Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 26. ágúst 1985 (Spurt í Ólafsfírði) Hvað fínnst þér skemmtilegast í sjón- varpinu? Hjörleifur Hjörleifsson: Tommi og Jenni. Pálmi Hjörleifsson: Enska knattspyrnan. Heiðar Gunnarsson: He man (Sýnt í videó) Heiðbjört Gunnarsdóttir: Ég veit það ekki. Frá Leipzig til Fáskrúösfjaröar - Spjallað við Maríu Kristjánsdóttur leikstjóra Það verkefni sem Leikfélag Akureyrar er að hefja æfingar á nú með haustinu er verk eftir Charles Dickens og kallast á ís- lensku „Jólaævintýrið“. Eins og leikstjóri verksins segir þá er þetta 19. aldar útgáfa af „Life Aid“ tónleikum sem ný- lega voru haldnir beggja vegna Atlantshafsins, og sýndir voru að hluta til í íslenska sjónvarp- inu. Það er að segja Dickens skrifaði þessa sögu í sama til- gangi og tónleikarnir voru haldnir tæpum hundrað og fimmtíu árum síðar, að styðja þá sem unnu að því að seðja hungur manna sem ekki gátu gert það sjálfir. Leikstjórinn sem um er rætt og ætlar að vinna þetta verk er Mar- ía Kristjánsdóttir og býr á Húsa- vík. Hún er ekki ókunn leikhús- inu á Akureyri því hún hefur unnið tvívegis þar á „fjölunum". Það tókst að fá Maríu í stutt viðtal. Slíkt var ekki auðhlaupið því hún hafði mikið að gera ásamt tónlistarstjóra sýningar- innar, Roar Kvam, við að prófa unga leikara sem mættir voru til að reyna sig á inntökuprófi ef má kalla það því nafni. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt því það komu svo margir krakkar í prufu,“ sagði María. „Ætli það hafi ekki verið rúmlega sextíu krakkar sem komu, og af þeim verða valdir fjórtán sem fara með söng- og leikhlutverk í sýningunni." - Hvað um fullorðna og reynda leikara? „Það eru um þrjátíu hlutverk í leiknum fyrir fullorðna, en fjöld- inn verður eitthvað minni því það á að láta einhverja leika fleiri en eitt hlutverk. Það koma gamlir, góðir leikarar fram á sviðið að nýju eftir töluverða fjarveru. T.d. verður Björg Baidvinsdóttir með að nýju, einnig Jóhann Ög- mundsson. Árni Tryggvason verður síðan í aðalhlutverkinu. Ekki má gleyma þeim ungu leik- urum sem eru að stíga sín fyrstu spor á sviði um þessar mundir. Það er fólk sem er nýlega útskrif- að úr leiklistarskólanum. Að sjálfsögðu verða leikarar félags- ins í þessari sýningu." - Fleira starfsfólk? „Það verður átta eða níu manna hljómsveit undir stjórn Roar Kvam, einnig verða dansar sem Helga Alice mun að öllum líkindum sjá um. Ingvar Björns- son nýráðinn ljósameistari hjá L.A. sér um lýsingu, og Hlín Gunnarsdóttir sem búsett er á Ítalíu og hefur unnið þar við leik- myndagerð sér um það verk fyrir okkur hér. Eflaust hef ég gleymt einhverjum, en á þessu sést að það er mikill fjöldi sem stendur að einni svona sýningu." - Um hvað snýst leikurinn? „Leikritið skrifaði Dickens rétt fyrir jólin 1843. Eins og áður hef- ur komið fram gerði hann það í þeim tilgangi að styrkja þá sem áttu um sárt að binda vegna fá- tæktar. Dickens gaf söguna út og allur ágóði af útgáfunni rann til þessara góðgerðamála. En söguþráðurinn er í stuttu máli á þá leið að gamall auðkýfingur neitar að taka á móti jólunum og þeim boðskap sem jólunum fylgir, og hafnar samskiptum við annað fólk. Honum birtist draug- ur sem síðan sendir á hann þrjá anda sem sýna honum inn í fram- tíðina, rifja upp fortíðina og á þann hátt opnast augu gamla auðkýfingsins fyrir fegurð og boðskap jólanna. Það má segja að það sé örlítil draugasaga í þessu líka vegna draugsins og andanna.“ Nú hefur María sagt lauslega frá því hverjir vinni að sýning- unni með henni, og um hvað leikurinn snýst, þá er kominn tími til að vita eitthvað um hana sjálfa. María stundaði nám í leikhús- fræðum í Leipzig og Berlín í Þýskalandi í fimm ár. Að námi loknu kemur hún heim sem leik- húsfræðingur með leikstjórn sem aukagrein. Fyrsta verkefni sem María vann að var „Blýhólkur- inn“ en það var um haustið 1970. Síðan var hún hjá sjónvarpinu, og kemur hingað til Akureyrar 1972 og setur upp tvær sýningar. Aðra hjá Menntaskólanum, en það var leikritið „Minkarnir" eft- ir Erling E. Halldórsson, og „Strompleikinn" eftir Halldór Laxness hjá L.A. Eftir að María lauk starfi sínu hjá Leikfélagi Akureyrar fór hún til frekara náms í Svíþjóð í eitt ár. Þaðan fer María til Fáskrúðsfjarðar og dvelur þar með manni sínum Jóni Aðalsteinssyni lækni næstu þrjú árin.“ - Vannstu með leikfélaginu á staðnum? „Ég vann eitt verk með þeim. Það var „Vopn frú Carrar“. Það var svo skemmtilegt að Guðbjörg Þorbjarnardóttir kom austur til okkar og lék aðalhlutverkið.“ María brosir og segir svo: „Ég man að á þessum sama tíma kom Leikfélag Akureyrar þarna aust- ur á leikferð og sýndi „Kristni- hald undir jökli“ alveg ágæta sýn- ingu. Og þar hitti ég fólk sem ég hafði unnið með í „Stromp- leiknum". Það var svo árið 1977 sem við fluttum til Húsavíkur og höfum verið þar síðan.“ - Nú hefur verið mikil gróska í leiklistarlífi á Húsavík. Var það ekki til þess að þú fórst að vinna með því félagi? „Það hefur lengi verið mikil hefð fyrir leiklist á Húsavík. Þar hafa verið sett upp tvö til þrjú verkefni á ári, og aðsókn verið mikil og góð. En það verður að segjast eins og er að það hefur dregið verulega úr aðsókninni. Ég veit ekki hvers vegna svo er, en það er ýmislegt annað sem fólk hefur núna sér til afþreying- ar. Það má nefna að videó tekur mikinn tíma frá fólki, svo er mik- ið álag vegna mikillar vinnu. Þar af leiðandi minna félagslíf. En þetta er ekki sérstakt fyrir Húsa- vík, því svona er þetta um allt land. En varðandi vinnu mína með leikfélaginu á Húsavík þá hef ég leikstýrt einu verki á ári eða svo. Einnig hef ég verið í vinnu í Reykjavík hjá leikhúsun- um þar.“ - Geldurðu þess sem vel menntaður leikhúsmaður að vera á Húsavík? „Eflaust geri ég það, því það er mest að gera í Reykjavík, svo það hlýtur að liggja í augum uppi að svo sé. Hins vegar fer ég alltaf annað slagið suður til að vinna, eins og ég sagði áðan. - Ein spurning í lokin sem telst klassísk, - hvernig líst þér á að fara að vinna hjá Leikfélagi Akureyrar eftir öll þessi ár? „Mér líst vel á það því þar hef- ur orðið mikil og góð þróun í leiklistinni, og góðir leikarar að vinna hér.“ - María Kristjánsdóttir, takk fyrir spjallið. - gej Beðið um svefnfrið Reiður Þorpari hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Nú upp á síðkastið hefur það ítrekað komið fyrir að ég hef vaknað upp þegar komið hefur verið fram á nótt, vegna hávaða frá verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð. Síðast gerðist þetta nú fyrir nokkrum dögum og er ég gætti hverju hávaðinn sætti sá ég ungl- inga vera að fara þar inn í mynd- bandaleigu sem í húsinu er. Ég þykist vita að þeir hafi farið þarna inn með heimild, enda var ég áður vitni að því er þeir höfðu vakið mig upp með hávaða eina nóttina að lögreglan hafði af- skipti af þeim en fór síðan í burtu. Nú er það ósk mín að eigandi myndbandaleigunnar sjái til þess að við sem búum þarna í ná- grenninu getum haft svefnfrið fyrir unglingum sem virðast eiga erindi í leiguna á nóttunni. Það er varla um mikið beðið og ef unglingarnir eiga brýnt erindi þangað á nóttunni þá er það lág- markskrafa að þeir fari um hljóð- lega en komi ekki á staðinn öskr- andi og æpandi og stilli svo tónlist í húsnæðinu á fullt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.