Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 11
26. ágúst 1985 - DAGUR - 11 Viðskipta- og tölvublaðið: Leó rit- stjóri Leó M. Jónsson hefur verið ráð- inn ritstjóri tímaritsins Við- skipta- og tölvublaðsins, og hefur hann þegar hafið störf. Fyrsta tölublaðið undir ritstjórn hans kemur út í september næstkom- andi. Leó er fæddur í Reykjavík 7. mars 1942. Hann stundaði nám í Vélskóla íslands, Bergen Tekn- iske Skole í Noregi og tók loka- próf í véla- og rekstrartæknifræði frá Stockholms Tekniska Institut árið 1969 og lagði að auki stund á framhaldsnám í framleiðslu- stýritækni og sjálfvirkni. Starfaði sem tæknifræðingur hjá ÍSAL hf. 1969-1971 og síðan við sjálfstæð ráðgjafastörf til 1974. Deildar- tæknifræðingur hjá Iðnþróunar- stofnun íslands til 1978 og rit- stjóri tímaritsins Iðnaðarmála 1975-1978. Stundaði stunda- í vinnurannsóknum, skipulags- tækni og verkáætlanagerð á veg- um Iðnþróunarstofnunar, Verk- stjórnarfræðslunnar, og Stjórn- unarfélags íslands sl. 10 ár. Auk ráðgjafastarfa hefur Leó svo einnig haft umsjón með og ann- ast þýðingar á efni um tækni og vísindi fyrir blöð, tímarit og fyrir- tæki auk sjálfstæðra ritstarfa. Leó var framkvæmdastjóri Skrif- stofutækni hf. 1981-1984. Eiginkona hans er Sigrún D. Jónsdóttir, ritari hjá íslenskum aðalverktökum hf. og eiga þau þrjú börn. Viðskipta- og tölvublaðið nefndist áður Tölvubíaðið, og hefur það komið út síðan 1982. Að undanförnu hefur verið unnið að breytingum á ritinu í þá veru að það flytji auk tölvufrétta og greina margvíslegt efni úr við- skipta- og atvinnulífi, og hefur nafni ritsins því verið breytt. Tímaritið „Þroskahjálp“ komið út Tímaritið Þroskahjálp 2. tölu- blað 1985 er komið út. Útgef- andi er Landssamtökin Þroskahjálp. í ritinu er að finna ýmsar grein- ar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna: Viðtal við foreldra sem eiga þroskaheftan son og viðtal við ungan mann sem bjó á Kópavogshæli frá unga aldri en býr núna í sambýli. Hann segir m.a. frá skólagöngu sinni í Rétt- arholtsskólanum og áhuga sínum á að verða rafvirki. Baldur Guðnason, frjálsíþróttamaður, sem er fatlaður eftir slys, skýrir frá því hvað íþróttir eru mikilvæg- ur þáttur í lífi fatlaðra. Greint er frá ráðstefnu um frístundir vangefinna sem haldin var í maí sl., en þar voru van- gefnir með framsögu. Sálfræð- ingarnir Tryggvi Sigurðsson og Evald Sæmundsson skrifa um neyslu á risaskömmtum af víta- mínum og steinefnum hjá börn- um með Down syndrome. í greininni sem þeir nefna „Ný von eða blekking“ er m.a. skýrt frá rannsókn sem unnin var í Banda- ríkjunum nýlega. Af öðru efni má nefna: Grein um barnaeinhverfu í samantekt Jónu Ingólfsdóttur, „Að lokinni hjálpartækjasýningu“ eftir Unu Steinþórsdóttur, „Opið bréf til foreldra fatlaðra“ skrifað af Dóru S. Bjarnason og „Oft er þörf en nú er nauðsyn" - hugleiðingar Halldóru Sigurgeirsdóttur af ný- afstaðinni umfjöllun um frístund- ir vangefinna. Staða skólastjóra við Þjálfunarskóla ríkisins á Akureyri er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar hjá Gunnhildi Bragadóttur, Akureyri (Sími 96-22054) eða hjá Magnúsi Magn- ússyni, sérkennslufulltíúa, menntamálaráðuneyt- inu, (Sími 91-25000). Menntamálaráðuney tið. Laus staða Við embætti bæjarfógetans á Akureyri og Dalvík og sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu er laus til umsóknar staða aðalbókara. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Ráðið verður í stöðuna frá næstu ára- mótum eða jafnvel fyrr. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 19. september 1985. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 22. ágúst 1985. Elías I. Elíasson. Landsþing framsóknarkvenna Annað landsþing Landssambands framsóknar- kvenna verður haldið að Laugarvatni dagana 31. ágúst og 1. september næstkomandi. Dagskrá þingsins er eftirfarandi: Laugardagur 31: Kl. 10.00 Þingsetning: Sigrún Sturludóttir formaður. Kjör embættismanna þingsins. Skýrsla stjórnar: a) Skýrsla formanns, Sigrúnar Sturludóttur. b) Skýrsla gjaldkera, Drífu Sigfúsdóttur. Umræður um skýrslu stjórnar. Kl. 11.00 Ávörp gesta. Kl. 12.00 Hádegiserindi. Kl. 13.00 Framsöguerindi: Framboðsmál - Sigrún Magnúsdóttir. Kl. 13.50 Launamál kvenna Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir. Kl. 13.50 Fjölskyldupólitík Þórdís Bergsdóttir. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Kl. 14.30 Umræður um framsöguerindi. Kl. 15.15 Kaffihlé (vörukynning verður i kaffihléi). Kl. 16.20 Hópstarf. Kl. 20.00 Kvöldverður. Kl. 22.00 Kvöldvaka í umsjá Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu. Nætursnarl. Sunnudagur 1. september: Kl. 8.00 Gufubað. Kl. 9.00 Morgunverður. Kl. 10.00 Erindi: a) Stjórnmálaástandið - Valgerður Sverrisd. b) Stjórnmálaþátttaka kvenna - Drífa Sigfúsd. c) Hvernig efla má starf L.F.K. - Unnur Stefánsdóttir. Kl. 10.45 Umræður um erindi. Kl. 12.30 Hádegisverður. Kl. 14.00 Niðurstöður umræðuhópa kynntar. Kl. 15.00 Umræður og afgreiðsla mála. Kl. 16.00 Kaffihlé. Kl. 17.00 Kosningar. Kl. 18.00 Þingslit. Ráðstefnan fer eins og áður sagði fram í Húsmæðraskólan- um að Laugarvatni og þar er hægt að fá gistingu í tveggja manna herbergjum á kr. 1.485. Einnig er hægt að fá svefn- pokapláss á kr. 200. Matur báða dagana kostar kr. 2.085. Rútuferð verður frá Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18 kl. 7.45 að morgni laugardagsins 31. ágúst. Þátttöku skal tilkynna í síma (91)24480 og þarfást allar nán- ari upplýsingar um ráðstefnuna. kemur út þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga Dansstudio Alice Tryggvabraut 22 óskar eftir íþrótta-, leikfimi- eða danskennara í vetur til að kenna t.d. Aerobic o.fl. nokkra tíma í viku. Uppl. í síma 25590. Ðílarafmagn Leitum að laghentum og snyrtilegum bifvélavirkja eða rafvirkja, til viðgerða á rafkerfum bifreiða. Norðurljós Furuvöllum 13 sími 25400. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða sjúkraliða í 1/2 starf í Sel I. Vinnutími er frá 17.00 til 21.00 alla virka daga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22100. Súkkulaðiversmiðjan Linda auglýsir: Óskum að ráða nokkrar stúlkur til verksmiðjuvinnu nú þegar. Reglusemi áskilin. Upplýsingar veittar á skrifstofu Lindu hf. (ekki í síma) Súkkulaðiverksmiðjan Linda. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaðardeild - Akureyri Óskum eftir að ráða flokkstjóra í skinnaiðnað Góð enskukunnátta æskileg. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 1. sept- ember og gefur hann nánari upplýsingar í síma 21900 (220-222). Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900 Sérkennslu- Skólanefnd Akureyrar óskar eftir að ráða starfs mann að tilraunaverkefni, ólíku hefðbundnu skóla- starfi. Sérkennara- eða kennaramenntun æski- legust. Nánari upplýsingar veitir Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra Furuvöllum 13, sími 96-24655.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.