Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 9
rt ca fr ♦ - <\ .> «\ ao r? D»A f í .. o 26. ágúst 1985 - DAGUR - 9 1000 manns fóm með Hríseyjarfeijunni yfir eina helgi Mikið hefur verið um ferða- menn í Hrísey í sumar. í júlí fóru 5300 manns með Hríseyj- arferjunni, sem er mesti fjöldi á einum mánuði hingað til. Um verslunarmannahelgina fóru 1000 manns á miUi lands og eyjar og 13 fyrstu dagana í ágúst voru farþegar með ferj- unni orðnir 3150. Til gamans má geta þess að allan ágúst- mánuð á sl. ári voru farþegar 4360. Guðjón Björnsson, sveitar- stjóri í Hrísey segir aukinn ferða- mannastraum vera í eyna. í eynni er tjaldstæði og svefnpokapláss í gamla skólanum. En betur má ef duga skal og fleira vantar fyrir ferðamenn sem koma í eyna. T.d. vantar merktar gönguleiðir, en að sögn Guðjóns er verið að reyna að bæta úr því. Sagðist Guðjón láta sig dreyma um að útbúa svæði neðan við kaupfélagið með trjágróðri og sætum, þar sem fólk gæti tyllt sér niður eftir skoðunarferð um eyna. - HJS Vel heppnaðir tónleikar á Akureyri og Húsavík og þeir þriðju fyrirhugaðir á Sauðárkróki Tónleikar undir yfirskriftinni „Norðlenskir tónar“ voru haldnir í Samkomuhúsinu á Akureyri á fyrri hundadaga- hátíð, en þeir fóru framhjá mörgum. Þrátt fyrir það voru þeir þokkalega sóttir og tókust vel. Þessir tónleikar voru síðan endurteknir í Húsavíkurkirkju um fyrri helgi og þar var þétt setinn bekkurinn og lista- mönnunum frábærlega vel tekið. Samvinnuferðir: Hópferð á alþjóð- lega sjávarútvegs- sýningu í Frans Flytjendur „Norðlenskra tóna“ eru Hólmfríður Benediktsdóttir, sópran, Jóhann Már Jóhannsson, tenor, Michael J. Clarke, bari- ton, Þuríður Baldursdóttir, alt, og pfanóleikararnir Kristinn Örn Kristinsson og Soffía Guðmunds- dóttir. Á efnisskránni eru eingöngu lög eftir norðlenska höfunda. Jóhann syngur lög eftir Skagfirð- ingana Pétur Sigurðsson, Eyþór Stefánsson og Jón Björnsson. Michael og Þuríður syngja lög eftir Eyfirðingana Björgvin Guð- mundsson, Stefán Ágúst Krist- jánsson, Jóhann Ó. Haraldsson, Birgi Helgason, Ragnar Helga- son og Áskel Jónsson. Hólm- fríður syngur svo lög sinna heimamanna, þeirra Steingríms Birgissonar, Páls H. Jónssonar og Sigurðar Sigurjónssonar. Saman syngja þær Hólmfríður og Þuríður lag eftir Elísabetu Jóns- dóttur og Jóhann Már og Michael syngja saman lög eftir Eyþór Stefánsson, Áskel Jónsson og Sólsetursljóð Bjarna Þorsteins- sonar. Það eru sem sé norðlensk- ir listamenn, sem kynna sönglög eftir norðlenska höfunda. Michael Clarke átti hugmynd- ina að þessum tónleikum. Hann heyrði auglýst eftir hugmyndum um dagskráratriði á hundadaga- hátíð. Það varð til þess að hann hóaði í Jóhann, Þuríði, Hólm- fríði, Kristin og Soffíu og allir voru tilbúnir í slaginn. Tón- leikarnir voru síðan haldnir með pomp og prakt í Samkomuhúsinu og síðar var ákveðið að endur- taka þá á Húsavík. Nú hefur ver- ið ákveðið að halda þriðju tón- leikana á Sauðárkróki og verða þeir að líkindum haldnir í Bifröst sunnudaginn 1. september. Samvinnuferðir-Landsýn efna til hópferðar á alþjóðlegu sjávarút- vegssýninguna í Nantes í Frakk- landi dagana 12.-16. september næstkomandi. Hér er kjörið tæki- færi fyrir þá sem starfa að sjávar- útvegi að kynnast nýjum mörk- uðum og viðhorfum. í ár mun verða lögð rík áhersla á fiskirækt ýmiss konar svo sem ræktun á ostrum, kræklingum, rækjum og ýmsum öðrum sjávar- dýrum. Hér er því tækifæri fyrir þá sem starfa að sjávarútvegi, markaðsöflun og fiskirækt að kynnast nýjungum í þessari at- vinnugrein. 240 fyrirtæki frá 18 löndum tóku þátt í síðustu sýningu sem haldin var 1983. Sýningin er hald- in á 10.000 mJ sýningarsvæði rétt fyrir utan hina fögru borg Nantes á vesturströnd Frakklands. Hér gefst einstakt tækifæri til að kynnast nýjum og athygl- isverðum mörkuðum, mörkuðum sem íslendingar hafa ekki haft náin tengsl við fyrr. Á sýningunni eru til sýnis tæki í fiskiskip og fiskiðjuver svo og tæki til flutn- inga og geymslu sjávarafurða. Þá taka þátt í sýningunni ýmsar stofnanir tengdar sjávarútvegi. Eins og áður hefur komið fram verður lögð mikil áhersla á fiski- rækt ýmiss konar. Á meðan á sýningunni stendur verða nokkr- ar fiski- og skelfiskræktarstöðvar skoðaðar. Frakkar eru miklir fiskneyt- endur og því er franski markað- urinn mjög athyglisverður fyrir íslenska framleiðendur. Hér er um að ræða' 7 daga ferð - og verður dvalist nokkra daga í París. Á meðan dvalist verður í Nantes verða skipulagðar skoð- unarferðir um hina fornu og fögru borg Nantes og Leirudal- inn, sem talinn hefur verið ein fallegasta sýsla Frakklands - og liefur veri kölluð „Kastalasýslan" vegna þess fjölda kastala sem eru í sveitum sýslunnar. Nánari upplýsingar urn þessa ferð verða veittar á skrifstofu Samvinnuferða-Landsýnar, Austurstræti 12, símar 91-27077 og 28899. Eigendur Kotsins, Bjarni og Hildur, ásamt starfsfólkinu, Stefáni Höskuldssyni og Sif Georgsdóttur. Kot - ný verslun Á föstudaginn var.opnuð ný Hildur Stefánsdóttir og Bjarni versk bómullarföt, ýmiss konar verslun að Hafnarstræti 88, og Tómasson. gjafavörur og snyrtivörur unnar heitir Kotið. Eigendur eru í Kotinu er verslað með ind- úr náttúrlegum hráefnum. Þuríður Baldursdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Hólmfríður Benediktsdóttir, Krístinn Örn Kristinsson, Soffía Guðmundsdóttir og Michael Clarke. „Norðlenskir tónar“ gera lukku

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.