Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 3
26. ágúst 1985 - DAGUR - 3 Þarf ekki leyfi lögreglustjóra - til að rífa niður augiýsingaskilti meðfram vegum Undanfarið hafa starfsmenn Vegagerðar ríkisins staðið að því að rífa niður ýmis auglýs- ingaskilti meðfram vegum á Norðurlandi. Nokkrar efa- semdir hafa komið upp um rétt Vegagerðarinnar til þessa og hafði einn vegfarandi samband við Dag vegna þess máls og sagði að hann sæi ekki að nein lög heimiluðu Vegagerðinni að rífa þessi skilti niður nema að fenginni skipun frá lögreglu- stjóra. í 66. grein umferðarlaga segir m.a.: „Lögreglustjóri getur bannað auglýsingaspjöld, ljósa- auglýsingar, glitaugu og annað, sem valdið getur hættu eða óþægindum fyrir umferð.“ Um- ræddur vegfarandi sagðist ekki vita til að lögreglustjórar á Norð- urlandi hefðu bannað uppsetn- ingu auglýsingaskilta við þjóð- vegi og að sér þætti vænt um að vita með hvaða rétti vegamála- stjóri léti rífa þessi skilti niður. Guðmundur Svafarsson um- dæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Akureyri segist telja að ekki þurfi að koma til skipun frá lögreglustjóra um að rífa eigi þessi skilti niður þar sem í vega- lögum sé kveðið á um það að ekki megi setja upp nein mann- virki, hvorki föst né laus, á svæði sem nær 20 metra út frá miðlínu þjóðbrauta og 30 metra frá mið- línu stofnbrauta, nema að fengnu Veitingastofa Veitingahús ES 0 Gististaður Sundstaður leyfi vegamálastjóra. Þegar slíkt leyfi liggi ekki fyrir sé Vegagerð- in því í fullum rétti með að rífa skiltin niður, ef eigendur gera það ekki sjálfir. í reglugerð nr. 414 frá árinu 1978 er kveðið á um það hvernig umferðarmerki skuli líta út og þar eru í flokki leiðbeiningar- merkja, merki sem menn geta sótt um til vegamálastjóra að fá að setja upp ef þeir vilja benda á einhverja þjónustu sem þeir hafa upp á að bjóða. Þar eru t.d. merki sem tákna veitingahús, sundstað, gististað og ýmislegt fleira. Guðmundur benti á að menn gætu notað þessi merki í stað auglýsingaskiltanna. En þá kviknar spurning um það hver eigi að greiða fyrir uppsetningu og viðhald þessara merkja. Eins og málum er nú háttað er regian sú að þeir sem óska eftir því að fá að setja þessi merki upp, greiða jafnframt fyrir þau og sjá um viðhald þeirra, en skv. 66. grein umferðarlaga ætti Vega- gerðin að sjá um það. Þar segir: „Kostnað vegna umferðarmerkja skal sá greiða, sem kostar viðhald vegar.“ Samkvæmt reglugerð flokkast þessi stöðluðu, leyfilegu merki sem umferðarmerki og þvf er það spurning hvort þeir sem hafa auglýst sína þjónustu fyrir yegfarendur með ólöglegum auglýsingaskiltum, geta ekki krafist þess að fá sett upp leið- beiningarmerki á kostnað Vega- gerðarinnar. -yk. Skjaldatvík: Aöstæöur langt í frá nógu góðar - þjónustuhópur aldraðra með tillögur um endurbætur og úttekt verður gerð á staðnum „Eins og margoft hefur komið fram þá er ýmsu ábótavant í Skjaldarvík og aðstæður langt frá því að vera nógu góðar,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, formaður heilsugæslustöðvar. Valgerður lagði fram bréf frá þjónustuhópi aldraðra á fundi dvalarheimilastjórnar í sl. mánuði. Sagði Valgerður að með stofn- un heilsugæslustöðvar í vor hefði jafnframt verið komið á fót þjón- ustuhópi aldraðra. „Þessi hópur lét það verða eitt af sínum fyrstu verkefnum að fara út í Skjaldar- vík og skoða aðstæður þar. I bréfi því sem hópurinn sendi dvalarheimilastjórn kemur fram að aðstæður eru langt því frá að vera viðunandi og eins og lög um málefni aldraðra frá 1982 mæla fyrir um. í bréfinu koma einnig fram tillögur um hvernig bæta megi úr, svona í fyrstu a.m.k. Þar er m.a. lagt til að her- bergi sem eru þarna uppi á 2. hæð og upphaflega voru hugsuð sem starfsmannaherbergi verði tekin í notkun fyrir vistfólk. En sá galli er á því, að fólk sem á erf- itt með gang getur ekki komist þangað, því stiginn er svo brattur. Það þarf því að byrja á að breyta stiganum á einhvern hátt.“ Að sögn Valgerðar var bréfið tekið fyrir á sameiginlegum fundi dvalarheimilastjórnar og bæjar- ráðs. Eftir fundinn fór bæjar- ráð út í Skjaldarvík og varð niðurstaðan sú að gerð yrði út- tekt á þvf hvað hægt væri að gera til að bæta aðstæðurnar. Út frá því yrði síðan gerð einhvers kon- ar framtíðaráætlun um heimilið. „Það er búið að samþykkja á bæjarstjórnarfundi að Gylfi Guð- jónsson, arkitekt, geri þessa úttekt. Hann hefur sérhæft sig í húsnæði fyrir aldraða.“ Var Valgerður spurð hverju væri helst ábótavant í Skjaldarvík og sagði hún það vera ótal atriði. „Húsnæðið er orðið gamalt og miðað við allt aðrar kröfur en gerðar eru í dag. Það sem mér dettur fyrst í hug og ég get ímyndað mér að þurfi skjótastrar úrlausnar, er hversu fáar snyrt- ingar eru á staðnum. Það þarf að fjölga þeim til muna til að ástand- ið verði viðunandi. Herbergin eru flest lítil og því þröngt um vistmenn. Að vísu er þarna eitt einbýlishús sem var hugsað fyrir bústjórann þarna. í því búa núna nokkrir vistmenn og þar er mjög heimilislegt og notalegt. En í gamla húsinu eru flest herbergin rnjög lítil og sum alveg hræðilega lítil. Það er lágt til lofts þarna og lítil birta í kjallaranum. Vist- menn eru svo margir að borðstof- an er orðin allt of lítil. Það kom- ast ekki allir að til að borða, þannig að sumir verða að borða á herbergjum sínum eða annars staðar. Það eru ótal hlutir sem hægt er að tína til.“ Vistmenn í Skjaldarvík eru í kringum 80. Akureyrarbæ var gefið húsnæðið og hann hefur formlega rekið dvalarheimilið, en það er rekið á daggjöldum. „Það hefur lítið verið lagt í við- hald og endurbætur í Skjaldarvík undanfarin ár. Það var eitthvað gert til að byrja með og nú er ekki um annað að ræða en að gera eitthvað í málunum," sagði Valgerður. - HJS SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. NÝLAGNIR VIOGERDIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Simi 26400. Verslið hjá fagmanni. ^mmmmmmmmmmmmnmmmmmmmmmmmmmmmmmmJ Bændur athugið Til sölu 3 stórar verkstæöishurðir klæddar áli meö göngudyrum í stærð: 360 á breidd & 380 á hæð. Hentugt sem rennihurðir fyrir skemmur og hlöður. Selst ódýrt. Bílaleiga Akureyrar. Tryggvabraut 12 • Sími 21715. Bæsaveiðitíminn erhafmn Gæsaflautur, gæsaskot, byssublámi, púðureyðir. Hreinsisett fyrir riffla og haglabyssur, CBC haglabyssur 3“ magnum. Verð aðeins kr. 6.450,- Brno rifflar og haglabyssur koma í vikunni. Opið á iaugardögum kl. 10-12. Póstsendum. Eyfjörð Hjalteyrargotu 4 - simi 22275 Auglýsing i Degi BORGAR SIG Hvað er góö auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta íblööum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaöer ekki sama í hvaða blaði auglýst er, því mórg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa iDegi, þar eru allar auglýsingar góðar lýsingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.