Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 6
KA-menn eru enn með í baráttunni - unnu Leiftur 4:1 á Ólafsfjarðarvelli um helgina KA-mcnn sigruðu Leiftur í Ólafsfírði á laugardaginn með 4 mörkum gegn einu í íslands- mótinu í knattspyrnu, 2. deild. Leiftursmenn léku undan norðanstrekkingi í fyrri hálfleik og náðu að standa nokkuð vel í hárinu á KA. Leikið var á malar- vellinum í Ólafsfirði og líklega er það erfitt að sýna verulega góða knattspyrnu á þeim velli, a.m.k. tókst það ekki á laugardaginn. Leikurinn var engu að síður nokkuð fjörugur og mikil barátta hjá báðum liðum enda mikið í húfi. KA berst fyrir 1. deildar sæti á meðan Leiftur þarf að berjast fyrir að halda sæti sínu í annarri deild. Sú barátta er nú orðin von- lítil eftir tap liðsins á laugardag- inn þar sem það situr eitt á botni deildarinnar með 9 stig. Framan af fyrri hálfleik sóttu bæði liðin til skiptis án þess þó að veruleg ógnun skapaðist við mörkin. Það var svo ekki fyrr en að 5 mínútur voru eftir til leik- Kristján Hjálmarsson Húsavík varð um helgina Norðurlandsmeistari í golfí en mótið fór fram á Húsavík. Þá sigraði Inga Magnúsdóttir í kvennaflokki og Magnús Karlsson í unglingaflokki. Keppendur í mótinu voru 58 talsins og voru leiknar 36 holur með og án forgjaf- ar. Kristján hafði umtalsverða yfirburði í karlaflokki og er óumdeilanlega besti kylfingur á Norðurlandi í sumar. Eftir fyrri dag mótsins hafði hann 7 högga forskot á næsta mann og er upp var stað- ið hafði hann unnið með 15 högga mun. Hörkukeppni var um 2. sætið og urðu þar þrír jafnir, Sverrir Þorvaldsson, Björn Axelsson og Einar Guðnason. Þeir fóru í aukakeppni og að henni lok- inni var staða efstu manna þessi: 1. Kristján Hjálmarsson GH 148 2. Sverrir Porvaldsson GA 163 3. Björn Axelsson GA 163 4. Einar Guðnason GA 163 5. Axel Reynisson GH 167 Mcð forgjöf: 1. Hreinn Jónsson GH 139 2. Kristján Hjálmarsson GH 140 3. -4. Pálmi Þorsteinsson GH 143 3.-4. Einar Guðnason GA 143 í kvennaflokki voru meiri sviptingar. Það hefur sem betur fer ekki gerst oft á Norðurlandi undan- farin ár að fresta hafi þurft knattspyrnuleikjum vegna vatnselgs á völlunum. Þetta átti sér þó stað á Húsavík hlés að fyrsta markið kom. Þá var dæmd hornspyrna við mark Leifturs og Steingrímur Birgisson stökk hæst þegar boltinn kom inn í teiginn og skallaði í mark. Rétt fyrir leikhlé átti Hafsteinn Jakobsson skalla að marki KA en Þorvaldur náði að verja. Þegar 6 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik náðu Leifturs- menn að jafna. Boltinn barst til Jóhanns Örlygssonar sem stóð á markteig og hann skaut föstu skoti framhjá Þorvaldi. Staðan orðin 1-1. Þrem mínútum síðar fékk Tryggvi Gunnarsson bolt- ann einn inn fyrir vörn Leifturs og Logi Einarsson kom út á móti. Rétt áður en þeir mættust vipp- aði Tryggvi boltanum yfir Loga og í autt markið boppaði boltinn. Fallegt mark hjá Tryggva en sumir vildu meina að hann hefði verið rangstæður þegar hann fékk boltann. Það sem eftir var leiksins áttu KA-menn mun meira í honum. Tryggvi Gunn- arsson skoraði annað mark sitt og Þar hafði Sigríður B. Ólafsdóttir GH forustuna eftir fyrri daginn, átti 7 högg á Ingu Magnúsdóttur sem var í 2. sæti. En síðari daginn hóf Inga strax að saxa á forskotið og eftir 18 holur til viðbótar voru þær jafnar. Þær fóru í bráðabana og þá sigraði Inga. 1. Inga Magnúsdóttir GA 193 2. Sigríður B. Ólafsdóttir GH 193 3. Jónína Pálsdóttir GA 205 4. Sólveig Skúladóttir GH 208 5. Rósa Pálsdóttir GA 242 Með forgjöf: 1. Sigríður B. Ólafsdóttir GH 141 2. Sólveig Skúladóttir GH 152 3. Inga Magnúsdóttir GA 169 4. Jónína Pálsdóttir GA 175 5. Rósa Pálsdóttir GA 184 Magnús Karlsson sigraði í unglinga- flokki. Hann hafði gott forskot eftir fyrri daginn en tapaði því niður síðari daginn en náði að vinna það upp aftur á síðustu holunum. 1. Magnús Karlsson GA 157 2. Ragnar Þ. Ragnarsson GH 163 3. Kristján Gylfason GA 165 4. Ólafur Ingimarsson GH 166 Með forgjöf: 1. Þorsteinn Halldórsson GA 126 2. Magnús Karlsson GA 137 3. Örvar Þ. Sveinsson GH 139 4. Ragnar Þ. Ragnarsson GH 139 um helgina. Þangað áttu Fylkis- menn að mæta til leiks en aflýsa varð leiknum vegna mikilla rign- inga að undanförnu enda mun völlurinn hafa verið líkari sund- laug yfir að líta en knattspyrnu- velli. um leið þriðja mark KA tæpum 10 mínútum fyrir leikslok. Þá fékk hann sendingu upp vinstri kantinn, lék á varnarmann og skaut örugglega í markið úr mjög góðu færi. Síðasta mark KA skoraði Eyjamenn töpuðu dýrmætum stigum í 2. deUdinni um helgina er þeir léku gegn ísfírðingum vestra. Úrslitin urðu 2:2 og svo kann að fara að þessi stig geti reynst liðinu afdrifrík í haust þegar upp verður staðið. Breiðabliksmenn unnu KS í Kópavoginum 2:0 og eru nú STAÐAN Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er nú sem hér segir: Leiftur-KA 1:4 ÍBÍ-ÍBV 2:2 UMFN-UMFS 3:0 UBK-KS 2:0 UBK 15 9 4 2 28:13 31 ÍBY 15 8 6 1 37:13 30 KA 14 8 3 3 28:13 27 KS 15 7 3 5 21:19 24 Völsungur 14 5 3 6 22:22 18 UMFS 15 4 4 7 19:33 16 ÍBÍ 15 3 7 5 14:21 16 UMFN 15 3 4 7 10:17 16 Fylkir 14 3 3 8 12:18 12 Leiftur 15 2 3 10 10:31 9 Þau úrslit er ÍBK sigraði Þór í 1. deild kvenna í knattspyrnu um helgina 3:0 urðu tU þess að lið KA er svo gott sem fallið í 2. deild. ÍBK hefur ekki gert stóra hluti í 1. deildinni í sumar þannig að reiknað var með öruggum sigri Þórs í þessari viðureign. Það fór hins vegar á annan veg og verða þetta að teljast mjög óvænt úrslit. Þá eru úrslitin í leik Þórs og Breiðabliks á Kópavogsvelli í gær Bjarni Jónsson úr aukaspyrnu. Hann skaut beint á markið, framhjá varnarvegg Leifturs og Logi sló boltann í hliðarnetið. Þetta mark kom rétt fyrir leikslok og innsiglaði sigur KA á Leiftri, 4-1. -yk. komnir í efsta sæti deildarinnar. Á töflunni hér til hliðar má sjá að Breiðablik hefur tapað stigi minna en ÍBV og KA en KA á eftir að leika einn leik til að ná sama leikjafjölda og hin liðin. Leikirnir sem toppliðin eiga eftir eru þessir: KÁ á eftir að leika á heimavelli gegn ísfirðing- um og Eyjamönnum, og á útivelli gegn KS og UMFN. Eyjamenn eiga eftir að leika við Völsunga og KA úti og gegn UMFN heima en Breiðablik á eftir að leika gegn Fylki heima og gegn UMFS og Völsungi úti. Völsungar eiga því eftir að mæta bæði ÍBV og Breiðabliki og er ekki að efa að KA-menn vonast innilega til þess að Völsungum gangi vel í þessum leikjum. KA átti að leika frestaðan leik sinn við UMFN annað kvöld í Njarðvík en þeim leik hefur verið frestað aftur og verður hann í Njarðvík á þriðjudagskvöld í næstu viku. Næsti leikur KA í deildinni er því gegn ÍBÍ og verð- ur hann á Akureyrarvelli á föstu- dagskvöld. ekki síður athyglisverð en þar varð jafntefli 2:2. Við þessi úrslit er næsta öruggt að Akranes verð- ur íslandsmeistari. Það var Anna Einarsdóttir sem skoraði bæði mörk Þórs. KA-liðið lék einnig tvo leiki um helgina, við Val og KR og tapaði þeim báðum 1:4. Borg- hildur Freysdóttir skoraði fyrir KA gegn KR en ekki er okkur kunnugt um hver skoraði mark KA gegn Val. Inga urðu Frestað á Húsavík Eyjamenn töpuðu stigi - en Blikarnir unnu KS og fóru í efsta sætið 1. deild kvenna: ÍBK vann Þórsstelpur - og KA er svo gott sem fallið Logi Einarsson markvörður Leifturs mátti fjórum sinnum sækja boltann í markið sitt um helgina. Hér er eitt marka KA að verða til. Mynd: KGA Einvígi í B-riðli 3. deildar: Úrslit munu ráð- ast á Grenivík! - Tindastóll úr leik og úrslitin verða milli Magna og Einherja Baráttan í B-riðli 3. deildar er nú orðin að einvígi á milli Ein- herja frá Vopnafírði og Magna frá Grenivík. Þessi lið eiga að mætast á Grenivíkurvelli nk. Iaugardag og það er eins víst að þá verði tekið á af krafti því sæti í 2. deild að ári er í húfí. Tindastóll var þriðja liðið í riðlinum sem átti möguleika á að komast upp fyrir leiki helgarinn- ar. „Stólarnir“ fóru svo til Vopnafjarðar á laugardag og léku gegn Einherjum og urðu úr- slit þess leiks jafntefli 1:1. Bæði mörkin voru skoruð í seinni hálf- leik. Stefán Guðmundsson skor- aði fyrir Einherja en Eiríkur Sverrisson jafnaði fyrir Tinda- stól. Þetta nægði Tindastóli ekki, liðið er úr leik og nú er það leikur Magna og Einherja á laugardag sem öllu ræður, og Einherjum nægir jafntefli þar til að komast upp. Einherjarnir voru öllu grimm- ari í leiknum við Tindastól á laugardaginn en leikmenn liðsins fóru illa að ráði sínu í góðum marktækifærum og einnig var Árni Stefánsson í fínu formi í markinu og varði oft ótrúlega vel. Magnamenn fóru til Reyðar- fjarðar og léku þar gegn Val. Magni varð að sigra í leiknum til að liðið ætti áfram möguleika á sæti í 2. deild og það tókst eftir nokkurn barning. Úrslitin 1:0 fyrir Magna og það var Bjarni Gunnarsson sem var í hlutverki markaskorara að þessu sinni. Það er sem sagt á laugardag sem það ræðst hvort Magni eða Einherji flyst í 2. deild. Hins veg- ar er löngu séð að það verður HSÞ sem fellur í 4. deild og Reynir Árskógsströnd mun taka sæti í 3. deildinni í þess stað. HSÞ heimsótti Hugin um helgina á Seyðisfjörð og það var lítil frægðarför. Heimamenn léku á alls oddi og léku einnig herfi- lega á Mývetningana sem máttu halda heimleiðis með 1:7 ósigur STAÐAN Staðan í B-riðli 3. deildar ís- landsniótsins í knattspyrnu er nú sem hér segir: Þróttur N, ,-Leiknir 2:4 Valur-Magni 0:1 Einherji-Tindastóll 1:1 Huginn-HSÞ 7:1 Einherji 15 10 3 2 33:16 33 Magni 15 10 2 3 30:16 32 Tindastóll 15 8 6 1 20:7 30 Leiknir 15 9 1 5 24:21 28 Austri 15 4 6 5 24:21 18 Þróttur 16 4 4 8 22:25 16 Valur 15 4 2 9 20:28 14 Huginn 15 4 2 9 23:34 14 HSÞ 15 1 2 12 18:46 5 á bakinu. - Fjórði leikurinn í riðlinum um helgina var á milli Þróttar N. og Leiknis Fáskrúðs- Framarar urðu í gær bikar- meistarar í knattspyrnu árið 1985 er þeir unnu ÍBK með þremur mörkum gegn einu á heimavelli sínum í Laugardal. Leikurinn var frentur tíðinda- lítill í fyrri hálfleik en Fram skor- aði þá eitt mark, Pétur Ormslev var þar að verki eftir góða send- ingu Guðmundar Torfasonar. í síðari hálfleik bætti Pétur Orm- slev öðru marki við og aftur var það Guðmundur Torfason sem sendi honum boltann. Ragnari Margeirssyni tókst að minnka muninn þegar síðari hálf- leikur var um það bil hálfnaður firði og unnu Leiknismenn þann leik með 4 mörkum gegn tveim- ur. en strax og Framarar hófu Ieikinn eftir það kom löng sending fram völlinn, Guðmundur Torfason komst á auðan sjó og skoraði ör- ugglega, rothöggið hafði verið slegið og það var vel við hæfi að Guðmundur Torfason sem var besti maður vallarins innsiglaði sigur Fram. Framarar hafa nú fengið þrjá bikara í safn sitt á árinu, þeir urðu Reykjavíkurmeistarar, síð- an unnu þeir Meistarakeppni KSI og nú bikarinn. Þá eru þeir í harðri baráttu á toppi 1. deildar og gætu allt eins krækt sér í fjórða bikarinn áður en langt um líður. Blkarkeppni KSÍ: Framarar sigruðu - 3. titill þeirra í sumar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.