Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 26.08.1985, Blaðsíða 4
i <"* a fy 4 - DAGUR - 26. ágúst 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 250 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON _____________PRENTUN: DAGSPRENT HF._____ Hagsmunagæsla utanríkisráðherra Deila sjálfstæðisráðherranna tveggja um kjöt- málið, Geirs Hallgrímssonar utanríkisráð- herra og Alberts Guðmundssonar fjármála- ráðherra, komst á býsna skoplegt plan í síð- ustu viku. Ágreiningurinn varð ekki leystur á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var um málið. Þess í stað var þess farið á leit við bænda- samtökin að þau stefndu utanríkisráðherra fyrir dómstóla svo unnt væri að fá úr því skor- ið hvor hefði nú rétt fyrir sér, Albert eða Geir. Albert sætti sig illa við þessa niðurstöðu málsins, rýndi betur í varnarsáttmálann, og komst að þeirri niðurstöðu, að ekki aðeins væri varnarliðinu bannað að flytja hrátt kjöt til landsins, heldur skyldi það einnig fara að gjaldeyrislögum og nota íslenska peninga í viðskiptum á Vellinum og almennt hér á landi. Það er miður að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa treyst sér til að leysa þetta mál í sam- ræmi við ótvíræðar íslenskar lagareglur. Lög- in um bann við innflutningi á kjöti til varnar alidýrasjúkdómum hafa verið framkvæmd allt frá því að þau voru sett, nema gagnvart varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli. Lögin eru ekki úr gildi fallin vegna notkunarleysis af þessum sökum. Ef menn ætla að bera því við að venju- réttur hafi skapast í þessu máli gagnvart varnarliðinu, þá eru menn einfaldlega að segja að tvenn lög séu í landinu. Eða með öðrum orðum að bandaríska vamarliðið sé sett ofar íslenskum lögum, sem landsmenn verða hins vegar að hlíta. Þessi lagaskýring utanrík- isráðherra er gjörsamlega út í hött. Þórarinn Þórarinsson, fyrrum alþingismað- ur og formaður utanríkismálanefndar, hefur bent á það að hér sé svo stórt mál á ferðinni, að ekki sé rétt að eiga það undir dómstólum hvort hér gildi lög gegn alidýrasjúkdómum, frekar en hægt var að láta útfærslu fiskveiði- lögsögunnar undir úrskurð Alþjóðadómstóls- ins á sínum tíma. Dómarar eru oft ósammála og þá ekki síst þegar svokallaður venjuréttur er til umfjöllunar. Þórarinn bendir á að undir þessum kringumstæðum sé Alþingi eini aðil- inn til að fjalla um þetta mál með réttum hætti og skera ótvírætt úr því, hvort það vill hafa í gildi lög af þessu tagi. Þórarinn Þórarinsson bendir einnig á það, að Geir Hallgrímsson hafi haldið fram ís- lenskum málstað í deilunni um flutninga á vörum til varnarliðsins frá Bandaríkjunum. Þá hafi hins vegar stórfyrirtækin Eimskip og Hafskip verið annars vegar. Hér séu það bara bændurnir. Svo vildi til að hagsmunagæsla utanríkisráðherra fyrir skipafélögin fór saman með íslenskum hagsmunum. Hagsmuna- gæsla hans fyrir varnarliðið er hins vegar andvíg íslenskum hagsmunum. ^svs-Uííí, ÆíímíiímIí WPf » » »< » »• „Einn þorskurinn var alveg ódrepandi" i Spjallað við systkinin Guðjón og Auði Báru Ólafsbörn „Við veiddum fjóra físka í morgun og einn eftir hádegi,“ sögðu systkinin Guðjón og Auður Bára Ólafsbörn, sem blaðamenn hittu á bryggjunni á Árskógssandi. Þetta voru áhugasamir krakk- ar og sólin skein. Bráðum kæmi Hríseyjarferjan. Á bryggjunni maður að keyra lyftara. „Einn þorskurinn sem ég veiddi í morgun var alveg ódrepandi," sagði Guðjón. „Ég var búinn að margstinga hann, hér og hér og þarna,“ og Guð- jón sýnir blaðamönnum alla staðina sem hann hafði stungið þorskinn. „Svo var ég búinn að blóðga hann, en samt var hann lifandi. Það endaði með því að ég steig ofan á hann og þá loks- ins drapst hann,“ sagði hinn glaðbeitti Guðjón. - Eruð þið að veiða í soðið? „Já, við erum að veiða fyrir ömmu. Við erum frá Reykjavík en erum í sumarfríi hjá ömmu okkar hér á Árskógssandi," sagði Auður Bára. „Við komum hingað á hverju sumri," bætir Guðjón við. - Er gaman hérna? „Já, það er stundum gaman og stundum ekki,“ svarar Guðjón. - Hvenær er ekki gaman? „Hvenær? Ég man það ekki. Kannski bara aldrei.“ - Hafið þið nokkuð dottið í 'sjóinn? „Nei, aldrei,“ segja þau. „En ég hef synt í sjónurn," sagði Guðjón. „Það var strákur á bát þarna úti og ég synti frá fjörunni og til hans. Mér var ískalt. “ - Fékkstu kvef? „Nei, ég fékk ekkert kvef. Ég verð aldrei kvefaður.“ Smá þögn á bryggjunni, ferj- an nálgast. „Hey, ég er með hann,“ hrópaði Guðjón. Einbeittur fór hann að draga línuna inn. „Það var bara fast í botni, enginn fiskur." En systir hans dró einn mar- hnút að landi. Honum var um- svifalaust hent út í sjó aftur. Ekkert með hann að gera. - Er gaman að veiða, krakkar? „Alveg svakalega garnan." - Ætlið þið að verða hrefnu- veiðisjómenn þegar þið eruð orðin stór? „Nei.“ Og þá var ferjan komin og við fengum ekki að vita hvað þau ætla að gera þegar þau eru orðin stór. - mþþ Menningarstofnun Bandaríkjanna: Yfirlitssýning á heilsugæslutækjum Menningarstofnun Bandaríkj- anna stendur fyrir yfirlitssýningu á tækjum og öðru er varðar heilsugæslu almennt, í samkomu- sal Domus Medica v/Egilsgötu. Sýningin verður formlega opn- uð mánudaginn 26. ágúst og opin daglega dagana 27/8 til 10/9 frá kl. 14-22. Sýningin er einkennandi fyrir þjóðfélag þar sem einstaklingur- inn getur valið hjúkrunarleið án mikilla ríkisafskipta. Sýningin lýsir jieim stofnunum og tæknifyrirtækjum sem standa á bak við heilsugæsluna í Banda- ríkjunum, þróun sérfræðinga í heilsugæslunni og auknar rann- sóknir vegna aukinna krafna. Sýningin lýsir og hvernig heil- brigðiskerfið er aðlagað vænt- ingum Bandaríkjamanna, lífi þeirra á tækniöld og þeim breyt- ingum sem því fylgir. Sýnt er hvernig tæknin hefur innreið sína einnig í læknavísindin. Sérstök áhersla er lögð á þá staðreynd að flest öll heilsugæsla og tryggingarstofnanir eru rekin af einkafyrirtækjum. Hið opin- bera í Bandaríkjunum styður grunnrannsóknir á flestum svið- um læknisfræðinnar en það eru einkafyrirtækin sem koma þess- um rannsóknum öllum til hag- nýtra nota í víðri veröld. Sýning þessi er jafnt sýning eða frásögn um hið frjálsa markaðs- kerfi sem og frásögn um heilsu- gæslu og læknisfræði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.