldust börnin mín þar meira og minna meðan þau voru yngri, við mikið dálæti sem þau minnast alla tíð. Við systurnar vorum búnar að upplifa marga sorgaratburði saman, en deila einnig mörgum gleðistundum, þannig styrkjast fjölskylduböndin og fyrir þær stundir vil ég þakka henni af öllu hjarta. Þá vil ég þakka öllum þeim sem sýndu Láru ástúð og um- hyggju í veikindum hennar, bæði heima og á sjúkrahúsinu og tryggð og virðingu að leiðarlok- um. Hjörleifi, börnum, tengda- syni og barnabörnum biðjum við Guðs blessunar. Flóra Baldvinsdóttir. „Heilmikiö veik fyrir hálf- áttræða kertingu“ - Rætt við Sigríði Sigtryggsdóttur kartöflugeymsiuvörð á Króknum Á ferð tíðindamanna Dags um Sauðárkrók fyrir skemmstu lá leiðin m.a. um svonefnda Kirkjuklauf, stórt og mikið gil norðan kirkjugarðsins á Króknum. í miðju gilinu var kona í óða önn að skrúbba spýtur. Við námum staðar og vildum fá að vita hvað hún væri að gera. „Ég er að hreinsa kartöflu- geymsluna hérna,“ sagði konan, Sigríður Sigtryggsdótt- ir að nafni. - Er þetta orðin gömul geymsla? „O, já hún er það. 1938 var stofnað hlutafélag til að byggja geymsluna og kostaði hvert hlutabréf 10 krónur. Það voru þrír menn sem aðallega stóðu fyrir því að byggð yrði kartöflugeymsla, Michelsen, Pétur Sighvatsson og Jens Eriksen. Hún var síðan að mestu leyti óbreytt til 1980 að hún var byggð upp og lagfærð mikið, m.a. sett á hana hall- andi þak, svo hún læki ekki.“ - Sigríður er greinilega vel að sér í öllu er lýtur að geymsl- unni og við spurðum hana hvort hún hefði hugsað um hana lengi. „Já, í tíu ár. Viljið þið ekki . koma inn og skoða húsið?“ - Jú, takk. Og það var ekki í kot vísað, geymslan var með eindæmum snyrtileg og vel skipulögð. Mörg hólf og öll rækilega merkt. Skyldu þeir vera margir sem rækta kartöfl- ur á Króknum? „Já, þeir eru margir. Hér eru 149 hólf sem taka 9 poka hvert og 25 hólf sem taka 6 poka, og þau eru flest leigð út. Hvort ég rækti kartöflur sjálf, já að sjálfsögðu, ég kaupi aldrei kartöflur." - Hafið þið góð garðlönd hérna? „Það voru margir sem höfðu garða í Sauðárgili og þar var fyrirmyndar garðland, en í vor var þeim öllum vísað burt og yfir í Helluland í Hegranesi. Það átti víst að útbúa útivistar- svæði í Sauðárgilinu en það er ekkert farið að gera þar ennþá. Það er bæði lengra að fara í Hegranesið og svo er landið þar svo illa unnið og langt frá því nógu gott.“ - Sigríður sýnir okkur vold- ugan hníf þegar við komum út úr geymslunni og segist nota hann til að snyrta í kringum húsið. Hávaxið gras og annar gróður vex þarna og virtist einn hnífur hafa heldur lítið að segja. Auk þess sem það hlýtur að vera erfitt að „slá“ með honum. Sigríður staðfesti það og sagði að það væri heilmikið verk fyrir „hálfátt- ræða kerlingu" að hugsa um þetta allt svo vel væri. Að síð- ustu var Sigríður spurð, hvort mýs vildu sækja í geymsluna hennar. „Já, það kemur fyrir að sumir koma með þær með sér í pokunum, sérstaklega þeir sem geyma kartöflurnar eitt- hvað í hesthúsunum hjá sér. Geymslan sjálf er músheld og ef það koma mýs er ekkert annað að gera en setja upp gildrur.“ - Að þessum orðum sleppt- um hélt Sigríður áfram að þvo og skrúbba, bráðum fara menn að taka upp og þá verður geymslan að vera tandurhrein og fín. - ám

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.